Strunsaði út af æfingu og félagið setur hann aftur í milljónabann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 09:00 Jimmy Butler er áfram í stríði við forráðamenn Miami Heat en hann vill losna frá félaginu. Getty/Megan Briggs Sápuóperan í kringum súperstjörnuna Jimmy Butler heldur áfram en hann vill ólmur losna frá Miami Heat og komast í nýtt lið í NBA deildinni í körfubolta. Nýjasta uppákoman var í gær þegar Butler gekk út úr salnum á miðri skotæfingu liðsins. Í framhaldinu setti Miami Heat leikmanninn í ótímabundið bann sem verður þó að lágmarki fimm leikir. Hann missir um leið launin sín á þessum tíma sem eru engir smáaurar. Þetta er í þriðja skiptið sem Miami setur Butler í bann á síðustu vikum. Nýjast bannið nær að minnsta kosti fram yfir það að leikmannaglugginn lokar en félög geta bara skipst á leikmönnum til 6. febrúar næstkomandi. Butler vill komast til annars félags og þar sem að hann er á samning þá er eina leiðin að Miami Heat finni félag sem er til í að skipta á leikmönnum. Jimmy Butler walked out of Heat shootaround this morning after being informed the team is planning not to start him -- with Haywood Highsmith starting -- moving forward, sources tell ESPN. https://t.co/8I31eT524l— Shams Charania (@ShamsCharania) January 27, 2025 Heat ætlaði að taka Butler út úr byrjunarliðinu fyrir Haywood Highsmith og Butler brást við þeim fréttum með því að ganga út. Hann segist ekki hafa lengur ánægju af því að spila fyrir Miami Heat en Butler hefur lengi verið talinn vera í hópi bestu leikmanna deildarinnar. Í vetur er hann með 17,0 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Miami Heat segir að bannið komi til vegna þess að leikmaðurinn ber ekki virðingu fyrir reglum liðsins og að hegðun hans sé skaðleg fyrir liðið. Nýjasta bannið mun kosta Butler að minnsta kostið 532 þúsund dollara eða rúmar 74 milljónir króna. Án hans tókst liðinu að koma til baka og vinna upp fjórtán stiga forystu í sigri á Orlando Magic í nótt en leikurinn var tvíframlengdur. The Miami Heat told Jimmy Butler they’re starting this guy over him and he walked out of practice 😂😂😂 pic.twitter.com/EcLJiuPPR5— BricksCenter (@BricksCenter) January 27, 2025 NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Nýjasta uppákoman var í gær þegar Butler gekk út úr salnum á miðri skotæfingu liðsins. Í framhaldinu setti Miami Heat leikmanninn í ótímabundið bann sem verður þó að lágmarki fimm leikir. Hann missir um leið launin sín á þessum tíma sem eru engir smáaurar. Þetta er í þriðja skiptið sem Miami setur Butler í bann á síðustu vikum. Nýjast bannið nær að minnsta kosti fram yfir það að leikmannaglugginn lokar en félög geta bara skipst á leikmönnum til 6. febrúar næstkomandi. Butler vill komast til annars félags og þar sem að hann er á samning þá er eina leiðin að Miami Heat finni félag sem er til í að skipta á leikmönnum. Jimmy Butler walked out of Heat shootaround this morning after being informed the team is planning not to start him -- with Haywood Highsmith starting -- moving forward, sources tell ESPN. https://t.co/8I31eT524l— Shams Charania (@ShamsCharania) January 27, 2025 Heat ætlaði að taka Butler út úr byrjunarliðinu fyrir Haywood Highsmith og Butler brást við þeim fréttum með því að ganga út. Hann segist ekki hafa lengur ánægju af því að spila fyrir Miami Heat en Butler hefur lengi verið talinn vera í hópi bestu leikmanna deildarinnar. Í vetur er hann með 17,0 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Miami Heat segir að bannið komi til vegna þess að leikmaðurinn ber ekki virðingu fyrir reglum liðsins og að hegðun hans sé skaðleg fyrir liðið. Nýjasta bannið mun kosta Butler að minnsta kostið 532 þúsund dollara eða rúmar 74 milljónir króna. Án hans tókst liðinu að koma til baka og vinna upp fjórtán stiga forystu í sigri á Orlando Magic í nótt en leikurinn var tvíframlengdur. The Miami Heat told Jimmy Butler they’re starting this guy over him and he walked out of practice 😂😂😂 pic.twitter.com/EcLJiuPPR5— BricksCenter (@BricksCenter) January 27, 2025
NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira