„Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. janúar 2025 23:19 Björn Ingi Hrafnsson greindi stöðuna í ljósi framboðs Áslaugar Örnu til formanns Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaskýrandi telur ekki hægt að lesa í það að þingflokkur Sjálfstæðisflokks hafi verið fjarverandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu. Hann telur miklar breytingar myndu fylgja Áslaugu sem yrði yngsti formaður í sögu flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum í Nasa í dag. Menn hafa reynt að rýna í ýmislegt sem viðkemur fundinum, nýtt lógó sem Áslaug notaði og dræma mætingu þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Björn Ingi Hrafnsson, blaðamaður á Viljanum og stjórnmálaskýrandi, var fenginn til að rýna í fundinn og stöðuna. Horfa má á samtal Margrétar Helgu fréttaþuls við Björn eftir 2:40 í myndbandinu hér að neðan. Framtíðin sé núna Það voru ekki sitjandi þingmenn flokksins á fundinum. Er eitthvað hægt að lesa í það? „Nei, ég held að þeir vilji bara ekki blanda sér inn í þetta að svo stöddu. Það eru ýmsir þingmenn sem styðja Áslaugu Örnu og þetta framboð hennar kemur ekki á óvart. Þetta var hins vegar mjög vel gert og fagmannlegt og bendir til þess að undirbúningurinn hafi staðið yfir lengi,“ segir Björn Ingi. Greinilegt sé að Áslaug ætli sér stóra hluti. „Áslaug Arna yrði yngsti formaður í sögu Sjálfstæðisflokksins og mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að Kristrún er nýorðin yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar. Það er að verða mikil breyting og kynslóðaskipti. Bjarni og Þórdís bæði að fara úr forystusveitinni og þarna býður hún sig fram og segir að það sé ekki skynsamlegt að bíða eftir framtíðinni heldur sé framtíðin núna,“ segir hann. Heilmiklar breytingar myndu fylgja formennsku Áslaugar En talandi um Bjarna Benediktsson. Þau eru búin að vera afar nánir samstarfsmenn þannig maður veltir fyrir sér hvernig Sjálfstæðisflokkurinn myndi líta út undir hennar forystu. Yrði hann mikið öðruvísi? „Ég held að það myndu heilmiklar breytingar fylgja formennsku Áslaugar Örnu. Hún er búin að lýsa því yfir að það sé margt í starfi flokksins og á flokksskrifstofunni sem þurfi að breyta. Hún talar um að það þurfi að uppfæra stýrikerfið,“ segir Björn Ingi. Hann segir forvitnilegt að velta fyrir sér hvað gerist næst. „Þá er spurning hvað gerist í baklandi Guðlaugs Þórs og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Sérstaklega baklandi Guðlaugs Þórs, það hafa verið stríðandi fylkingar í borginni milli Áslaugar og Guðlaugs um langa hríð. Mjög mikil átök og ég hugsa að það hafi farið mjög margt í gang í dag þegar þetta kemur fram og Guðlaugur getur í raun ekki dregið það lengi að segja hvað hann ætlar að gera í framhaldinu,“ segir hann. Sennilega enginn óvæntur á leið í formanninn Einhverjir fleiri kandídatar sem þér finnst líklegir? „Ekki kannski í formennskuna. Það er stundum talað um að Diljá Mist gæti hugsað sér að fara í þetta ef Guðlaugur gerir það ekki. Ef Guðrún Hafsteinsdóttir myndi bjóða sig fram til varaformennsku held ég að hún fengi það embætti. Og ég vona líka að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki bara með einn í framboði. Það er miklu meiri stemming og spenna þegar það er kosning. Og meira í anda flokksins. „Algjörlega. Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum, þetta heldur áfram. Ef hún væri að gagnrýna ríkisstjórnina, ung forystukona, ríkisstjórn leidda af þremur konum. Það er forvitnilegt að sjá hvort það hafi meiri áhrif en þegar karl gerir það.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum í Nasa í dag. Menn hafa reynt að rýna í ýmislegt sem viðkemur fundinum, nýtt lógó sem Áslaug notaði og dræma mætingu þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Björn Ingi Hrafnsson, blaðamaður á Viljanum og stjórnmálaskýrandi, var fenginn til að rýna í fundinn og stöðuna. Horfa má á samtal Margrétar Helgu fréttaþuls við Björn eftir 2:40 í myndbandinu hér að neðan. Framtíðin sé núna Það voru ekki sitjandi þingmenn flokksins á fundinum. Er eitthvað hægt að lesa í það? „Nei, ég held að þeir vilji bara ekki blanda sér inn í þetta að svo stöddu. Það eru ýmsir þingmenn sem styðja Áslaugu Örnu og þetta framboð hennar kemur ekki á óvart. Þetta var hins vegar mjög vel gert og fagmannlegt og bendir til þess að undirbúningurinn hafi staðið yfir lengi,“ segir Björn Ingi. Greinilegt sé að Áslaug ætli sér stóra hluti. „Áslaug Arna yrði yngsti formaður í sögu Sjálfstæðisflokksins og mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að Kristrún er nýorðin yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar. Það er að verða mikil breyting og kynslóðaskipti. Bjarni og Þórdís bæði að fara úr forystusveitinni og þarna býður hún sig fram og segir að það sé ekki skynsamlegt að bíða eftir framtíðinni heldur sé framtíðin núna,“ segir hann. Heilmiklar breytingar myndu fylgja formennsku Áslaugar En talandi um Bjarna Benediktsson. Þau eru búin að vera afar nánir samstarfsmenn þannig maður veltir fyrir sér hvernig Sjálfstæðisflokkurinn myndi líta út undir hennar forystu. Yrði hann mikið öðruvísi? „Ég held að það myndu heilmiklar breytingar fylgja formennsku Áslaugar Örnu. Hún er búin að lýsa því yfir að það sé margt í starfi flokksins og á flokksskrifstofunni sem þurfi að breyta. Hún talar um að það þurfi að uppfæra stýrikerfið,“ segir Björn Ingi. Hann segir forvitnilegt að velta fyrir sér hvað gerist næst. „Þá er spurning hvað gerist í baklandi Guðlaugs Þórs og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Sérstaklega baklandi Guðlaugs Þórs, það hafa verið stríðandi fylkingar í borginni milli Áslaugar og Guðlaugs um langa hríð. Mjög mikil átök og ég hugsa að það hafi farið mjög margt í gang í dag þegar þetta kemur fram og Guðlaugur getur í raun ekki dregið það lengi að segja hvað hann ætlar að gera í framhaldinu,“ segir hann. Sennilega enginn óvæntur á leið í formanninn Einhverjir fleiri kandídatar sem þér finnst líklegir? „Ekki kannski í formennskuna. Það er stundum talað um að Diljá Mist gæti hugsað sér að fara í þetta ef Guðlaugur gerir það ekki. Ef Guðrún Hafsteinsdóttir myndi bjóða sig fram til varaformennsku held ég að hún fengi það embætti. Og ég vona líka að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki bara með einn í framboði. Það er miklu meiri stemming og spenna þegar það er kosning. Og meira í anda flokksins. „Algjörlega. Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum, þetta heldur áfram. Ef hún væri að gagnrýna ríkisstjórnina, ung forystukona, ríkisstjórn leidda af þremur konum. Það er forvitnilegt að sjá hvort það hafi meiri áhrif en þegar karl gerir það.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira