Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar 29. janúar 2025 10:33 Umhverfisráðherra Íslands sagði nýlega „það er mjög mikið í húfi fyrir raforkuöryggi í landinu og loftslagsmarkmið Íslands“ þegar hann varði áform um að flýta fyrir Hvammsvirkjun. En er Hvammsvirkjun í takt við loftslagsmarkmið okkar, eða vinnur hún gegn þeim? Áður en lengra er haldið þá er rétt að minnast á það að landsmenn eru ekki að verða fyrir raforkuskorti og Hvammsvirkjun snýst um að skapa orku fyrir iðnaðartækifæri. Vandamálið við nálgun Íslands á loftslagsmál Ísland hefur lengi verið leiðandi í endurnýjanlegri orku, en Parísarsamkomulagið setur landið í ósanngjarna stöðu. Ólíkt Kýótó-bókuninni, þar sem Ísland fékk undanþágur fyrir forystu sína í hreinni orku, eru öll lönd undir Parísarsamkomulaginu meðhöndluð eins, óháð þeirra einstöku aðstæðum. Þetta gerir það að verkum að kolefnisspor Íslands er misvísandi. Það endurspeglar ekki raunverulega neyslu Íslendinga, heldur losun frá framleiðslu sem nýtist öðrum löndum. Til dæmis er álframleiðsla—sem er nauðsynleg fyrir bíla, flugvélar og aðra tækni—framleidd með hreinni orku hér á landi. Ef hún væri framleidd annars staðar, með kolum, væri losunin margfalt meiri. Samkvæmt núverandi reglum er þessi losun hins vegar reiknuð Íslandi til tekna, þó að vörurnar séu framleiddar fyrir önnur lönd. Þetta gerir t.d. það að verkum að kolefnisspor Íslands per íbúa er skráð sem 9,55 tonn á móti 4,59 tonnum í Danmörku. Ísland er því að taka á sig byrðina fyrir önnur lönd og stuðla að hreinni framleiðslu á heimsvísu—án þess að fá viðurkenningu fyrir það. Af hverju fengum við þá ekki undanþáguna? Svo vitnað sé í fyrrverandi umhverfisráðherra á þeim tíma: “þá væri ekki góður svipur á því fyrir ríka þjóð að vera að óska eftir undanþágum í þessu efni”. Þá sagði ráðherra einnig að það væru: “hagsmunir allra, ekki síst íslenskrar náttúru og ímyndar Íslands, að fara úr því umhverfi að vera að sækja um sérstaka undanþágu.” Það er því grátbroslegt að þetta verði til þess að stærsta laxastofni landsins yrði fórnað á altari svo ímynd landsins væri flott þegar pennastrikið var ennþá blautt. Hvammsvirkjun: stangast á við loftslagsmarkmið Íslands Hvammsvirkjun er kynnt sem nauðsynleg fyrir loftslagsmarkmið Íslands, en sú röksemd er ekki sannfærandi. Virkjunin mun ekki skipta út jarðefnaeldsneyti, heldur framleiða orku fyrir nýjar iðnaðargreinar á meðan hún ógnar stærsta villta laxastofni Íslands í Þjórsá. Villtur lax er lykiltegund í vistkerfum Íslands. Hvammsvirkjun myndi trufla hrygningarsvæði þeirra, skaða árkerfið og setja stofninn í hættu. Þetta stangast á við Parísarsamkomulagið, sem leggur áherslu á að loftslagsaðgerðir eigi að virða, efla og vernda heilleika allra vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni. Þetta þýðir að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, eins og bygging Hvammsvirkjunar, ættu ekki að ógna vistkerfum eins og hrygningarsvæðum villtra laxa í Þjórsá. Að fórna laxastofnum fyrir orkuvinnslu er því í beinni mótsögn við skuldbindingar Íslands. Betri leið fram á við Ef Ísland vill halda forystu sinni í loftslagsmálum verður m.a. að endurskoða orkunýtingu, þ.e. leggja áherslu á að styðja við iðnað sem samræmist loftslagsmarkmiðum og krefjast réttlátari kolefnisbókhaldsreglna, sem refsa Íslandi ekki fyrir að framleiða nauðsynlegar vörur með sjálfbærum hætti á heimsvísu. Loftslagsmarkmið Íslands eru ekki í húfi þó Hvammsvirkjun fái ekki framgang, heldur þvert á móti eru þau virt. Við skulum hætta að fórna náttúrunni undir fölsku flaggi loftslagsaðgerða. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra Íslands sagði nýlega „það er mjög mikið í húfi fyrir raforkuöryggi í landinu og loftslagsmarkmið Íslands“ þegar hann varði áform um að flýta fyrir Hvammsvirkjun. En er Hvammsvirkjun í takt við loftslagsmarkmið okkar, eða vinnur hún gegn þeim? Áður en lengra er haldið þá er rétt að minnast á það að landsmenn eru ekki að verða fyrir raforkuskorti og Hvammsvirkjun snýst um að skapa orku fyrir iðnaðartækifæri. Vandamálið við nálgun Íslands á loftslagsmál Ísland hefur lengi verið leiðandi í endurnýjanlegri orku, en Parísarsamkomulagið setur landið í ósanngjarna stöðu. Ólíkt Kýótó-bókuninni, þar sem Ísland fékk undanþágur fyrir forystu sína í hreinni orku, eru öll lönd undir Parísarsamkomulaginu meðhöndluð eins, óháð þeirra einstöku aðstæðum. Þetta gerir það að verkum að kolefnisspor Íslands er misvísandi. Það endurspeglar ekki raunverulega neyslu Íslendinga, heldur losun frá framleiðslu sem nýtist öðrum löndum. Til dæmis er álframleiðsla—sem er nauðsynleg fyrir bíla, flugvélar og aðra tækni—framleidd með hreinni orku hér á landi. Ef hún væri framleidd annars staðar, með kolum, væri losunin margfalt meiri. Samkvæmt núverandi reglum er þessi losun hins vegar reiknuð Íslandi til tekna, þó að vörurnar séu framleiddar fyrir önnur lönd. Þetta gerir t.d. það að verkum að kolefnisspor Íslands per íbúa er skráð sem 9,55 tonn á móti 4,59 tonnum í Danmörku. Ísland er því að taka á sig byrðina fyrir önnur lönd og stuðla að hreinni framleiðslu á heimsvísu—án þess að fá viðurkenningu fyrir það. Af hverju fengum við þá ekki undanþáguna? Svo vitnað sé í fyrrverandi umhverfisráðherra á þeim tíma: “þá væri ekki góður svipur á því fyrir ríka þjóð að vera að óska eftir undanþágum í þessu efni”. Þá sagði ráðherra einnig að það væru: “hagsmunir allra, ekki síst íslenskrar náttúru og ímyndar Íslands, að fara úr því umhverfi að vera að sækja um sérstaka undanþágu.” Það er því grátbroslegt að þetta verði til þess að stærsta laxastofni landsins yrði fórnað á altari svo ímynd landsins væri flott þegar pennastrikið var ennþá blautt. Hvammsvirkjun: stangast á við loftslagsmarkmið Íslands Hvammsvirkjun er kynnt sem nauðsynleg fyrir loftslagsmarkmið Íslands, en sú röksemd er ekki sannfærandi. Virkjunin mun ekki skipta út jarðefnaeldsneyti, heldur framleiða orku fyrir nýjar iðnaðargreinar á meðan hún ógnar stærsta villta laxastofni Íslands í Þjórsá. Villtur lax er lykiltegund í vistkerfum Íslands. Hvammsvirkjun myndi trufla hrygningarsvæði þeirra, skaða árkerfið og setja stofninn í hættu. Þetta stangast á við Parísarsamkomulagið, sem leggur áherslu á að loftslagsaðgerðir eigi að virða, efla og vernda heilleika allra vistkerfa og líffræðilegrar fjölbreytni. Þetta þýðir að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, eins og bygging Hvammsvirkjunar, ættu ekki að ógna vistkerfum eins og hrygningarsvæðum villtra laxa í Þjórsá. Að fórna laxastofnum fyrir orkuvinnslu er því í beinni mótsögn við skuldbindingar Íslands. Betri leið fram á við Ef Ísland vill halda forystu sinni í loftslagsmálum verður m.a. að endurskoða orkunýtingu, þ.e. leggja áherslu á að styðja við iðnað sem samræmist loftslagsmarkmiðum og krefjast réttlátari kolefnisbókhaldsreglna, sem refsa Íslandi ekki fyrir að framleiða nauðsynlegar vörur með sjálfbærum hætti á heimsvísu. Loftslagsmarkmið Íslands eru ekki í húfi þó Hvammsvirkjun fái ekki framgang, heldur þvert á móti eru þau virt. Við skulum hætta að fórna náttúrunni undir fölsku flaggi loftslagsaðgerða. Höfundur er lögfræðingur.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun