Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2025 16:38 Logi Geirsson, Ólafur Stefánsson og Kári Kristjánsson á RÚV eftir leikinn í dag ásamt íþróttafréttakonunni Helgu Margréti Höskuldsdóttur. Skjámynd/RÚV Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Eftir sigurinn á Argentínu í kvöld er ljóst að íslenska landsliðið fer í átta liða úrslit tapi annað hvort Egyptaland eða Króatía stigum í leikjunum sínum á eftir. Það eru kannski ekki líkleg úrslit og því var svolítið skrítinn stemmning eftir leikinn í dag. Íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum á mótinu sem duga vanalega til að komast áfram en liðið er með verri innbyrðisárangur en Króatar eftir skellinn á föstudaginn og það gæti komið í bakið á okkar strákum. Þegar skipt var yfir í myndverið á RÚV eftir sannfærandi sigur á Argentínumönnum þá lofaði Ólafur Stefánsson því að hann myndi fara í sjósund í öllum fötunum falli hlutirnir með Íslandi í kvöld. Félagar hans, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson, tóku undir þetta og ætla í sjóinn með honum í Nauthólsvíkinni fái íslenska liðið slíka gjöf frá Slóvenum eða Grænhöfðaeyjum. Kári gekk reyndar aðeins lengra og lofaði því að hann myndi raka af sér hið myndarlega skegg sitt komist íslenska liðið áfram. Logi ætlar meira að segja að mæta með vélina og raka af honum skeggið. Ólafur og sérfræðingarnir voru ekki bjartsýnir á að íslenska liðið fá líka gjöf og Ólafur talaði um að það væru bara fimmtán prósent líkur á slíku. Logi vildi halda meira í vonina og talaði um helmingslíkur. „Sjáumst í Nauthólsvík,“ sagði Logi síðan léttur rétt áður en útsendingunni lauk. Það væri algjör draumur falli hlutirnir loksins með seinheppnum íslenskum landsliðsmönnum á eftir og bónusinn væri að sjá þá félaga í sjónum á eftir. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Eftir sigurinn á Argentínu í kvöld er ljóst að íslenska landsliðið fer í átta liða úrslit tapi annað hvort Egyptaland eða Króatía stigum í leikjunum sínum á eftir. Það eru kannski ekki líkleg úrslit og því var svolítið skrítinn stemmning eftir leikinn í dag. Íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum á mótinu sem duga vanalega til að komast áfram en liðið er með verri innbyrðisárangur en Króatar eftir skellinn á föstudaginn og það gæti komið í bakið á okkar strákum. Þegar skipt var yfir í myndverið á RÚV eftir sannfærandi sigur á Argentínumönnum þá lofaði Ólafur Stefánsson því að hann myndi fara í sjósund í öllum fötunum falli hlutirnir með Íslandi í kvöld. Félagar hans, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson, tóku undir þetta og ætla í sjóinn með honum í Nauthólsvíkinni fái íslenska liðið slíka gjöf frá Slóvenum eða Grænhöfðaeyjum. Kári gekk reyndar aðeins lengra og lofaði því að hann myndi raka af sér hið myndarlega skegg sitt komist íslenska liðið áfram. Logi ætlar meira að segja að mæta með vélina og raka af honum skeggið. Ólafur og sérfræðingarnir voru ekki bjartsýnir á að íslenska liðið fá líka gjöf og Ólafur talaði um að það væru bara fimmtán prósent líkur á slíku. Logi vildi halda meira í vonina og talaði um helmingslíkur. „Sjáumst í Nauthólsvík,“ sagði Logi síðan léttur rétt áður en útsendingunni lauk. Það væri algjör draumur falli hlutirnir loksins með seinheppnum íslenskum landsliðsmönnum á eftir og bónusinn væri að sjá þá félaga í sjónum á eftir.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira