Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 07:33 Kóranbrennur Salwan Momika vöktu mikla athygli í Svíþjóð árið 2023. Momika heldur hér á sænskum fána við írakska sendiráðið í Stokkhólmi þar sem hann stóð fyrir einni brennunni. EPA Þrjátíu og átta ára karlmaður var skotinn til bana í íbúð í sænska bænum Södertälje seint í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar segja að morðið hafi verið tekið upp og sýnt beint á samfélagsmiðlum, en lögregla á eftir að staðfesta það. Sænska ríkissjónvarpið greinir frá því að hinn látni sé Salwan Momika, írakskur flóttamaður sem vakti mikla athygli í Svíþjóð árið 2023 þegar hann brenndi kórana á opinberum vettvangi. Brennur Momika voru haldnar á sama tíma og Svíþjóð var á leið inn í NATO og sagðist hann brenna trúarritin til að mótmæla íslam. Kóranbrennur hans sköpuðu diplómatíska krísu í miðju aðildarferli Svía, en tyrknesk stjórnvöld sögðust um tíma ekki vilja samþykkja aðild Svía að NATO vegna þess hvernig að tekið væri á kóranbrennum í landinu. Momika kom til Svíþjóðar sem flóttamaður árið 2018 og hlaut árið 2021 þriggja ára landvistarleyfi sem var síðar framlengt um ár, þar sem talið var að hann myndi þurfa þola pyntingar ef honum yrði vísað til Íraks. Momika og félagi hans, Salwam Najem, höfðu báðir verið ákærðir fyrir hatursorðræðu vegna orða sem þeir létu falla í tengslum við fjórar kóranbrennur árið 2023. Von var á dómi í máli þeirra í héraðsdómi í Stokkhólmi síðar í dag. Momika var skotinn í íbúð í Hovsjö í Södertälje sem er að finna suðvestur af Stokkhólmi. Að sögn sænskra fjölmiðla var hann fluttur á sjúkrahús eftir að tilkynnt var um árásina og var hann þar úrskurðaður látinn. Talsmaður lögreglu segir að einn hafi verið handtekinn vegna málsins en vill að svo stöddu ekki upplýsa um hvernig hann sé talinn tengjast málinu. Svíþjóð Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Sænska ríkissjónvarpið greinir frá því að hinn látni sé Salwan Momika, írakskur flóttamaður sem vakti mikla athygli í Svíþjóð árið 2023 þegar hann brenndi kórana á opinberum vettvangi. Brennur Momika voru haldnar á sama tíma og Svíþjóð var á leið inn í NATO og sagðist hann brenna trúarritin til að mótmæla íslam. Kóranbrennur hans sköpuðu diplómatíska krísu í miðju aðildarferli Svía, en tyrknesk stjórnvöld sögðust um tíma ekki vilja samþykkja aðild Svía að NATO vegna þess hvernig að tekið væri á kóranbrennum í landinu. Momika kom til Svíþjóðar sem flóttamaður árið 2018 og hlaut árið 2021 þriggja ára landvistarleyfi sem var síðar framlengt um ár, þar sem talið var að hann myndi þurfa þola pyntingar ef honum yrði vísað til Íraks. Momika og félagi hans, Salwam Najem, höfðu báðir verið ákærðir fyrir hatursorðræðu vegna orða sem þeir létu falla í tengslum við fjórar kóranbrennur árið 2023. Von var á dómi í máli þeirra í héraðsdómi í Stokkhólmi síðar í dag. Momika var skotinn í íbúð í Hovsjö í Södertälje sem er að finna suðvestur af Stokkhólmi. Að sögn sænskra fjölmiðla var hann fluttur á sjúkrahús eftir að tilkynnt var um árásina og var hann þar úrskurðaður látinn. Talsmaður lögreglu segir að einn hafi verið handtekinn vegna málsins en vill að svo stöddu ekki upplýsa um hvernig hann sé talinn tengjast málinu.
Svíþjóð Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira