Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 09:31 Þarf íslenska liðið að spila hraðari bolta? Tölfræðin sýnir að Ísland var í hópi þeirra þjóða sem náðu fæstum sóknum að meðaltali í leik. Vísir/Vlhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta sat eftir í milliriðlum á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir fimm sigra í sex leikjum. Nú leita margir skýringa og tölfræðin gefur vissulega ákveðna mynd. Það er þó sérstaklega einn tölfræðilisti sem er meira sláandi en hinir. Alþjóða handboltasambandið tekur saman ítarlega tölfræði á mótinu og meðal annars eru taldar sóknir allra liðanna. Þar kemur íslenska liðið ekki vel út þegar litið er á fjölda sókna. Í tölfræði IHF eru aðeins tvær þjóðir sem hafa spilað hægari bolta til þessa í mótinu, það er eru með færri sóknir að meðaltali í leik. Íslenska landsliðið er nefnilega í 30. sæti af 32 liðum yfir flestar sóknir að meðaltali í leik. Íslenska liðið spilaði 318 sóknir í leikjunum sex eða 53 að meðaltali í leik. Austurríkismenn spiluðu 51,3 sóknir í leik og neðstir eru Tékkar með 50,5 sóknir að meðaltali í leik. Það var vissulega spilað frekar hægt í riðli Íslands því Króatar eru í 26. sæti, Slóvenar í 28. sæti og Egyptar eru í sæti á undan Íslandi, í 29. sætinu. Íslenska liðið spilaði samt hægast af þeim öllum. Gínea er í efsta sætinu með 60,3 sóknir í leik en af þeim þjóðum sem voru í keppni um sæti í átta liða úrslitunum eru Portúgalar efstir með 58,7 sóknir í leik. Á eftir þeim komu síðan Svíar, Frakkar og Danir. Aðalástæðan fyrir því hversu sláandi þessi tölfræði er má rekja til hvernig þjálfari Snorri Steinn Guðjónsson var með Val. Valslðið keyrði nefnilega upp hraðann í sínum leikjum eins og enginn væri morgundagurinn. Það breyttist heldur ekki þegar liðið mætti á stóra sviðið í Evrópudeildinni. Hann hélt áfram að keyra á mótherjana. Þegar Snorri tók við íslenska landsliðinu þá talaði hann líka um að losa handbremsuna. Íslenska liðið spilaði hraðan handbolta í fyrstu leikjunum undir hans stjórn en síðan er eins og það hafi smá saman hægt og hægst á liðinu. Hvort þetta sé komið til að vera verður að koma í ljós en það vantaði bara svo ofboðslega lítið upp á að íslenska liðið færi lengra í keppninni. Hér fyrir neðan má sjá allan listann hjá IHF. IHF HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira
Alþjóða handboltasambandið tekur saman ítarlega tölfræði á mótinu og meðal annars eru taldar sóknir allra liðanna. Þar kemur íslenska liðið ekki vel út þegar litið er á fjölda sókna. Í tölfræði IHF eru aðeins tvær þjóðir sem hafa spilað hægari bolta til þessa í mótinu, það er eru með færri sóknir að meðaltali í leik. Íslenska landsliðið er nefnilega í 30. sæti af 32 liðum yfir flestar sóknir að meðaltali í leik. Íslenska liðið spilaði 318 sóknir í leikjunum sex eða 53 að meðaltali í leik. Austurríkismenn spiluðu 51,3 sóknir í leik og neðstir eru Tékkar með 50,5 sóknir að meðaltali í leik. Það var vissulega spilað frekar hægt í riðli Íslands því Króatar eru í 26. sæti, Slóvenar í 28. sæti og Egyptar eru í sæti á undan Íslandi, í 29. sætinu. Íslenska liðið spilaði samt hægast af þeim öllum. Gínea er í efsta sætinu með 60,3 sóknir í leik en af þeim þjóðum sem voru í keppni um sæti í átta liða úrslitunum eru Portúgalar efstir með 58,7 sóknir í leik. Á eftir þeim komu síðan Svíar, Frakkar og Danir. Aðalástæðan fyrir því hversu sláandi þessi tölfræði er má rekja til hvernig þjálfari Snorri Steinn Guðjónsson var með Val. Valslðið keyrði nefnilega upp hraðann í sínum leikjum eins og enginn væri morgundagurinn. Það breyttist heldur ekki þegar liðið mætti á stóra sviðið í Evrópudeildinni. Hann hélt áfram að keyra á mótherjana. Þegar Snorri tók við íslenska landsliðinu þá talaði hann líka um að losa handbremsuna. Íslenska liðið spilaði hraðan handbolta í fyrstu leikjunum undir hans stjórn en síðan er eins og það hafi smá saman hægt og hægst á liðinu. Hvort þetta sé komið til að vera verður að koma í ljós en það vantaði bara svo ofboðslega lítið upp á að íslenska liðið færi lengra í keppninni. Hér fyrir neðan má sjá allan listann hjá IHF. IHF
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Sjá meira