Litla dóttirin náði besta árangrinum af íslensku stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 08:02 Bergrós Björnsdóttir er hér í miðjunni með samherjum sínum Reese Littlewood og Lucy Mcgonigle. @lucymcgonigle.cf Ísland átti fjóra flotta keppendur í liðakeppni Wodapalooza CrossFit stórmótsins sem fór fram í Miami um helgina. Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir fengu auðvitað mikla athygli enda að keppa saman í fyrsta sinn í liðakeppni. Þær voru allar að koma til baka eftir meiðsli eða barnsburð og stefnan var meira sett á að hafa gaman saman en að reyna að vinna mótið. Svo fór að lið dætranna frá Íslandi endaði í sautjánda sæti á mótinu en þátttökuliðin voru alls fjörutíu. Þær náðu tvisvar einu af tíu bestu sætunum en besti árangur liðsins í einni grein var fimmta sætið. Það var aftur á móti litla dóttirin í keppninni sem náði besta árangrinum af íslensku stelpunum. Hin stórnefnilega Bergrós Björnsdóttir náði tólfta sætinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“. Ekkert smá nafn og enginn smá árangur. Þær náðu tvisvar inn á topp fimm í keppninni og urðu í öðru sæti einni greininni. Reese Littlewood var fyrirliði liðsins en auk Bergrósar þá var Lucy Mcgonigle einnig í liðinu. Bergrós keppti fyrir hönd CrossFit Selfoss. Allar hafa þær verið að keppa við hverja aðra í unglingaflokknum síðustu ár og þær settu líka met með því að vera með yngsta liðið í sögu Wodapalooza. Þessar þrjár eiga framtíðina fyrir sér og þær ætlar sér greinilega stærri hluti í framtíðinni. „Árið 2027 verður okkar ár,“ skrifaði Lucy Mcgonigle á samfélagsmiðla og birti mynd af þeim þremur saman. Hér má sjá viðtal við stelpurnar sem Talking Elite Fitness tók í miðri keppninni. View this post on Instagram A post shared by Lucy McGonigle (@lucymcgonigle.cf) CrossFit Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Sjá meira
Goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir fengu auðvitað mikla athygli enda að keppa saman í fyrsta sinn í liðakeppni. Þær voru allar að koma til baka eftir meiðsli eða barnsburð og stefnan var meira sett á að hafa gaman saman en að reyna að vinna mótið. Svo fór að lið dætranna frá Íslandi endaði í sautjánda sæti á mótinu en þátttökuliðin voru alls fjörutíu. Þær náðu tvisvar einu af tíu bestu sætunum en besti árangur liðsins í einni grein var fimmta sætið. Það var aftur á móti litla dóttirin í keppninni sem náði besta árangrinum af íslensku stelpunum. Hin stórnefnilega Bergrós Björnsdóttir náði tólfta sætinu með liði sínu „LittleMcDottir Coming In Hotter“. Ekkert smá nafn og enginn smá árangur. Þær náðu tvisvar inn á topp fimm í keppninni og urðu í öðru sæti einni greininni. Reese Littlewood var fyrirliði liðsins en auk Bergrósar þá var Lucy Mcgonigle einnig í liðinu. Bergrós keppti fyrir hönd CrossFit Selfoss. Allar hafa þær verið að keppa við hverja aðra í unglingaflokknum síðustu ár og þær settu líka met með því að vera með yngsta liðið í sögu Wodapalooza. Þessar þrjár eiga framtíðina fyrir sér og þær ætlar sér greinilega stærri hluti í framtíðinni. „Árið 2027 verður okkar ár,“ skrifaði Lucy Mcgonigle á samfélagsmiðla og birti mynd af þeim þremur saman. Hér má sjá viðtal við stelpurnar sem Talking Elite Fitness tók í miðri keppninni. View this post on Instagram A post shared by Lucy McGonigle (@lucymcgonigle.cf)
CrossFit Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Sjá meira