Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar 30. janúar 2025 09:31 Fyrirsögnin, „Bókvitið verður í askana látið“, undirstrikar mikilvægi þess að tileinka sér þekkingu. Í bændasamfélagi fyrri alda þótti þessu þveröfugt farið enda verkleg vinna í fyrirrúmi, en nú er þekking afl sem umbreytir lífi og samfélagi. Nútíminn hefur fært okkur heim sanninn um: „Að betur vinnur vit en strit“ svo vitnað sé í annað máltæki. Gildi bóklesturs fyrir heilabúið: „Í dag lesandi, á morgun leiðtogi,“ sagði Margaret Fuller (1810-1850). Bækur stuðla að þroska, persónuþróun og símenntun, hvort sem um er að ræða fræðibækur eða skáldsögur, og eru æfing sem styrkir hugræna færni okkar. Lestur eflir orðaforða, málskynjun og málþroska, sem útvíkkar hugmyndaheiminn og breytir upplifun okkar af veröldinni. Leiðtogar lesa! Með reglulegum lestri geturðu komist í fremstu röð í þínu nærumhverfi innan árs og í heimsklassa á áratug, eins og fyrirlesarinn og Íslandsvinurinn Brian Tracy bendir á og klikkir svo út með: „Enginn getur stöðvað þig nema þú sjálf(ur).“ Charlie Munger (1924-2023), samstarfsmaður Warren Buffett, sagði: „Alla mína ævi hef ég ekki þekkt neinn með viti sem er ekki sílesandi. Engan. Ekki neinn!“ Þessi orð undirstrika mikilvægi stöðugs lesturs til að þroska hugann og þróa þekkingu. Fræðibækur bæta vitneskju, skáldsögur útvíkka hugmyndaheiminn, og ljóð bæta hrynjanda tungunnar og göfga sálina. Allt þetta eflir okkur, eykur starfsgetu og bætir samskiptafærni. Gerir okkur að betri manneskjum. Lestur þjálfar hugann: Lestur þjálfar einbeitingu og athygli, sem er mikilvæg færni í truflandi nútímasamfélagi. Með því að sökkva okkur í sögur og hugmyndir þjálfum við ímyndunaraflið og tengjum saman upplýsingar á nýjan hátt. Þetta eykur ekki aðeins skilning okkar á heiminum, heldur einnig hæfni okkar til að hugsa gagnrýnið og leysa vandamál—grundvallarhæfni fyrir ákvarðanatöku og úrlausn áskorunarefna í daglegu lífi. „Sá sem les ekki hefur enga yfirburði yfir þann sem getur ekki lesið,“ sagði Mark Twain (1835-1910). Efling samkenndar og tilfinningagreindar: Skáldverk hjálpa lesendum að skilja sjónarhorn og tilfinningar annarra sem stuðlar að meiri samkennd og tilfinningagreind. Með því að setja okkur í spor persóna í sögum og öðlast skilning á fjölbreytileika mannlegrar tilveru, lærum við að setja okkur í spor annarra og skilja mismunandi sjónarhorn, sem bætir tilfinningagreind okkar. Fræðibækur bæta persónulegan vöxt og vitræna getu og gera lestur að öflugu tæki fyrir sjálfsþroska. Með því að læra af reynslu annarra getum við bætt okkur á nær öllum sviðum lífsins. Lífið er of stutt til að læra bara af mistökum sínum. Uppsöfnuð þekking og viska kynslóðanna varða greiða örugga leið framhjá torfærum og í humátt að tækifærum framtíðar. Gerðu lestur að daglegri venju: Margir eiga erfitt með að finna tíma til að lesa í samfélagi með auknum skjátíma en lausnin er að gera lestur að daglegri venju. Byrjaðu með 10 mínútum á dag og auktu svo smám saman. Veldu efni sem vekur áhuga þinn á að halda áfram, eitthvað sem fangar forvitni og athygli þína. Mundu að það er líka í lagi að leggja frá sér bók ef hún höfðar ekki til þín. Sumar bækur eiga ekki erindi fyrr en á ákveðnum stað á lífsleiðinni og þá er ágætt að eiga þær uppi í hillu til að grípa til. Ef einbeiting er vandamál getur verið gagnlegt að finna rólegan stað til að lesa eða nýta sér hljóðbækur. Einfaldasta ráðið til að allt að tvöfalda lestrarhraða er að fylgja línunni með fingri eða penna. Ósjálfráðar augnhreyfingar verða til þess að við marglesum hvert orð en með því að fylgja textanum eftir þá minnkar sú tilhneiging þar til hjálpartæki verður óþarft. Lesfærni er eins og hver annar eiginleiki sem við getum þjálfað og tileinkað okkur. Hvort sem þú lest á morgnana eða kvöldin, þá er lestur sem hluti af daglegri rútínu líklega eitt það allra besta og gagnlegasta sem þú getur tileinkað þér. Heilsubætandi áhrif lesturs: Rannsóknir hafa sýnt að reglulegur lestur getur seinkað hrörnun heilans og dregið úr líkum á sjúkdómum eins og Alzheimers. Bóklestur örvar heilastarfsemina, eykur orðaforða og bætir minnið. „Lestur er fyrir hugann það sem æfing er fyrir líkamann,“sagði Joseph Addison (1672-1719). Orð eru til alls fyrst: Í nútímasamfélagi er þekking og þjálfaður hugur verðmætasta auðlindin. Bækur eru frábær uppspretta þekkingar á fjölbreyttum sviðum, sem stuðlar beint að persónulegum vexti og símenntun. Með hverri bók sem við lesum bætum við þekkingu okkar og skilning á heiminum. Þetta gerir okkur kleift að taka betri ákvarðanir, vera skapandi og tengjast öðrum á dýpri hátt. „Bókvitið verður í askana látið!“ Látum þessi orð vera hvatningu til okkar allra. Með því að gera lestur að ómissandi hluta af daglegu lífi okkar getum við orðið vitrari, meðvitaðri og betur í stakk búin til að takast á við áskoranir lífsins og grípa þau tækifæri sem það færir okkur. Enginn getur stöðvað okkur nema við sjálf. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 37 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin, „Bókvitið verður í askana látið“, undirstrikar mikilvægi þess að tileinka sér þekkingu. Í bændasamfélagi fyrri alda þótti þessu þveröfugt farið enda verkleg vinna í fyrirrúmi, en nú er þekking afl sem umbreytir lífi og samfélagi. Nútíminn hefur fært okkur heim sanninn um: „Að betur vinnur vit en strit“ svo vitnað sé í annað máltæki. Gildi bóklesturs fyrir heilabúið: „Í dag lesandi, á morgun leiðtogi,“ sagði Margaret Fuller (1810-1850). Bækur stuðla að þroska, persónuþróun og símenntun, hvort sem um er að ræða fræðibækur eða skáldsögur, og eru æfing sem styrkir hugræna færni okkar. Lestur eflir orðaforða, málskynjun og málþroska, sem útvíkkar hugmyndaheiminn og breytir upplifun okkar af veröldinni. Leiðtogar lesa! Með reglulegum lestri geturðu komist í fremstu röð í þínu nærumhverfi innan árs og í heimsklassa á áratug, eins og fyrirlesarinn og Íslandsvinurinn Brian Tracy bendir á og klikkir svo út með: „Enginn getur stöðvað þig nema þú sjálf(ur).“ Charlie Munger (1924-2023), samstarfsmaður Warren Buffett, sagði: „Alla mína ævi hef ég ekki þekkt neinn með viti sem er ekki sílesandi. Engan. Ekki neinn!“ Þessi orð undirstrika mikilvægi stöðugs lesturs til að þroska hugann og þróa þekkingu. Fræðibækur bæta vitneskju, skáldsögur útvíkka hugmyndaheiminn, og ljóð bæta hrynjanda tungunnar og göfga sálina. Allt þetta eflir okkur, eykur starfsgetu og bætir samskiptafærni. Gerir okkur að betri manneskjum. Lestur þjálfar hugann: Lestur þjálfar einbeitingu og athygli, sem er mikilvæg færni í truflandi nútímasamfélagi. Með því að sökkva okkur í sögur og hugmyndir þjálfum við ímyndunaraflið og tengjum saman upplýsingar á nýjan hátt. Þetta eykur ekki aðeins skilning okkar á heiminum, heldur einnig hæfni okkar til að hugsa gagnrýnið og leysa vandamál—grundvallarhæfni fyrir ákvarðanatöku og úrlausn áskorunarefna í daglegu lífi. „Sá sem les ekki hefur enga yfirburði yfir þann sem getur ekki lesið,“ sagði Mark Twain (1835-1910). Efling samkenndar og tilfinningagreindar: Skáldverk hjálpa lesendum að skilja sjónarhorn og tilfinningar annarra sem stuðlar að meiri samkennd og tilfinningagreind. Með því að setja okkur í spor persóna í sögum og öðlast skilning á fjölbreytileika mannlegrar tilveru, lærum við að setja okkur í spor annarra og skilja mismunandi sjónarhorn, sem bætir tilfinningagreind okkar. Fræðibækur bæta persónulegan vöxt og vitræna getu og gera lestur að öflugu tæki fyrir sjálfsþroska. Með því að læra af reynslu annarra getum við bætt okkur á nær öllum sviðum lífsins. Lífið er of stutt til að læra bara af mistökum sínum. Uppsöfnuð þekking og viska kynslóðanna varða greiða örugga leið framhjá torfærum og í humátt að tækifærum framtíðar. Gerðu lestur að daglegri venju: Margir eiga erfitt með að finna tíma til að lesa í samfélagi með auknum skjátíma en lausnin er að gera lestur að daglegri venju. Byrjaðu með 10 mínútum á dag og auktu svo smám saman. Veldu efni sem vekur áhuga þinn á að halda áfram, eitthvað sem fangar forvitni og athygli þína. Mundu að það er líka í lagi að leggja frá sér bók ef hún höfðar ekki til þín. Sumar bækur eiga ekki erindi fyrr en á ákveðnum stað á lífsleiðinni og þá er ágætt að eiga þær uppi í hillu til að grípa til. Ef einbeiting er vandamál getur verið gagnlegt að finna rólegan stað til að lesa eða nýta sér hljóðbækur. Einfaldasta ráðið til að allt að tvöfalda lestrarhraða er að fylgja línunni með fingri eða penna. Ósjálfráðar augnhreyfingar verða til þess að við marglesum hvert orð en með því að fylgja textanum eftir þá minnkar sú tilhneiging þar til hjálpartæki verður óþarft. Lesfærni er eins og hver annar eiginleiki sem við getum þjálfað og tileinkað okkur. Hvort sem þú lest á morgnana eða kvöldin, þá er lestur sem hluti af daglegri rútínu líklega eitt það allra besta og gagnlegasta sem þú getur tileinkað þér. Heilsubætandi áhrif lesturs: Rannsóknir hafa sýnt að reglulegur lestur getur seinkað hrörnun heilans og dregið úr líkum á sjúkdómum eins og Alzheimers. Bóklestur örvar heilastarfsemina, eykur orðaforða og bætir minnið. „Lestur er fyrir hugann það sem æfing er fyrir líkamann,“sagði Joseph Addison (1672-1719). Orð eru til alls fyrst: Í nútímasamfélagi er þekking og þjálfaður hugur verðmætasta auðlindin. Bækur eru frábær uppspretta þekkingar á fjölbreyttum sviðum, sem stuðlar beint að persónulegum vexti og símenntun. Með hverri bók sem við lesum bætum við þekkingu okkar og skilning á heiminum. Þetta gerir okkur kleift að taka betri ákvarðanir, vera skapandi og tengjast öðrum á dýpri hátt. „Bókvitið verður í askana látið!“ Látum þessi orð vera hvatningu til okkar allra. Með því að gera lestur að ómissandi hluta af daglegu lífi okkar getum við orðið vitrari, meðvitaðri og betur í stakk búin til að takast á við áskoranir lífsins og grípa þau tækifæri sem það færir okkur. Enginn getur stöðvað okkur nema við sjálf. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 37 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun