Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. janúar 2025 12:05 Sigríður Friðjónsdótttir ríkissaksóknari. Vísir/Vilhelm Lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri hefur verið hækkuð úr tíu þúsund krónum í 150 þúsund krónur. Dómsmálaráðherra fagnar breytingunum. Breytingarnar eru kynntar í fyrirmælum ríkissaksóknara sem tóku gildi þann 14. janúar en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vekur máls á breytingunum í færslu á Facebook. Hún bendir á að hækkunin hafi þær afleiðingar að slíkt brot fari á sakaskrá þess sem fremur það. „Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara,“ segir dómsmálaráðherra á Facebook. Hún segir mikilvægt að snúa þeirri hættulegu þróun sem myndast hefur í tengslum við hnífaburð ungs fólks. „Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér.“ Þá segir hún samfélagslöggæslu annan lykil að því að taka á vandanum. Þess vegna hafi ríkisstjórnin ákveðið að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Færslu Þorbjargar í heild sinni má lesa hér að neðan. Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi. Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti. Nú hefur lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri verið hækkuð umtalsvert. Hún er nú 150.000 kr. í stað 10.000 kr. Þetta hefur m.a. þær afleiðingar að slíkt brot fer á sakaskrá viðkomandi. Hvað felst í þessu? Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það. Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar. Það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum til að snúa þessari hættulegu þróun við. Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér. Leiðin að því að minnka vopnaburð á almannafæri er auðvitað ekki einungis með því að refsa. Við þurfum aðrar leiðir líka, til dæmis með því að efla samfélagslöggæslu. Samfélagslöggæsla er einn lykillinn að því að ná uppbyggilegu samtali við unglinga. Það er fínt að fara í átak, en mikilvægt að ráðast í breytingar. Þess vegna hefur ríkisstjórnin að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Til að sporna gegn vopnaburði og ofbeldi þarf svo einfaldlega vinnu á breiðum grunni. Samvinnu heimila og skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu. Samfélagsins alls. Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað. Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda - og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi. Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Breytingarnar eru kynntar í fyrirmælum ríkissaksóknara sem tóku gildi þann 14. janúar en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vekur máls á breytingunum í færslu á Facebook. Hún bendir á að hækkunin hafi þær afleiðingar að slíkt brot fari á sakaskrá þess sem fremur það. „Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara,“ segir dómsmálaráðherra á Facebook. Hún segir mikilvægt að snúa þeirri hættulegu þróun sem myndast hefur í tengslum við hnífaburð ungs fólks. „Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér.“ Þá segir hún samfélagslöggæslu annan lykil að því að taka á vandanum. Þess vegna hafi ríkisstjórnin ákveðið að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Færslu Þorbjargar í heild sinni má lesa hér að neðan. Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi. Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti. Nú hefur lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri verið hækkuð umtalsvert. Hún er nú 150.000 kr. í stað 10.000 kr. Þetta hefur m.a. þær afleiðingar að slíkt brot fer á sakaskrá viðkomandi. Hvað felst í þessu? Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það. Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar. Það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum til að snúa þessari hættulegu þróun við. Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér. Leiðin að því að minnka vopnaburð á almannafæri er auðvitað ekki einungis með því að refsa. Við þurfum aðrar leiðir líka, til dæmis með því að efla samfélagslöggæslu. Samfélagslöggæsla er einn lykillinn að því að ná uppbyggilegu samtali við unglinga. Það er fínt að fara í átak, en mikilvægt að ráðast í breytingar. Þess vegna hefur ríkisstjórnin að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Til að sporna gegn vopnaburði og ofbeldi þarf svo einfaldlega vinnu á breiðum grunni. Samvinnu heimila og skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu. Samfélagsins alls. Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað. Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda - og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi.
Hnífaburður hefur mikið verið til umræðu, ekki síst sú staðreynd að hnífaburðar ungmenna er vaxandi vandi. Við verðum að halda þeirri umræðu lifandi og bregðast við með markvissum hætti. Nú hefur lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri verið hækkuð umtalsvert. Hún er nú 150.000 kr. í stað 10.000 kr. Þetta hefur m.a. þær afleiðingar að slíkt brot fer á sakaskrá viðkomandi. Hvað felst í þessu? Með því eru send skýr skilaboð. Vopnaburður er alvörumál og viðbrögðin við slíkum brotum eru í samræmi við það. Auðvitað leysir þetta skref ekki vandann eitt og sér. Það er hins vegar mikilvægt skref samhliða auknum forvörnum og fræðslu. Og ég fagna þess vegna þessum nýju fyrirmælum ríkissaksóknara. Ég hvet fólk til að tala um þetta vandamál sín á milli. Sérstaklega við unga fólkið okkar. Það er mikilvægt að við reynum allt sem við getum til að snúa þessari hættulegu þróun við. Það á upplýsa ungt fólk um að vopnaburður þýðir há sekt og brot á sakaskrá. Og fyrst og fremst hið augljósa: vopnaburður getur aldrei leitt neitt gott af sér. Leiðin að því að minnka vopnaburð á almannafæri er auðvitað ekki einungis með því að refsa. Við þurfum aðrar leiðir líka, til dæmis með því að efla samfélagslöggæslu. Samfélagslöggæsla er einn lykillinn að því að ná uppbyggilegu samtali við unglinga. Það er fínt að fara í átak, en mikilvægt að ráðast í breytingar. Þess vegna hefur ríkisstjórnin að fjölga lögreglumönnum til framtíðar en ekki tímabundið. Til að sporna gegn vopnaburði og ofbeldi þarf svo einfaldlega vinnu á breiðum grunni. Samvinnu heimila og skóla, geðheilbrigðisþjónustu og löggæslu. Samfélagsins alls. Margir sem bera hníf á sér segja að þeir geri það því þeir upplifa sig ekki örugga, þrátt fyrir að ekkert bendi til þess að öryggi þeirra sé ógnað. Ég hef fulla trú á að við getum spornað gegn þessari þróun og það er markmiðið. Ísland er öruggt og gott land en við megum ekki taka því sem sjálfgefnu. Öryggi fólksins í landinu er fyrsta skylda stjórnvalda - og öryggistilfinning fólks er um leið mikilvæg. Fólk á að upplifa sig öruggt. Vopnaburður fólks á götum úti er ekki veruleiki sem við viljum þola á Íslandi.
Vopnaburður barna og ungmenna Lögreglumál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira