Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2025 12:01 Hluti starfsemi Sorpu verður færð í hlutafélag. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa fallist á að tryggja að hagnaðardrifin starfsemi Sorpu verði færð í hlutafélag sem er tekjuskattsskylt. Þannig hefur ríkið skuldbundið sig til þess að hætta ríkisaðstoð við Sorpu, sem er óheimil samkvæmt EES-samningnum. Í fréttatilkynningu frá Eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu, ESA, segir að með ákvörðun stofnunarinnar í dag hafi skuldbinding Íslands verið staðfest og hún sé því bindandi. Hefur hingað til verðir undanþegin tekjuskattskyldu Í tilkynningu segir að verkefni Sorpu felist ekki eingöngu í meðhöndlun á heimilisúrgangi, af því að félagið reki einnig stórar móttöku-, förgunar- og endurvinnslustöðvar fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem Sorpa sé samvinnufélag í eigu sveitarfélaga hafi öll starfsemi félagsins hingað til verið undanþegin greiðslu tekjuskatts. Eftir viðræður við Ísland hafi ESA lagt til nokkrar aðgerðir í nóvember 2024 til að tryggja að ríkisaðstoð til Sorpu yrði afnumin, á grundvelli tillagna sem íslensk stjórnvöld hefðu sett fram. Ein slík aðgerð hafi falið í sér að hagnaðardrifin starfsemi Sorpu yrði færð í hlutafélag sem væri tekjuskattsskylt, með það að markmiði að jafna samkeppnisskilyrði og uppfylla ákvæði EES-samningsins. Lofa bót og betrun fyrir 2027 Nú hafi Ísland formlega samþykkt fyrirhugaðar aðgerðir og skuldbundið sig til þess að koma þeim til framkvæmda að fullu fyrir 1. janúar 2027. ESA hafi staðfest samþykki íslenskra stjórnvalda og umrædd úrræði séu því bindandi fyrir Ísland. Með því að gera úrræði bindandi sé áframhaldandi ríkisaðstoð sem veitt yrði í bága við framangreind úrræði eftir 1. janúar 2027, talin ný ríkisaðstoð sem kunni að vera ósamrýmanleg EES-samningnum og háð endurheimtukröfu. Sorpa Evrópusambandið Rekstur hins opinbera Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu, ESA, segir að með ákvörðun stofnunarinnar í dag hafi skuldbinding Íslands verið staðfest og hún sé því bindandi. Hefur hingað til verðir undanþegin tekjuskattskyldu Í tilkynningu segir að verkefni Sorpu felist ekki eingöngu í meðhöndlun á heimilisúrgangi, af því að félagið reki einnig stórar móttöku-, förgunar- og endurvinnslustöðvar fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem Sorpa sé samvinnufélag í eigu sveitarfélaga hafi öll starfsemi félagsins hingað til verið undanþegin greiðslu tekjuskatts. Eftir viðræður við Ísland hafi ESA lagt til nokkrar aðgerðir í nóvember 2024 til að tryggja að ríkisaðstoð til Sorpu yrði afnumin, á grundvelli tillagna sem íslensk stjórnvöld hefðu sett fram. Ein slík aðgerð hafi falið í sér að hagnaðardrifin starfsemi Sorpu yrði færð í hlutafélag sem væri tekjuskattsskylt, með það að markmiði að jafna samkeppnisskilyrði og uppfylla ákvæði EES-samningsins. Lofa bót og betrun fyrir 2027 Nú hafi Ísland formlega samþykkt fyrirhugaðar aðgerðir og skuldbundið sig til þess að koma þeim til framkvæmda að fullu fyrir 1. janúar 2027. ESA hafi staðfest samþykki íslenskra stjórnvalda og umrædd úrræði séu því bindandi fyrir Ísland. Með því að gera úrræði bindandi sé áframhaldandi ríkisaðstoð sem veitt yrði í bága við framangreind úrræði eftir 1. janúar 2027, talin ný ríkisaðstoð sem kunni að vera ósamrýmanleg EES-samningnum og háð endurheimtukröfu.
Sorpa Evrópusambandið Rekstur hins opinbera Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira