„Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 29. janúar 2025 17:30 Sigurður Þ. Ragnarsson er betur þekktur sem Siggi Stormur. Vísir/Vilhelm Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, hefur áhyggjur af þeim mikla snjó sem hefur safnast upp í aðdraganda óveðursins sem er framundan. Á morgun taka gildi gular veðurviðvaranir víða um land, sem smám saman falla úr gildi yfir daginn. Síðan síðdegis á föstudag taka gildi viðvaranir um allt land sem standa yfir þangað til á sunnudagskvöld. Siggi Stormur fjallaði um veðrið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það væri kannski réttast að orða það þannig að landið er umlukið sól og blíðu, en það er eiginlega lognið á undan storminum“ Að sögn Sigga verður líklega vindasamt snemma í fyrramálið, en um níuleytið muni byrja að hvessa af meiri krafti og snjókoma fylgja með. „Þá er ég að tala um Faxaflóa, Reykjanesið, og vesturpart Suðurlands, einnig Snæfellsnes. Fimmtudagurinn verður mjög hvass á þessum stöðum. Það er með þessari snjókomu sem þróast í slyddu og svo rigningu þegar hitinn er orðinn nægur.“ Á föstudag má reikna með því að fólk verði aftur fyrir að finna fyrir hvassri átt á Suður- og Vesturlandi. „Mér sýnist að það verði mikið vatnsveður sem fylgi þessu á föstudag, sérsaklega seinni partinn. Þá fer að blása hressilega mjög víða um landið með miklu vatnsverði. Þá er mér hugsað til þess að það hefur snjóað mikið á suðvestantil, og reyndar er mikill snjór víða á landinu öllu. Þetta verða mjög erfiðar aðstæður fyrir vatnið að komast niður í skólplagnirnar því að það er búið að vera að ryðja upp snjóhraukum vítt og breytt um borgina og bæi. Ég sé bara til dæmis í kringum mig, þar sem ég er, þar eru miklir snjóbingir yfir öllum niðurföllum. Ég hef áhyggjur af því. Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Þarf ekki að fjarlægja þessa hóla? „Ég myndi halda að það mætti gerast strax. Það má engan tíma missa í því að þeir sem vinna hjá bæjum og borg opni þessi niðurföll, eins mörg og mögulegt er. Við höfum enn þá séns í að taka þetta áður en ballið byrjar,“ segir Siggi. „Það er svo mikill snjór í borginni sem verður allur á floti, meira og minna. Reynslan kennir okkur það að það er ekki hægt að opna öll niðurföll og það þarf bíða eftir að snjórinn bráðnar.“ Siggi segir að í dag og kvöld sé ágætis veður til að moka snjó og hvetur fólk því til að gera það sem fyrst. Að sögn Sigga verður ekkert endilega betra veður á ferðinni á laugardag. Þá verði hvassast á vesturhelmingi landsins, bæði í höfuðborginni og á Snæfellsnesi. „Það er ekkert ferðaveður. Þetta er bara þannig vindur og úrkoma að það borgar sig ekki að vera á ferðinni.“ Veður Tengdar fréttir Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Haraldur Ólafsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjómagnið sem féll um helgina líklega það mesta sem hefur fallið í vetur en ekki óeðlilegt fyrir þennan árstíma. 27. janúar 2025 10:55 Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Sjá meira
Á morgun taka gildi gular veðurviðvaranir víða um land, sem smám saman falla úr gildi yfir daginn. Síðan síðdegis á föstudag taka gildi viðvaranir um allt land sem standa yfir þangað til á sunnudagskvöld. Siggi Stormur fjallaði um veðrið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það væri kannski réttast að orða það þannig að landið er umlukið sól og blíðu, en það er eiginlega lognið á undan storminum“ Að sögn Sigga verður líklega vindasamt snemma í fyrramálið, en um níuleytið muni byrja að hvessa af meiri krafti og snjókoma fylgja með. „Þá er ég að tala um Faxaflóa, Reykjanesið, og vesturpart Suðurlands, einnig Snæfellsnes. Fimmtudagurinn verður mjög hvass á þessum stöðum. Það er með þessari snjókomu sem þróast í slyddu og svo rigningu þegar hitinn er orðinn nægur.“ Á föstudag má reikna með því að fólk verði aftur fyrir að finna fyrir hvassri átt á Suður- og Vesturlandi. „Mér sýnist að það verði mikið vatnsveður sem fylgi þessu á föstudag, sérsaklega seinni partinn. Þá fer að blása hressilega mjög víða um landið með miklu vatnsverði. Þá er mér hugsað til þess að það hefur snjóað mikið á suðvestantil, og reyndar er mikill snjór víða á landinu öllu. Þetta verða mjög erfiðar aðstæður fyrir vatnið að komast niður í skólplagnirnar því að það er búið að vera að ryðja upp snjóhraukum vítt og breytt um borgina og bæi. Ég sé bara til dæmis í kringum mig, þar sem ég er, þar eru miklir snjóbingir yfir öllum niðurföllum. Ég hef áhyggjur af því. Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Þarf ekki að fjarlægja þessa hóla? „Ég myndi halda að það mætti gerast strax. Það má engan tíma missa í því að þeir sem vinna hjá bæjum og borg opni þessi niðurföll, eins mörg og mögulegt er. Við höfum enn þá séns í að taka þetta áður en ballið byrjar,“ segir Siggi. „Það er svo mikill snjór í borginni sem verður allur á floti, meira og minna. Reynslan kennir okkur það að það er ekki hægt að opna öll niðurföll og það þarf bíða eftir að snjórinn bráðnar.“ Siggi segir að í dag og kvöld sé ágætis veður til að moka snjó og hvetur fólk því til að gera það sem fyrst. Að sögn Sigga verður ekkert endilega betra veður á ferðinni á laugardag. Þá verði hvassast á vesturhelmingi landsins, bæði í höfuðborginni og á Snæfellsnesi. „Það er ekkert ferðaveður. Þetta er bara þannig vindur og úrkoma að það borgar sig ekki að vera á ferðinni.“
Veður Tengdar fréttir Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Haraldur Ólafsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjómagnið sem féll um helgina líklega það mesta sem hefur fallið í vetur en ekki óeðlilegt fyrir þennan árstíma. 27. janúar 2025 10:55 Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Sjá meira
Snjómagnið verulegt en ekki óeðlilegt miðað við árstíma Haraldur Ólafsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir snjómagnið sem féll um helgina líklega það mesta sem hefur fallið í vetur en ekki óeðlilegt fyrir þennan árstíma. 27. janúar 2025 10:55
Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. 30. desember 2024 08:00