Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2025 22:31 Anna María Flygenring, geitabóndi, sem er með nokkrar fallegar geitur á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem hún býr með manni sínum. Hér er hún í vestinu með kiðlingana Frosta og Snæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna María Flygenring geitabóndi á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ekki bara með geiturnar sínar til gamans og yndisauka, nei, því hún vinnur fatnað úr geitafiðunni eins og geitavesti, sem hún klæðist þegar hún sinnir geitunum sínum. Við sögðum nýlega frá kiðlingunum Frosta og Snæ, sem eru bræður en þeir komu óvænt í heiminn í byrjun janúar hjá Önnu Maríu geitabónda en geitur bera yfirleitt á vorin eins og kindur. En Anna, sem er með nokkrar geitur er svo klár handverkskona að hún hefur tekið upp á því að vinna fatnað úr fiðunni á geitunum sínum eins og þetta fallega vesti. Kasmír er alþjóðaheitið á þeli geita en á íslensku heitir það fiða eða geitafiða. „Ég er einmitt að fara á eftir að sækja það, sem ég kalla góssið mitt til hennar Huldu í Uppspuna en hún er búin að vera að vinna úr fiðunni, sem ég fór með til hennar í vinnslu. Og það er spennandi skal ég segja þér, ég bíð spennt að fara að prjóna úr því,” segir Anna María. Hún segir ótrúlega seinlegt að spinna geitafiðu og því láti hún vinna það verk fyrir sig hjá Huldu eins og hún nefnir en Hulda, sem er Brynjólfsdóttir er með Uppspuna, sem er smáspunaverksmiðja á bænum Lækjartúni í Ásahreppi. „Ég vona að það séu margir, sem að nýta fiðuna af því að þetta er algjört gull en það er erfitt því t.d. þegar þær eru búnar að bera í apríl flestar, þá fer að losna af þeim háls fiðan og svo þegar hún er mjög laus þá fer að losna af belgnum og þá er eiginlega fyrst hægt að kemba þær almennilega og ná fiðunni án þess að hárreyta þær, því það er ekki hægt að rýja þær, það verður að kemba þær. Og þá fær maður kannski 50 til 100 grömm af einni geit,” segir Anna María. Anna María er mjög fín í nýja geitavestinu sínu og vekur alltaf mikla athygli þar sem hún kemur í vestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki mikil vinna að útbúa geita vesti og annað sem tilheyrir vestinu og klæðnaðinum? „Þetta er bara eins og allur búskapur, það er allt vinna. Það er bara spurning hversu gaman maður hefur af því. Ef það er gaman þá er það ekki mikil vinna en ef það er leiðinlegt þá er það alveg hellings vinna,” segir Anna María. Og á Ullarviku Suðurlands í haust tók Anna María þátt í tískusýningu í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hún sýndi vestið sitt við mikla hrifningu gesta. Bærinn Hlíð II í Skeiða og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Handverk Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Við sögðum nýlega frá kiðlingunum Frosta og Snæ, sem eru bræður en þeir komu óvænt í heiminn í byrjun janúar hjá Önnu Maríu geitabónda en geitur bera yfirleitt á vorin eins og kindur. En Anna, sem er með nokkrar geitur er svo klár handverkskona að hún hefur tekið upp á því að vinna fatnað úr fiðunni á geitunum sínum eins og þetta fallega vesti. Kasmír er alþjóðaheitið á þeli geita en á íslensku heitir það fiða eða geitafiða. „Ég er einmitt að fara á eftir að sækja það, sem ég kalla góssið mitt til hennar Huldu í Uppspuna en hún er búin að vera að vinna úr fiðunni, sem ég fór með til hennar í vinnslu. Og það er spennandi skal ég segja þér, ég bíð spennt að fara að prjóna úr því,” segir Anna María. Hún segir ótrúlega seinlegt að spinna geitafiðu og því láti hún vinna það verk fyrir sig hjá Huldu eins og hún nefnir en Hulda, sem er Brynjólfsdóttir er með Uppspuna, sem er smáspunaverksmiðja á bænum Lækjartúni í Ásahreppi. „Ég vona að það séu margir, sem að nýta fiðuna af því að þetta er algjört gull en það er erfitt því t.d. þegar þær eru búnar að bera í apríl flestar, þá fer að losna af þeim háls fiðan og svo þegar hún er mjög laus þá fer að losna af belgnum og þá er eiginlega fyrst hægt að kemba þær almennilega og ná fiðunni án þess að hárreyta þær, því það er ekki hægt að rýja þær, það verður að kemba þær. Og þá fær maður kannski 50 til 100 grömm af einni geit,” segir Anna María. Anna María er mjög fín í nýja geitavestinu sínu og vekur alltaf mikla athygli þar sem hún kemur í vestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki mikil vinna að útbúa geita vesti og annað sem tilheyrir vestinu og klæðnaðinum? „Þetta er bara eins og allur búskapur, það er allt vinna. Það er bara spurning hversu gaman maður hefur af því. Ef það er gaman þá er það ekki mikil vinna en ef það er leiðinlegt þá er það alveg hellings vinna,” segir Anna María. Og á Ullarviku Suðurlands í haust tók Anna María þátt í tískusýningu í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hún sýndi vestið sitt við mikla hrifningu gesta. Bærinn Hlíð II í Skeiða og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Handverk Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira