Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. janúar 2025 16:01 Blake Lively og Justin Baldoni á setti myndarinnar It ends with us. Jose Perez/Bauer-Griffin/GC Images Myndefni af þeim Justin Baldoni og Blake Lively á setti kvikmyndarinnar It Ends With Us sýnir fram á nauðsyn þess að svokallaðir nándarráðgjafar starfi á kvikmyndasettum. Þetta segir nándarráðgjafinn Ita O'Brien sem er frumkvöðull á þessu sviði. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Lively sakað Baldoni um kynferðislega áreitni og ætlar að stefna honum vegna þessa, sem og fyrir það sem hún kallar áróðursherferð hans gegn sér. Þá hefur Baldoni sjálfur stefnt Lively fyrir það sem hann kallar ófrægingarherferð og kúgunartilburði. Baldoni birti svo myndband af setti í síðustu viku þar sem má sjá þau vangadansa í rómantísku myndinni. Hann segir myndbandið styðja hans frásögn en Lively segir hið gagnstæða. „Dans getur algjörlega verið náinn og það á að vera sjálfsagt mál að vera með nándarráðgjafa á setti,“ segir Ita O'Brien í samtali við breska miðilinn. Nándarráðgjafar vinna með leikurum í rómantískum senum og í kynferðislegum senum. Hlutverk þeirra að sögn O'Brien er að tryggja að öllum aðilum máls lýði vel og að gera sér grein fyrir mögulegri valdadýnamík á settinu. Þannig hefur Lively bent á að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Það hafi sett hana í óþægilega aðstöðu í hvert einasta skipti sem þau hafi tekið upp rómantísk atriði. Myndbandið af setti má horfa á hér fyrir neðan. Segir valdaójafnvægið augljóst Þá ræðir Guardian við fleiri nándarráðgjafa vegna málsins. Einn þeirra Arielle Zadok segir augljóst á myndefninu að þau Baldoni og Lively hafi verið að rökræða sín á milli um atriðið á meðan þau léku það. Með nándarráðgjafa hefði það allt saman verið ákveðið fyrirfram. „Í þessu tilviki hefði ég átt samræður við Blake til þess að athuga hvað væri í gangi, biðja leikstjórann svo um nánari útskýringar á atriðinu og ganga úr skugga um að allt sé á hreinu og að öllum líði vel áður en tökur halda áfram.“ Arielle segir alveg ljóst að það feli í sér valdaójafnvægi að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Þá er haft eftir O'Brien að hún hvetji leikara til þess að skilja allt eftir úr persónulega lífinu á setti, þeir megi aldrei rugla þesssu tvennu saman. Vinna nándarráðgjafa hefjist um leið og leikhópurinn lesi handritið. „Frá þeim samræðum þá ræðum við nándina og líkamlegu snertinguna. Við fáum leikstjórann alltaf til þess að hugsa um hvað það er nákvæmlega sem þeir vilja ná fram. Við fáum þannig samþykki fyrir hverju einasta skrefi, hvort sem það eru leikarar að leiðast, hönd á háls eða fingur í gegnum hár einhvers.“ Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Lively sakað Baldoni um kynferðislega áreitni og ætlar að stefna honum vegna þessa, sem og fyrir það sem hún kallar áróðursherferð hans gegn sér. Þá hefur Baldoni sjálfur stefnt Lively fyrir það sem hann kallar ófrægingarherferð og kúgunartilburði. Baldoni birti svo myndband af setti í síðustu viku þar sem má sjá þau vangadansa í rómantísku myndinni. Hann segir myndbandið styðja hans frásögn en Lively segir hið gagnstæða. „Dans getur algjörlega verið náinn og það á að vera sjálfsagt mál að vera með nándarráðgjafa á setti,“ segir Ita O'Brien í samtali við breska miðilinn. Nándarráðgjafar vinna með leikurum í rómantískum senum og í kynferðislegum senum. Hlutverk þeirra að sögn O'Brien er að tryggja að öllum aðilum máls lýði vel og að gera sér grein fyrir mögulegri valdadýnamík á settinu. Þannig hefur Lively bent á að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Það hafi sett hana í óþægilega aðstöðu í hvert einasta skipti sem þau hafi tekið upp rómantísk atriði. Myndbandið af setti má horfa á hér fyrir neðan. Segir valdaójafnvægið augljóst Þá ræðir Guardian við fleiri nándarráðgjafa vegna málsins. Einn þeirra Arielle Zadok segir augljóst á myndefninu að þau Baldoni og Lively hafi verið að rökræða sín á milli um atriðið á meðan þau léku það. Með nándarráðgjafa hefði það allt saman verið ákveðið fyrirfram. „Í þessu tilviki hefði ég átt samræður við Blake til þess að athuga hvað væri í gangi, biðja leikstjórann svo um nánari útskýringar á atriðinu og ganga úr skugga um að allt sé á hreinu og að öllum líði vel áður en tökur halda áfram.“ Arielle segir alveg ljóst að það feli í sér valdaójafnvægi að Baldoni hafi verið leikstjóri myndarinnar. Þá er haft eftir O'Brien að hún hvetji leikara til þess að skilja allt eftir úr persónulega lífinu á setti, þeir megi aldrei rugla þesssu tvennu saman. Vinna nándarráðgjafa hefjist um leið og leikhópurinn lesi handritið. „Frá þeim samræðum þá ræðum við nándina og líkamlegu snertinguna. Við fáum leikstjórann alltaf til þess að hugsa um hvað það er nákvæmlega sem þeir vilja ná fram. Við fáum þannig samþykki fyrir hverju einasta skrefi, hvort sem það eru leikarar að leiðast, hönd á háls eða fingur í gegnum hár einhvers.“
Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira