„Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. janúar 2025 21:24 Snorri var svekktur á svip á hliðarlínunni í leik kvöldsins. vísir vilhelm „Erfiður dagur. Við vorum bara ekki nægilega góðir,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir sex marka tap gegn Króatíu. Hann segir liðið ekki hafa náð sama takti varnarlega og í síðustu tveimur leikjum, tapið muni síðan líklega kosta sæti í átta liða úrslitum. „Nei, við náðum allavega ekki sama takti [varnarlega] og síðast. Við vorum alveg að fá einhver skot sem við vildum fá en vorum bara ekki að gera þetta eins vel og í síðustu tveimur leikjum,“ viðurkenndi Snorri og sagði Króatana ekki hafa gert neitt sem kom þeim á óvart. Frammistaðan hafi einfaldlega ekki verið nógu góð. Íslenska liðið reyndi að rétta úr kútnum og gerði ýmsar tilraunir til þess en ekkert virtist ganga upp í kvöld. „Ég er kannski ekki alveg sammála því að það hafi ekkert gengið upp. Við vorum að fá ágætis stöður og fengum einhver dauðafæri. En við vorum með of mikið af töpuðum boltum og of mörg færi sem fara í súginn til að þetta verði að einhverjum leik. Við vissum það alveg, að það yrði stemning og pressa frá áhorfendum en við náðum aldrei að taka frumkvæði og setja þá undir pressu. Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann og okkur ekki.“ Viðtalið við Snorra má sjá í heild hér að neðan. Þetta er fyrsta tap Íslands á mótinu og verður líklega það eina, en mun samt að öllum líkindum kosta liðið sæti í átta liða úrslitum. „Það á eftir að svíða ansi mikið enda mjög líklegt að það verði staðan. Svona er þessi bransi, hann getur verið erfiður,“ sagði Snorri um það og gat lítið útskýrt af hverju gekk svo illa hjá Íslandi í kvöld. „Ég á kannski engar skýringar á því, við finnum ekki alveg fjölina, náum ekki varnarleiknum. Það var ekki planið að gera svona mörg tæknileg mistök og klúðra dauðafærum, bara alls ekki.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. 24. janúar 2025 21:51 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„Nei, við náðum allavega ekki sama takti [varnarlega] og síðast. Við vorum alveg að fá einhver skot sem við vildum fá en vorum bara ekki að gera þetta eins vel og í síðustu tveimur leikjum,“ viðurkenndi Snorri og sagði Króatana ekki hafa gert neitt sem kom þeim á óvart. Frammistaðan hafi einfaldlega ekki verið nógu góð. Íslenska liðið reyndi að rétta úr kútnum og gerði ýmsar tilraunir til þess en ekkert virtist ganga upp í kvöld. „Ég er kannski ekki alveg sammála því að það hafi ekkert gengið upp. Við vorum að fá ágætis stöður og fengum einhver dauðafæri. En við vorum með of mikið af töpuðum boltum og of mörg færi sem fara í súginn til að þetta verði að einhverjum leik. Við vissum það alveg, að það yrði stemning og pressa frá áhorfendum en við náðum aldrei að taka frumkvæði og setja þá undir pressu. Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann og okkur ekki.“ Viðtalið við Snorra má sjá í heild hér að neðan. Þetta er fyrsta tap Íslands á mótinu og verður líklega það eina, en mun samt að öllum líkindum kosta liðið sæti í átta liða úrslitum. „Það á eftir að svíða ansi mikið enda mjög líklegt að það verði staðan. Svona er þessi bransi, hann getur verið erfiður,“ sagði Snorri um það og gat lítið útskýrt af hverju gekk svo illa hjá Íslandi í kvöld. „Ég á kannski engar skýringar á því, við finnum ekki alveg fjölina, náum ekki varnarleiknum. Það var ekki planið að gera svona mörg tæknileg mistök og klúðra dauðafærum, bara alls ekki.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. 24. janúar 2025 21:51 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49 Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. 24. janúar 2025 21:51
„Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13
Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? 24. janúar 2025 21:49