Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2025 14:58 Íslendingar verja miklum fjármunum í rekstur leikskóla. Vísir/Vilhelm Ísland ver hæstu hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða. Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Þetta kemur fram í í skýrslu Eurydice um gæði leikskóla í Evrópu sem er gerð á fimm ára fresti. Þar er samanburður á stöðu leikskólastigsins í 37 evrópskum löndum. Staðan er metin út frá starfsfólki, mati og eftirliti, námskrá, stjórnun og fjármögnun. Ísland með hæsta framlagið Fram kemur að Ísland og Svíþjóð verja hæsta hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða eða 1,8 og1,6 prósent. Noregur og Finnland koma þar á eftir með um 1,2 prósent af landsframleiðslu. Samanburður milli landa úr skýrslu Eurydice á hversu stór hluti landsframleiðslu fer í leikskólastigið. Ísland trónir þar hæst.Vísir Landsframleiðsla á höfðatölu er einnig með því hæsta sem gerist í Evrópu samkvæmt Eurostat. Fjárfesting í leikskólastiginu á sjö ára tímabili jókst einnig mest hér á landi á sjö ára tímabili en almennt jókst hún um 0,2 prósentustig eða meira. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur skýrslunnar segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur evrópskrar skýrslu um leikskóa segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar EvrópuþjóðirVísir „Ísland er meðal þeirra þjóða sem veitir mestu til leikskólastigsins. Almennt hafa evrópskar þjóðir verið að beina sjónum sínum meira að þætti leikskólamenntunar sem grundvallaratriði í ævilangri farsælli menntun,“ segir Hulda. Þátttaka yfir viðmiðunarmörkum á Íslandi Íslenska leikskólakerfið er með heildstæða námskrá samkvæmt skýrslunni og góða lagalega umgjörð sem kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Þá er þátttökuhlutfall barna á leikskólum hér langt yfir viðmiðunarmörkum. Hulda segir það jákvætt því sífellt fleiri rannsóknir sýni að leikskólastigið sé grunnur að farsælli menntun. „Þátttaka Íslands er langt yfir viðmiðunarmörkum hjá yngri og eldri börnum þ.e. yngri en þriggja ára og eldri,“ segir hún. Öll Norðurlöndin nema Ísland tryggja með formlegum hætti aðgengi barna að leikskóla eða dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi. Í heild tryggja aðeins sjö Evrópulönd slíkt aðgengi. Við eigum enn þá eftir að setja inn lagalegan rétt barna á þátttöku í leikskólum en á móti kemur að þátttökuhlutfall okkar er geysilega hátt,“ segir Hulda. Erfitt að fá fólk til starfa um alla Evrópu Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Þá er leikskólabörnum almennt að fækka í Evrópu samfara lægri fæðingartíðni. Svipuð þróun á sér stað hér á landi en ekki í sama mæli. Hulda segir að í skýrslunni sé bent á margar aðgerðir til að fá fólk til starfa. „Löndin fara mismunandi leiðir til að sækja starfsfólk og það er afar misjafnt hvernig menntunarkröfur eru. Sums staðar er krafist háskólamenntunar annars staðar ekki. Í skýrslunni er bent á margar leiðir og dæmi um hvernig hægt er að fá fólk til starfa. Ég hvet áhugasama til að kynna sér þær,“ segir Hulda. Leikskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í í skýrslu Eurydice um gæði leikskóla í Evrópu sem er gerð á fimm ára fresti. Þar er samanburður á stöðu leikskólastigsins í 37 evrópskum löndum. Staðan er metin út frá starfsfólki, mati og eftirliti, námskrá, stjórnun og fjármögnun. Ísland með hæsta framlagið Fram kemur að Ísland og Svíþjóð verja hæsta hlutfalli vergrar landsframleiðslu til leikskólastigsins meðal Evrópuþjóða eða 1,8 og1,6 prósent. Noregur og Finnland koma þar á eftir með um 1,2 prósent af landsframleiðslu. Samanburður milli landa úr skýrslu Eurydice á hversu stór hluti landsframleiðslu fer í leikskólastigið. Ísland trónir þar hæst.Vísir Landsframleiðsla á höfðatölu er einnig með því hæsta sem gerist í Evrópu samkvæmt Eurostat. Fjárfesting í leikskólastiginu á sjö ára tímabili jókst einnig mest hér á landi á sjö ára tímabili en almennt jókst hún um 0,2 prósentustig eða meira. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur skýrslunnar segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Hulda Herjolfsdóttir Skogland greiningasérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og meðhöfundur evrópskrar skýrslu um leikskóa segir að almennt komi Ísland mjög vel út í samanburði við aðrar EvrópuþjóðirVísir „Ísland er meðal þeirra þjóða sem veitir mestu til leikskólastigsins. Almennt hafa evrópskar þjóðir verið að beina sjónum sínum meira að þætti leikskólamenntunar sem grundvallaratriði í ævilangri farsælli menntun,“ segir Hulda. Þátttaka yfir viðmiðunarmörkum á Íslandi Íslenska leikskólakerfið er með heildstæða námskrá samkvæmt skýrslunni og góða lagalega umgjörð sem kveður á um háskólamenntun leikskólakennara. Þá er þátttökuhlutfall barna á leikskólum hér langt yfir viðmiðunarmörkum. Hulda segir það jákvætt því sífellt fleiri rannsóknir sýni að leikskólastigið sé grunnur að farsælli menntun. „Þátttaka Íslands er langt yfir viðmiðunarmörkum hjá yngri og eldri börnum þ.e. yngri en þriggja ára og eldri,“ segir hún. Öll Norðurlöndin nema Ísland tryggja með formlegum hætti aðgengi barna að leikskóla eða dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi. Í heild tryggja aðeins sjö Evrópulönd slíkt aðgengi. Við eigum enn þá eftir að setja inn lagalegan rétt barna á þátttöku í leikskólum en á móti kemur að þátttökuhlutfall okkar er geysilega hátt,“ segir Hulda. Erfitt að fá fólk til starfa um alla Evrópu Flest Evrópuríki glíma við erfiðleika við að manna leikskólastigið með hæfu starfsfólki, þar á meðal Ísland. Þá er leikskólabörnum almennt að fækka í Evrópu samfara lægri fæðingartíðni. Svipuð þróun á sér stað hér á landi en ekki í sama mæli. Hulda segir að í skýrslunni sé bent á margar aðgerðir til að fá fólk til starfa. „Löndin fara mismunandi leiðir til að sækja starfsfólk og það er afar misjafnt hvernig menntunarkröfur eru. Sums staðar er krafist háskólamenntunar annars staðar ekki. Í skýrslunni er bent á margar leiðir og dæmi um hvernig hægt er að fá fólk til starfa. Ég hvet áhugasama til að kynna sér þær,“ segir Hulda.
Leikskólar Skóla- og menntamál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira