Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 07:33 Kóranbrennur Salwan Momika vöktu mikla athygli í Svíþjóð árið 2023. Momika heldur hér á sænskum fána við írakska sendiráðið í Stokkhólmi þar sem hann stóð fyrir einni brennunni. EPA Þrjátíu og átta ára karlmaður var skotinn til bana í íbúð í sænska bænum Södertälje seint í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar segja að morðið hafi verið tekið upp og sýnt beint á samfélagsmiðlum, en lögregla á eftir að staðfesta það. Sænska ríkissjónvarpið greinir frá því að hinn látni sé Salwan Momika, írakskur flóttamaður sem vakti mikla athygli í Svíþjóð árið 2023 þegar hann brenndi kórana á opinberum vettvangi. Brennur Momika voru haldnar á sama tíma og Svíþjóð var á leið inn í NATO og sagðist hann brenna trúarritin til að mótmæla íslam. Kóranbrennur hans sköpuðu diplómatíska krísu í miðju aðildarferli Svía, en tyrknesk stjórnvöld sögðust um tíma ekki vilja samþykkja aðild Svía að NATO vegna þess hvernig að tekið væri á kóranbrennum í landinu. Momika kom til Svíþjóðar sem flóttamaður árið 2018 og hlaut árið 2021 þriggja ára landvistarleyfi sem var síðar framlengt um ár, þar sem talið var að hann myndi þurfa þola pyntingar ef honum yrði vísað til Íraks. Momika og félagi hans, Salwam Najem, höfðu báðir verið ákærðir fyrir hatursorðræðu vegna orða sem þeir létu falla í tengslum við fjórar kóranbrennur árið 2023. Von var á dómi í máli þeirra í héraðsdómi í Stokkhólmi síðar í dag. Momika var skotinn í íbúð í Hovsjö í Södertälje sem er að finna suðvestur af Stokkhólmi. Að sögn sænskra fjölmiðla var hann fluttur á sjúkrahús eftir að tilkynnt var um árásina og var hann þar úrskurðaður látinn. Talsmaður lögreglu segir að einn hafi verið handtekinn vegna málsins en vill að svo stöddu ekki upplýsa um hvernig hann sé talinn tengjast málinu. Svíþjóð Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Sænska ríkissjónvarpið greinir frá því að hinn látni sé Salwan Momika, írakskur flóttamaður sem vakti mikla athygli í Svíþjóð árið 2023 þegar hann brenndi kórana á opinberum vettvangi. Brennur Momika voru haldnar á sama tíma og Svíþjóð var á leið inn í NATO og sagðist hann brenna trúarritin til að mótmæla íslam. Kóranbrennur hans sköpuðu diplómatíska krísu í miðju aðildarferli Svía, en tyrknesk stjórnvöld sögðust um tíma ekki vilja samþykkja aðild Svía að NATO vegna þess hvernig að tekið væri á kóranbrennum í landinu. Momika kom til Svíþjóðar sem flóttamaður árið 2018 og hlaut árið 2021 þriggja ára landvistarleyfi sem var síðar framlengt um ár, þar sem talið var að hann myndi þurfa þola pyntingar ef honum yrði vísað til Íraks. Momika og félagi hans, Salwam Najem, höfðu báðir verið ákærðir fyrir hatursorðræðu vegna orða sem þeir létu falla í tengslum við fjórar kóranbrennur árið 2023. Von var á dómi í máli þeirra í héraðsdómi í Stokkhólmi síðar í dag. Momika var skotinn í íbúð í Hovsjö í Södertälje sem er að finna suðvestur af Stokkhólmi. Að sögn sænskra fjölmiðla var hann fluttur á sjúkrahús eftir að tilkynnt var um árásina og var hann þar úrskurðaður látinn. Talsmaður lögreglu segir að einn hafi verið handtekinn vegna málsins en vill að svo stöddu ekki upplýsa um hvernig hann sé talinn tengjast málinu.
Svíþjóð Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira