Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2025 12:32 Martim Costa fagnar eftir leikinn gegn Þýskalandi. getty/Mateusz Slodkowski Sérfræðingar TV 2 í Danmörku segja að sigurmark Portúgals gegn Þýskalandi í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta karla hafi verið ólöglegt. Martim Costa skoraði sigurmark Portúgala í þann mund sem leiktíminn í framlengingunni rann út. Portúgal vann leikinn, 31-30, og komst þar með í undanúrslit stórmóts í fyrsta sinn. Þýsku strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Sérfræðingar TV 2 vildu meina að mark Costas hefði ekki átt að standa þar sem hann hafi tekið of mörg skref. „Það er óumdeilt að þetta voru skref á Costa. Svona lagað getur gerst en það er pirrandi fyrir norsku dómarana að þeir geti ekki skoðað þetta á myndbandi. Ég skil það ekki,“ sagði Claus Møller Jakobsen. Svakaleg dramatík þegar Portúgal komst í undanúrslit eftir framlengdan leik gegn Þjóðverjum og Alfeð er úr leik. pic.twitter.com/Io6IFmDM5L— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2025 „Þegar það kemur upp svona staða á síðustu þrjátíu sekúndunum sem hefur úrslitaáhrif á leikinn skil ég ekki að dómararnir fari ekki og skoði hvort allt hafi verið með felldu. Að mínu mati eru þetta stór dómaramistök. Markið hefði ekki átt að standa.“ Rasmus Boysen segist á X hafa talið skrefin hjá Costa og að þau hafi verið fimm talsins. 5 steps on the Portuguese game-winner🤷♂️#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2025 Costa skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal í leiknum í gær en markahæstur hjá liðinu var bróðir hans, Francisco, með átta mörk. Portúgal mætir Danmörku í seinni undanúrslitaleiknum annað kvöld. Í kvöld eigast Króatía og Frakkland við í fyrri undanúrslitaleiknum. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Martim Costa skoraði sigurmark Portúgala í þann mund sem leiktíminn í framlengingunni rann út. Portúgal vann leikinn, 31-30, og komst þar með í undanúrslit stórmóts í fyrsta sinn. Þýsku strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Sérfræðingar TV 2 vildu meina að mark Costas hefði ekki átt að standa þar sem hann hafi tekið of mörg skref. „Það er óumdeilt að þetta voru skref á Costa. Svona lagað getur gerst en það er pirrandi fyrir norsku dómarana að þeir geti ekki skoðað þetta á myndbandi. Ég skil það ekki,“ sagði Claus Møller Jakobsen. Svakaleg dramatík þegar Portúgal komst í undanúrslit eftir framlengdan leik gegn Þjóðverjum og Alfeð er úr leik. pic.twitter.com/Io6IFmDM5L— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2025 „Þegar það kemur upp svona staða á síðustu þrjátíu sekúndunum sem hefur úrslitaáhrif á leikinn skil ég ekki að dómararnir fari ekki og skoði hvort allt hafi verið með felldu. Að mínu mati eru þetta stór dómaramistök. Markið hefði ekki átt að standa.“ Rasmus Boysen segist á X hafa talið skrefin hjá Costa og að þau hafi verið fimm talsins. 5 steps on the Portuguese game-winner🤷♂️#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2025 Costa skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal í leiknum í gær en markahæstur hjá liðinu var bróðir hans, Francisco, með átta mörk. Portúgal mætir Danmörku í seinni undanúrslitaleiknum annað kvöld. Í kvöld eigast Króatía og Frakkland við í fyrri undanúrslitaleiknum.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira