Innlent

Neitaði að yfir­gefa öldur­hús og sparkaði í lög­reglu­mann

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Það virðist hafa verið fremur rólegt á vaktinni í nótt.
Það virðist hafa verið fremur rólegt á vaktinni í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla var tvívegis kölluð til í gærkvöldi og nótt vegna einstaklinga sem voru til vandræða. Í öðru tilvikinu var um að ræða þrjá sem voru „með almenn leiðindi“ við aðra farþega í strætó og var þeim vísað út.

Í hinu tilvikinu var um að ræða ofurölvi einstakling sem var til vandræða á bar í miðborginni. Fékk hann skýr fyrirmæli um að yfirgefa staðinn en neitaði og endaði á því að sparka í lögreglumann.

Var viðkomandi handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Altjón varð á mannlausri bifreið í Kópavogi þegar eldur kom upp í bílnum. Eldurinn var slökktur af slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Einn var stöðvaður í umferðinni undir áhrifum og án ökuréttinda og þá voru skráningarmerki fjarlægð af ellefu bifreiðum, ýmist vegna þess að þær voru ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til aðalskoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×