Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2025 21:03 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar og Unnar Atli, plokkari ársins 2024 í Kópavogi fóru saman út að plokka í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem plokkari ársins 2024 hjá Kópavogsbæ finnur þegar hann gengur um bæinn í sjálfboðavinnu og týnir upp í ruslapokann sinn. Það furðulegasta segir hann vera víbradora kvenna og nærbuxur, sem hann finnur æði oft á víðavangi í Kópavogi. Það er flott framtak hjá Kópavogsbæ að útnefna plokkara ársins en nú var það Unnar Atli, sem var heiðraður af bæjarstjórn fyrir sinn dugnað við að halda umhverfinu hreinu á nýliðnu ári. Unnar, sem verður 70 ára á árinu fær ruslapoka og sýnileikafatnað hjá Kópavogsbæ en annars er öll hans vinna unnin í sjálfboðavinnu. „Mér fannst bara tilvalið að finna þennan mann og heiðra hann. Auðvitað eigum við að gera eitthvað svona. Hér er íbúi, sem er í sínum frítíma að ganga um bæinn og tína upp rusl og það er auðvitað mikils virði fyrir okkur og virkilega skemmtilegt og okkur fannst þetta bara tilvalið,” segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar. En hversu mikilvægt er að eiga mann eins og Unnar? „Mjög mikilvægt og þú sérð það líka, ef þú keyrir hér um götur eða gengur um götur bæjarins hvað það er nú snyrtilegt hjá okkur,” bætir Ásdís við. Plokkstangirnar klárar í Kópavogi hjá Ásdísi bæjarstjóra, Leifi Eiríkssyni, forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar og Unnari Atla plokkara með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem verður á vegi Unnars þegar hann er að plokka og kemur honum alltaf jafn mikið á óvart. „Furðulegasta ruslið ef ég má segja frá því, þá er það víbradorar kvenna og nærbuxurnar, sérstaklega í Kópavoginum, þær eru bara nærbuxnalausar,” segir Unnar og bætir við. „Þetta eru náttúrulega líkar sígarettustubbar og þessir púðar, sem menn eru með og eitthvað af sprautum og já, mikið af plasti.” Unnar segist fá mikla hreyfingu í plokkinu og hann hvetur fólk hvar sem er á landinu að drífa sig út og plokka, það sé allra meina bót. „Við eigum öll að hjálpast að, það er málið. Þetta er eins og færiband, það eiga allir að hjálpast að og kunna að meta það, sem er verið að gera,” segir Unnar. Unnar Atli var heiðraður sérstaklega af Kópavogsbæ og er hann að sjálfsögðu mjög stoltur og ánægður með viðurkenninguna, sem hann hefur fengið frá bæjarfélaginu. Hér er Leifur Eiríksson hjá Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.Aðsend Og Unnar stelst meira að segja stundum í önnur sveitarfélög til að plokka. „Já, já, ég fer alveg í Hafnarfjörðin og yfir í Reykjavík hinum megin frá,” segir hann sposkur á svip. Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Það er flott framtak hjá Kópavogsbæ að útnefna plokkara ársins en nú var það Unnar Atli, sem var heiðraður af bæjarstjórn fyrir sinn dugnað við að halda umhverfinu hreinu á nýliðnu ári. Unnar, sem verður 70 ára á árinu fær ruslapoka og sýnileikafatnað hjá Kópavogsbæ en annars er öll hans vinna unnin í sjálfboðavinnu. „Mér fannst bara tilvalið að finna þennan mann og heiðra hann. Auðvitað eigum við að gera eitthvað svona. Hér er íbúi, sem er í sínum frítíma að ganga um bæinn og tína upp rusl og það er auðvitað mikils virði fyrir okkur og virkilega skemmtilegt og okkur fannst þetta bara tilvalið,” segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar. En hversu mikilvægt er að eiga mann eins og Unnar? „Mjög mikilvægt og þú sérð það líka, ef þú keyrir hér um götur eða gengur um götur bæjarins hvað það er nú snyrtilegt hjá okkur,” bætir Ásdís við. Plokkstangirnar klárar í Kópavogi hjá Ásdísi bæjarstjóra, Leifi Eiríkssyni, forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar og Unnari Atla plokkara með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ýmislegt, sem verður á vegi Unnars þegar hann er að plokka og kemur honum alltaf jafn mikið á óvart. „Furðulegasta ruslið ef ég má segja frá því, þá er það víbradorar kvenna og nærbuxurnar, sérstaklega í Kópavoginum, þær eru bara nærbuxnalausar,” segir Unnar og bætir við. „Þetta eru náttúrulega líkar sígarettustubbar og þessir púðar, sem menn eru með og eitthvað af sprautum og já, mikið af plasti.” Unnar segist fá mikla hreyfingu í plokkinu og hann hvetur fólk hvar sem er á landinu að drífa sig út og plokka, það sé allra meina bót. „Við eigum öll að hjálpast að, það er málið. Þetta er eins og færiband, það eiga allir að hjálpast að og kunna að meta það, sem er verið að gera,” segir Unnar. Unnar Atli var heiðraður sérstaklega af Kópavogsbæ og er hann að sjálfsögðu mjög stoltur og ánægður með viðurkenninguna, sem hann hefur fengið frá bæjarfélaginu. Hér er Leifur Eiríksson hjá Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.Aðsend Og Unnar stelst meira að segja stundum í önnur sveitarfélög til að plokka. „Já, já, ég fer alveg í Hafnarfjörðin og yfir í Reykjavík hinum megin frá,” segir hann sposkur á svip.
Kópavogur Umhverfismál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira