Erlent

Marilyn Manson verður ekki á­kærður

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Marilyn Manson var sakaður um gróft ofbeldi af fimm konum árið 2021.
Marilyn Manson var sakaður um gróft ofbeldi af fimm konum árið 2021. Getty

Marilyn Manson verður ekki ákærður en rannsókn á ásökunum á hendur honum um kynferðis- og heimilisofbeldi hefur staðið yfir frá 2021.

AP greinir frá málinu.

Nathan Hochman, saksóknari Los Angeles-sýslu, sagði ekki næg sönnunargögn í málinu og á grunni fyrningarlaga hafi brotin, sem Manson er sakaður um, átt sér stað fyrir of löngu síðan. Því yrði hinn 56 ára Manson, réttu nafni Brian Warner, ekki ákærður.

„Við gerum okkur grein fyrir og hrósum hugrekki og seiglu kvennanna sem stigu fram til að gefa skýrslur og deila upplifunum sínum. Við þökkum þeim fyrir þeirra samvinnu og þolinmæði vegna ransóknarinnar,“ sagði Hochman í yfirlýsingu.

Manson var sakaður um fjölda grófra ofbeldisbrota af fimm konum árið 2021. Málið hefur verið til rannsóknar síðan og þann 9. október síðastliðinn sagði George Gascón, þáverandi saksóknari Los Angeles-sýslu, að embættið væri að rannsaka nýjar vísbendingar sem enn bættu málum í sarp ákæruvaldsins á hendur Manson.


Tengdar fréttir

Fimm konur saka Man­son um gróft of­beldi

Evan Rachel Wood hefur sakað fyrrverandi maka sinn Marilyn Manson, tónlisetarmann, um að hafa beitt sig „hryllilegu“ ofbeldi um árabil. Hún greindi frá meintum brotum í færslu sem hún birti á Instagram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×