Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2025 22:31 Anna María Flygenring, geitabóndi, sem er með nokkrar fallegar geitur á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem hún býr með manni sínum. Hér er hún í vestinu með kiðlingana Frosta og Snæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Anna María Flygenring geitabóndi á bænum Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ekki bara með geiturnar sínar til gamans og yndisauka, nei, því hún vinnur fatnað úr geitafiðunni eins og geitavesti, sem hún klæðist þegar hún sinnir geitunum sínum. Við sögðum nýlega frá kiðlingunum Frosta og Snæ, sem eru bræður en þeir komu óvænt í heiminn í byrjun janúar hjá Önnu Maríu geitabónda en geitur bera yfirleitt á vorin eins og kindur. En Anna, sem er með nokkrar geitur er svo klár handverkskona að hún hefur tekið upp á því að vinna fatnað úr fiðunni á geitunum sínum eins og þetta fallega vesti. Kasmír er alþjóðaheitið á þeli geita en á íslensku heitir það fiða eða geitafiða. „Ég er einmitt að fara á eftir að sækja það, sem ég kalla góssið mitt til hennar Huldu í Uppspuna en hún er búin að vera að vinna úr fiðunni, sem ég fór með til hennar í vinnslu. Og það er spennandi skal ég segja þér, ég bíð spennt að fara að prjóna úr því,” segir Anna María. Hún segir ótrúlega seinlegt að spinna geitafiðu og því láti hún vinna það verk fyrir sig hjá Huldu eins og hún nefnir en Hulda, sem er Brynjólfsdóttir er með Uppspuna, sem er smáspunaverksmiðja á bænum Lækjartúni í Ásahreppi. „Ég vona að það séu margir, sem að nýta fiðuna af því að þetta er algjört gull en það er erfitt því t.d. þegar þær eru búnar að bera í apríl flestar, þá fer að losna af þeim háls fiðan og svo þegar hún er mjög laus þá fer að losna af belgnum og þá er eiginlega fyrst hægt að kemba þær almennilega og ná fiðunni án þess að hárreyta þær, því það er ekki hægt að rýja þær, það verður að kemba þær. Og þá fær maður kannski 50 til 100 grömm af einni geit,” segir Anna María. Anna María er mjög fín í nýja geitavestinu sínu og vekur alltaf mikla athygli þar sem hún kemur í vestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki mikil vinna að útbúa geita vesti og annað sem tilheyrir vestinu og klæðnaðinum? „Þetta er bara eins og allur búskapur, það er allt vinna. Það er bara spurning hversu gaman maður hefur af því. Ef það er gaman þá er það ekki mikil vinna en ef það er leiðinlegt þá er það alveg hellings vinna,” segir Anna María. Og á Ullarviku Suðurlands í haust tók Anna María þátt í tískusýningu í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hún sýndi vestið sitt við mikla hrifningu gesta. Bærinn Hlíð II í Skeiða og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Handverk Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Við sögðum nýlega frá kiðlingunum Frosta og Snæ, sem eru bræður en þeir komu óvænt í heiminn í byrjun janúar hjá Önnu Maríu geitabónda en geitur bera yfirleitt á vorin eins og kindur. En Anna, sem er með nokkrar geitur er svo klár handverkskona að hún hefur tekið upp á því að vinna fatnað úr fiðunni á geitunum sínum eins og þetta fallega vesti. Kasmír er alþjóðaheitið á þeli geita en á íslensku heitir það fiða eða geitafiða. „Ég er einmitt að fara á eftir að sækja það, sem ég kalla góssið mitt til hennar Huldu í Uppspuna en hún er búin að vera að vinna úr fiðunni, sem ég fór með til hennar í vinnslu. Og það er spennandi skal ég segja þér, ég bíð spennt að fara að prjóna úr því,” segir Anna María. Hún segir ótrúlega seinlegt að spinna geitafiðu og því láti hún vinna það verk fyrir sig hjá Huldu eins og hún nefnir en Hulda, sem er Brynjólfsdóttir er með Uppspuna, sem er smáspunaverksmiðja á bænum Lækjartúni í Ásahreppi. „Ég vona að það séu margir, sem að nýta fiðuna af því að þetta er algjört gull en það er erfitt því t.d. þegar þær eru búnar að bera í apríl flestar, þá fer að losna af þeim háls fiðan og svo þegar hún er mjög laus þá fer að losna af belgnum og þá er eiginlega fyrst hægt að kemba þær almennilega og ná fiðunni án þess að hárreyta þær, því það er ekki hægt að rýja þær, það verður að kemba þær. Og þá fær maður kannski 50 til 100 grömm af einni geit,” segir Anna María. Anna María er mjög fín í nýja geitavestinu sínu og vekur alltaf mikla athygli þar sem hún kemur í vestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki mikil vinna að útbúa geita vesti og annað sem tilheyrir vestinu og klæðnaðinum? „Þetta er bara eins og allur búskapur, það er allt vinna. Það er bara spurning hversu gaman maður hefur af því. Ef það er gaman þá er það ekki mikil vinna en ef það er leiðinlegt þá er það alveg hellings vinna,” segir Anna María. Og á Ullarviku Suðurlands í haust tók Anna María þátt í tískusýningu í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi þar sem hún sýndi vestið sitt við mikla hrifningu gesta. Bærinn Hlíð II í Skeiða og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Handverk Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent