Handbolti

HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gleðin var ekkert gríðarleg í HM í dag. Af ýmsum ástæðum.
Gleðin var ekkert gríðarleg í HM í dag. Af ýmsum ástæðum. Vísir/Sigurður

Það voru þyngsli í HM í dag eftir slaka frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu sem fer að líkindum langt með að senda þá heim.

Henry Birgir og Valur Páll fóru yfir erfitt tap fyrir Króötum í gærkvöld. Dagur Sig skólaði okkar menn til og þá bætti ekki úr sök erkifíflið í blaðamannastúkunni.

Sá reitti okkar menn til reiði og var nær því að vera handboltabulla en nokkurn tíma fjölmiðlamaður.

Menn halda í veika von en staðan er býsna strembin. Þáttinn má sjá í spilaranum.

Klippa: HM í dag: Erfitt með erkifífli í fjölmiðlastúkunni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×