Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. janúar 2025 12:05 Sigríður Friðjónsdótttir ríkissaksóknari. Vísir/Vilhelm Lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri hefur verið hækkuð úr tíu þúsund krónum í 150 þúsund krónur. Dómsmálaráðherra fagnar breytingunum. Breytingarnar eru kynntar í fyrirmælum ríkissaksóknara sem tóku gildi þann 14. janúar en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vekur máls á breytingunum í færslu á Facebook. Hún bendir á að hækkunin hafi þær afleiðingar að slíkt brot fari á sakaskrá þess sem fremur það. „Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara,“ segir dómsmálaráðherra á Facebook. Hún segir mikilvægt að snúa þeirri hættulegu þróun sem myndast hefur í tengslum við hnífaburð ungs fólks. „Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér.“ Þá segir hún samfélagslöggæslu annan lykil að því að taka á vandanum. Þess vegna hafi ríkisstjórnin ákveðið að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Færslu Þorbjargar í heild sinni má lesa hér að neðan. Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi. Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti. Nú hefur lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri verið hækkuð umtalsvert. Hún er nú 150.000 kr. í stað 10.000 kr. Þetta hefur m.a. þær afleiðingar að slíkt brot fer á sakaskrá viðkomandi. Hvað felst í þessu? Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það. Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar. Það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum til að snúa þessari hættulegu þróun við. Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér. Leiðin að því að minnka vopnaburð á almannafæri er auðvitað ekki einungis með því að refsa. Við þurfum aðrar leiðir líka, til dæmis með því að efla samfélagslöggæslu. Samfélagslöggæsla er einn lykillinn að því að ná uppbyggilegu samtali við unglinga. Það er fínt að fara í átak, en mikilvægt að ráðast í breytingar. Þess vegna hefur ríkisstjórnin að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Til að sporna gegn vopnaburði og ofbeldi þarf svo einfaldlega vinnu á breiðum grunni. Samvinnu heimila og skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu. Samfélagsins alls. Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað. Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda - og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi. Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Breytingarnar eru kynntar í fyrirmælum ríkissaksóknara sem tóku gildi þann 14. janúar en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vekur máls á breytingunum í færslu á Facebook. Hún bendir á að hækkunin hafi þær afleiðingar að slíkt brot fari á sakaskrá þess sem fremur það. „Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara,“ segir dómsmálaráðherra á Facebook. Hún segir mikilvægt að snúa þeirri hættulegu þróun sem myndast hefur í tengslum við hnífaburð ungs fólks. „Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér.“ Þá segir hún samfélagslöggæslu annan lykil að því að taka á vandanum. Þess vegna hafi ríkisstjórnin ákveðið að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Færslu Þorbjargar í heild sinni má lesa hér að neðan. Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi. Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti. Nú hefur lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri verið hækkuð umtalsvert. Hún er nú 150.000 kr. í stað 10.000 kr. Þetta hefur m.a. þær afleiðingar að slíkt brot fer á sakaskrá viðkomandi. Hvað felst í þessu? Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það. Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar. Það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum til að snúa þessari hættulegu þróun við. Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér. Leiðin að því að minnka vopnaburð á almannafæri er auðvitað ekki einungis með því að refsa. Við þurfum aðrar leiðir líka, til dæmis með því að efla samfélagslöggæslu. Samfélagslöggæsla er einn lykillinn að því að ná uppbyggilegu samtali við unglinga. Það er fínt að fara í átak, en mikilvægt að ráðast í breytingar. Þess vegna hefur ríkisstjórnin að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Til að sporna gegn vopnaburði og ofbeldi þarf svo einfaldlega vinnu á breiðum grunni. Samvinnu heimila og skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu. Samfélagsins alls. Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað. Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda - og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi.
Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi. Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti. Nú hefur lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri verið hækkuð umtalsvert. Hún er nú 150.000 kr. í stað 10.000 kr. Þetta hefur m.a. þær afleiðingar að slíkt brot fer á sakaskrá viðkomandi. Hvað felst í þessu? Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það. Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar. Það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum til að snúa þessari hættulegu þróun við. Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér. Leiðin að því að minnka vopnaburð á almannafæri er auðvitað ekki einungis með því að refsa. Við þurfum aðrar leiðir líka, til dæmis með því að efla samfélagslöggæslu. Samfélagslöggæsla er einn lykillinn að því að ná uppbyggilegu samtali við unglinga. Það er fínt að fara í átak, en mikilvægt að ráðast í breytingar. Þess vegna hefur ríkisstjórnin að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Til að sporna gegn vopnaburði og ofbeldi þarf svo einfaldlega vinnu á breiðum grunni. Samvinnu heimila og skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu. Samfélagsins alls. Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað. Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda - og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi.
Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira