Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. janúar 2025 20:36 Fjölskylda og vinir Ásgeirs H. Ingólfssonar minntust hans í kvöld. Vísir/Stöð 2/Aðsent Vinir og fjölskylda Ásgeirs H. Ingólfssonar, skálds og blaðamanns, komu saman á svokallaðri Lífskviðu í Kjarnaskógi í dag. Ásgeir hafði undanfarnar vikur skipulagt viðburðinn sem hálfgerða kveðjustund eftir að hafa nýverið verið greindur með ólæknandi krabbamein. Hann hugðist sjálfur vera viðstaddur Lífskviðuna í dag en lést sviplega í nótt. Aðstandendur Ásgeirs ákváðu að halda viðburðinum til streitu og breyttu honum í minningarstund um vin sinn. Formleg dagskrá var á staðnum í kvöld, þar sem ævi og störf Ásgeirs voru heiðruð. Jón Bjarki Magnússon, vinur Ásgeirs, festi viðburðinn á filmu. Einn öflugasti menningarblaðamaður landsins Hinn 48 ára Ásgeir var frá Akureyri og bjó þar fyrstu tuttugu ár sín. Eftir það flakkaði hann töluvert og bjó í Reykjavík, á Laugarvatni og á Sauðárkróki, í Längenfeld í Austurríki, Southampton á Englandi og í Prag, Tábor og Zlín í Tékklandi. Hann var með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, MA-gráðu í blaðamennsku og kennsluréttindi frá sama skóla auk MA-gráðu í ritlist frá Háskólanum í Southampton. Ásgeir starfaði við ýmislegt svo sem blaðamennsku, kennslu, þýðingar, textavinnu og skrif. Þekktastur er hann þó fyrir menningarblaðamennsku sína og gagnrýni. Hann kom víða við á blaðamannaferli sínum og starfaði bæði á ristjórnum og í lausamennsku. Síðustu ár skrifaði hann bókadóma og bíódóma fyrir Heimildina en skrifaði þar að auki fyrir Stundina, Fréttatímann, RÚV, Morgunblaðið, Smuguna, Klapptré, Starafugl, Krítík, The Reykjavík Grapevine, Cineuropa, Stúdentablaðið, Muninn, Kistuna, Land og syni og Torfið. Þar af ritstýrði hann þeim þremur síðastnefndu. Hann hélt einnig úti eigin menningarvef sem hét Menningarsmygl þar sem hann skrifaði um menningu og listir á breiðum grunni. Leitaði að ljósmæðrum og ljósfeðrum eftir greininguna Ásgeir var í viðtali á Heimildinni í gær þar sem hann lýsti viðbrögðum sínum við að vera tilkynnt að hann væri að fara að deyja. Hann væri ógiftur, barnlaus og ætti engar eignir en þó væru ákveðnir hlutir sem hann vildi gefa frá sér. „Það sem ég á eftir eru öll mín ókláruðu verk; þau sem ég er kominn áleiðis með og þau sem eru enn á byrjunarstigi,“ sagði hann við Heimildina Mestu verðmæti Ásgeirs taldi hann bundin í tölvum og stílabókum en ekki á bankabókinni. Þar lægi heimspekin að baki Lífskviðunni. „Í tölvunni eigum við myndir og myndbönd, texta og ljóð, uppskriftir og tónlist, alls konar bara eftir áhugasviði fólks. Kannski getur einhver farið í þessi gögn síðar en kannski ekki. Það sem mig langaði að gera var að finna ljósmæður og ljósfeður og ritstjóra fyrir allt sem ég á, til að hjálpa mér að koma því í eitthvert form eða halda áfram með verkin sem ég byrjaði á,“ sagði hann einnig við Heimildina. Á Lífskviðunni ætlaði Ásgeir að deila verkum sínum, kláruðum og ókláruðum. Eftir sviplegt andlát Ásgeirs í nótt ákváðu vinir og fjölskylda að breyta Lífskviðunni í minningarstund og boðaði fjöldi listamanna komu sína til að lesa upp ljóð, flytja tónlist og sýna myndlist. Andlát Menning Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Ásgeir hafði undanfarnar vikur skipulagt viðburðinn sem hálfgerða kveðjustund eftir að hafa nýverið verið greindur með ólæknandi krabbamein. Hann hugðist sjálfur vera viðstaddur Lífskviðuna í dag en lést sviplega í nótt. Aðstandendur Ásgeirs ákváðu að halda viðburðinum til streitu og breyttu honum í minningarstund um vin sinn. Formleg dagskrá var á staðnum í kvöld, þar sem ævi og störf Ásgeirs voru heiðruð. Jón Bjarki Magnússon, vinur Ásgeirs, festi viðburðinn á filmu. Einn öflugasti menningarblaðamaður landsins Hinn 48 ára Ásgeir var frá Akureyri og bjó þar fyrstu tuttugu ár sín. Eftir það flakkaði hann töluvert og bjó í Reykjavík, á Laugarvatni og á Sauðárkróki, í Längenfeld í Austurríki, Southampton á Englandi og í Prag, Tábor og Zlín í Tékklandi. Hann var með BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, MA-gráðu í blaðamennsku og kennsluréttindi frá sama skóla auk MA-gráðu í ritlist frá Háskólanum í Southampton. Ásgeir starfaði við ýmislegt svo sem blaðamennsku, kennslu, þýðingar, textavinnu og skrif. Þekktastur er hann þó fyrir menningarblaðamennsku sína og gagnrýni. Hann kom víða við á blaðamannaferli sínum og starfaði bæði á ristjórnum og í lausamennsku. Síðustu ár skrifaði hann bókadóma og bíódóma fyrir Heimildina en skrifaði þar að auki fyrir Stundina, Fréttatímann, RÚV, Morgunblaðið, Smuguna, Klapptré, Starafugl, Krítík, The Reykjavík Grapevine, Cineuropa, Stúdentablaðið, Muninn, Kistuna, Land og syni og Torfið. Þar af ritstýrði hann þeim þremur síðastnefndu. Hann hélt einnig úti eigin menningarvef sem hét Menningarsmygl þar sem hann skrifaði um menningu og listir á breiðum grunni. Leitaði að ljósmæðrum og ljósfeðrum eftir greininguna Ásgeir var í viðtali á Heimildinni í gær þar sem hann lýsti viðbrögðum sínum við að vera tilkynnt að hann væri að fara að deyja. Hann væri ógiftur, barnlaus og ætti engar eignir en þó væru ákveðnir hlutir sem hann vildi gefa frá sér. „Það sem ég á eftir eru öll mín ókláruðu verk; þau sem ég er kominn áleiðis með og þau sem eru enn á byrjunarstigi,“ sagði hann við Heimildina Mestu verðmæti Ásgeirs taldi hann bundin í tölvum og stílabókum en ekki á bankabókinni. Þar lægi heimspekin að baki Lífskviðunni. „Í tölvunni eigum við myndir og myndbönd, texta og ljóð, uppskriftir og tónlist, alls konar bara eftir áhugasviði fólks. Kannski getur einhver farið í þessi gögn síðar en kannski ekki. Það sem mig langaði að gera var að finna ljósmæður og ljósfeður og ritstjóra fyrir allt sem ég á, til að hjálpa mér að koma því í eitthvert form eða halda áfram með verkin sem ég byrjaði á,“ sagði hann einnig við Heimildina. Á Lífskviðunni ætlaði Ásgeir að deila verkum sínum, kláruðum og ókláruðum. Eftir sviplegt andlát Ásgeirs í nótt ákváðu vinir og fjölskylda að breyta Lífskviðunni í minningarstund og boðaði fjöldi listamanna komu sína til að lesa upp ljóð, flytja tónlist og sýna myndlist.
Andlát Menning Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira