Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2025 23:24 Skipið liggur nú við ankeri undan Karlskrona í Svíþjóð. EPA/JOHAN NILSSON Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins komu í gær að þremur skipum sem fluttu farm frá Rússlandi nálægt stað þar sem enn einn sæstrengurinn fór í sundur á Eystrasalti. Sænskir saksóknarar segja að eitt skipanna hafi verið kyrrsett en öll þrjú skipin eru til rannsóknar. Þetta var í fyrsta sinn sem viðbragðsteymi NATO á Eystrasalti bregst við meintu skemmdarverki á sæstrengjum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Teymið var myndað eftir skemmdarverk á nokkrum strengjum á svæðinu á undanförnum mánuðum. Spjótin hafa beinst að Rússum vegna þessara skemmdarverka. Sjá einnig: Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Sæstrengurinn sem skemmdist í gær liggur milli Lettlands og Svíþjóðar og er hann talinn hafa verið skemmdur undan ströndum Gotlands. Þetta var í sjötta sinn sem skemmdir eru unnar á sæstreng eða leiðslu á Eystrasalti á undanförnum tveimur árum, samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands. SVT segir að skipið sem búið er að kyrrsetja beri nafnið Vezhen og að það sé skráð á Möltu en rekið af búlgörsku félagi. Því var siglt úr höfn í Rússlandi 24. janúar og sýna gögn úr staðsetningartækjum að það var nálægst sæstrengnum þegar bilunin kom upp. Myndir sem teknar voru af skipinu sýna einnig að ankeri þess er skemmt en þessar skemmdir voru ekki sýnilegar á myndum sem teknar voru þann 15. desember. Skemmdir eru sýnilegar á öðru ankeri Vezhen.EPA/JOHAN NILSSON Skipinu var fylgt til hafnar í Svíþjóð og hefur nú veri kyrrsett. SVT hefur eftir eiganda skipsins að vopnaðir menn hafi farið um borð í skipið og að þeir hafi sýnt ógnandi hegðun. Nú sé málið til rannsóknar en hann segist sannfærður um að um slys sé að ræða. Ankerið hafi einfaldlega losnað í slæmu veðri. Yfirvöld í Svíþjóð þurfi að sanna að um viljaverk hafi verið að ræða. Annað skipið sem er kyrrsett Fyrr í mánuðinum lögðu Finnar hald á olíuflutningaskip sem einnig er talið að hafi verið notað til að skemma sæstrengi á Eystrasalti. Það skip var einnig talið tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa en slík skip nota Rússar til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lítið vilja tjá sig um málið í dag en þeir segja rannsókn yfirstandandi og að hún muni taka tíma. Þeir segja hald hafa verið lagt á skipið til að tryggja sönnunargögn. Svíþjóð Lettland NATO Rússland Sæstrengir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem viðbragðsteymi NATO á Eystrasalti bregst við meintu skemmdarverki á sæstrengjum, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Teymið var myndað eftir skemmdarverk á nokkrum strengjum á svæðinu á undanförnum mánuðum. Spjótin hafa beinst að Rússum vegna þessara skemmdarverka. Sjá einnig: Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Sæstrengurinn sem skemmdist í gær liggur milli Lettlands og Svíþjóðar og er hann talinn hafa verið skemmdur undan ströndum Gotlands. Þetta var í sjötta sinn sem skemmdir eru unnar á sæstreng eða leiðslu á Eystrasalti á undanförnum tveimur árum, samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands. SVT segir að skipið sem búið er að kyrrsetja beri nafnið Vezhen og að það sé skráð á Möltu en rekið af búlgörsku félagi. Því var siglt úr höfn í Rússlandi 24. janúar og sýna gögn úr staðsetningartækjum að það var nálægst sæstrengnum þegar bilunin kom upp. Myndir sem teknar voru af skipinu sýna einnig að ankeri þess er skemmt en þessar skemmdir voru ekki sýnilegar á myndum sem teknar voru þann 15. desember. Skemmdir eru sýnilegar á öðru ankeri Vezhen.EPA/JOHAN NILSSON Skipinu var fylgt til hafnar í Svíþjóð og hefur nú veri kyrrsett. SVT hefur eftir eiganda skipsins að vopnaðir menn hafi farið um borð í skipið og að þeir hafi sýnt ógnandi hegðun. Nú sé málið til rannsóknar en hann segist sannfærður um að um slys sé að ræða. Ankerið hafi einfaldlega losnað í slæmu veðri. Yfirvöld í Svíþjóð þurfi að sanna að um viljaverk hafi verið að ræða. Annað skipið sem er kyrrsett Fyrr í mánuðinum lögðu Finnar hald á olíuflutningaskip sem einnig er talið að hafi verið notað til að skemma sæstrengi á Eystrasalti. Það skip var einnig talið tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa en slík skip nota Rússar til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lítið vilja tjá sig um málið í dag en þeir segja rannsókn yfirstandandi og að hún muni taka tíma. Þeir segja hald hafa verið lagt á skipið til að tryggja sönnunargögn.
Svíþjóð Lettland NATO Rússland Sæstrengir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira