Búið er að láta ástvini viðkomandi vita.
Hamas-liðar hafa nú þegar látið sjö konur lausar gegn lausn 290 Palestínumanna sem hafa verið í haldi í Ísrael. Þrír verða látnir lausir á fimmtudag og þrír á laugardag. Ísraelsmenn telja að af þeim 87 gíslum sem enn séu í haldi séu 34 látnir.
Ekki hefur verið gefið upp hvernig dauða viðkomandi bar að en vitað er að Hamas-liðar höfðu lík á brott með sér eftir árásir sínar á byggðir Ísraelsmanna 7. október 2023 og þá hafa gíslar einnig verið drepnir síðan þá.
Talsmenn Ísrael sögðust á laugardag hafa verulegar áhyggjur af velferð þriggja gísla; Shiri Bibas, 33 ára, og sona hennar sem eru fimm ára og tveggja ára. Hamas-liðar gáfu út árið 2023 að fjölskyldna hefði látist í loftárásum Ísraelsmanna en stjórnvöld í Ísrael hafa sagt að þau verði meðal þeirra sem verða látnir lausir í fyrsta fasa vopnahlésins.