Litla dóttirin náði besta árangrinum af íslensku stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 08:02 Bergrós Björnsdóttir er hér í miðjunni með samherjum sínum Reese Littlewood og Lucy Mcgonigle. @lucymcgonigle.cf Ísland átti fjóra flotta keppendur í liðakeppni Wodapalooza CrossFit stórmótsins sem fór fram í Miami um helgina. Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir fengu auðvitað mikla athygli enda að keppa saman í fyrsta sinn í liðakeppni. Þær voru allar að koma til baka eftir meiðsli eða barnsburð og stefnan var meira sett á að hafa gaman saman en að reyna að vinna mótið. Svo fór að lið dætranna frá Íslandi endaði í sautjánda sæti á mótinu en þátttökuliðin voru alls fjörutíu. Þær náðu tvisvar einu af tíu bestu sætunum en besti árangur liðsins í einni grein var fimmta sætið. Það var aftur á móti litla dóttirin í keppninni sem náði besta árangrinum af íslensku stelpunum. Hin stórnefnilega Bergrós Björnsdóttir náði tólfta sætinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“. Ekkert smá nafn og enginn smá árangur. Þær náðu tvisvar inn á topp fimm í keppninni og urðu í öðru sæti einni greininni. Reese Littlewood var fyrirliði liðsins en auk Bergrósar þá var Lucy Mcgonigle einnig í liðinu. Bergrós keppti fyrir hönd CrossFit Selfoss. Allar hafa þær verið að keppa við hverja aðra í unglingaflokknum síðustu ár og þær settu líka met með því að vera með yngsta liðið í sögu Wodapalooza. Þessar þrjár eiga framtíðina fyrir sér og þær ætlar sér greinilega stærri hluti í framtíðinni. „Árið 2027 verður okkar ár,“ skrifaði Lucy Mcgonigle á samfélagsmiðla og birti mynd af þeim þremur saman. Hér má sjá viðtal við stelpurnar sem Talking Elite Fitness tók í miðri keppninni. View this post on Instagram A post shared by Lucy McGonigle (@lucymcgonigle.cf) CrossFit Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir fengu auðvitað mikla athygli enda að keppa saman í fyrsta sinn í liðakeppni. Þær voru allar að koma til baka eftir meiðsli eða barnsburð og stefnan var meira sett á að hafa gaman saman en að reyna að vinna mótið. Svo fór að lið dætranna frá Íslandi endaði í sautjánda sæti á mótinu en þátttökuliðin voru alls fjörutíu. Þær náðu tvisvar einu af tíu bestu sætunum en besti árangur liðsins í einni grein var fimmta sætið. Það var aftur á móti litla dóttirin í keppninni sem náði besta árangrinum af íslensku stelpunum. Hin stórnefnilega Bergrós Björnsdóttir náði tólfta sætinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“. Ekkert smá nafn og enginn smá árangur. Þær náðu tvisvar inn á topp fimm í keppninni og urðu í öðru sæti einni greininni. Reese Littlewood var fyrirliði liðsins en auk Bergrósar þá var Lucy Mcgonigle einnig í liðinu. Bergrós keppti fyrir hönd CrossFit Selfoss. Allar hafa þær verið að keppa við hverja aðra í unglingaflokknum síðustu ár og þær settu líka met með því að vera með yngsta liðið í sögu Wodapalooza. Þessar þrjár eiga framtíðina fyrir sér og þær ætlar sér greinilega stærri hluti í framtíðinni. „Árið 2027 verður okkar ár,“ skrifaði Lucy Mcgonigle á samfélagsmiðla og birti mynd af þeim þremur saman. Hér má sjá viðtal við stelpurnar sem Talking Elite Fitness tók í miðri keppninni. View this post on Instagram A post shared by Lucy McGonigle (@lucymcgonigle.cf)
CrossFit Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira