Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2025 12:32 Martim Costa fagnar eftir leikinn gegn Þýskalandi. getty/Mateusz Slodkowski Sérfræðingar TV 2 í Danmörku segja að sigurmark Portúgals gegn Þýskalandi í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta karla hafi verið ólöglegt. Martim Costa skoraði sigurmark Portúgala í þann mund sem leiktíminn í framlengingunni rann út. Portúgal vann leikinn, 31-30, og komst þar með í undanúrslit stórmóts í fyrsta sinn. Þýsku strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Sérfræðingar TV 2 vildu meina að mark Costas hefði ekki átt að standa þar sem hann hafi tekið of mörg skref. „Það er óumdeilt að þetta voru skref á Costa. Svona lagað getur gerst en það er pirrandi fyrir norsku dómarana að þeir geti ekki skoðað þetta á myndbandi. Ég skil það ekki,“ sagði Claus Møller Jakobsen. Svakaleg dramatík þegar Portúgal komst í undanúrslit eftir framlengdan leik gegn Þjóðverjum og Alfeð er úr leik. pic.twitter.com/Io6IFmDM5L— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2025 „Þegar það kemur upp svona staða á síðustu þrjátíu sekúndunum sem hefur úrslitaáhrif á leikinn skil ég ekki að dómararnir fari ekki og skoði hvort allt hafi verið með felldu. Að mínu mati eru þetta stór dómaramistök. Markið hefði ekki átt að standa.“ Rasmus Boysen segist á X hafa talið skrefin hjá Costa og að þau hafi verið fimm talsins. 5 steps on the Portuguese game-winner🤷♂️#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2025 Costa skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal í leiknum í gær en markahæstur hjá liðinu var bróðir hans, Francisco, með átta mörk. Portúgal mætir Danmörku í seinni undanúrslitaleiknum annað kvöld. Í kvöld eigast Króatía og Frakkland við í fyrri undanúrslitaleiknum. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira
Martim Costa skoraði sigurmark Portúgala í þann mund sem leiktíminn í framlengingunni rann út. Portúgal vann leikinn, 31-30, og komst þar með í undanúrslit stórmóts í fyrsta sinn. Þýsku strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Sérfræðingar TV 2 vildu meina að mark Costas hefði ekki átt að standa þar sem hann hafi tekið of mörg skref. „Það er óumdeilt að þetta voru skref á Costa. Svona lagað getur gerst en það er pirrandi fyrir norsku dómarana að þeir geti ekki skoðað þetta á myndbandi. Ég skil það ekki,“ sagði Claus Møller Jakobsen. Svakaleg dramatík þegar Portúgal komst í undanúrslit eftir framlengdan leik gegn Þjóðverjum og Alfeð er úr leik. pic.twitter.com/Io6IFmDM5L— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2025 „Þegar það kemur upp svona staða á síðustu þrjátíu sekúndunum sem hefur úrslitaáhrif á leikinn skil ég ekki að dómararnir fari ekki og skoði hvort allt hafi verið með felldu. Að mínu mati eru þetta stór dómaramistök. Markið hefði ekki átt að standa.“ Rasmus Boysen segist á X hafa talið skrefin hjá Costa og að þau hafi verið fimm talsins. 5 steps on the Portuguese game-winner🤷♂️#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2025 Costa skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal í leiknum í gær en markahæstur hjá liðinu var bróðir hans, Francisco, með átta mörk. Portúgal mætir Danmörku í seinni undanúrslitaleiknum annað kvöld. Í kvöld eigast Króatía og Frakkland við í fyrri undanúrslitaleiknum.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Sjá meira