Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2025 18:45 Seif El-Deraa var markahæstur Egypta gegn Slóvenum. getty/Sanjin Strukic Egyptaland jafnaði Ísland að stigum í milliriðli 4 á HM í handbolta karla með sigri á Slóveníu, 26-25, í dag. Þetta voru ekki draumaúrslit fyrir Íslendinga en okkar menn eru samt enn í kjörstöðu og með örlögin í sínum höndum. Vinni Ísland Króatíu í kvöld er liðið komið áfram og sleppur við að mæta Evrópumeisturum Frakklands í átta liða úrslitum. Íslendingum dugir einnig að vinna Argentínumenn til að komast þangað, að því gefnu að þeir tapi ekki með fjögurra marka mun eða meira fyrir Króötum. Þá getur Slóvenía enn rétt Íslandi hjálparhönd með því að taka stig af Króatíu á sunnudaginn. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Egyptar frumkvæðinu gegn Slóvenum með því að skora fjögur mörk í röð og breyta stöðunni úr 5-5 í 9-5. Tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 16-14. Slóvenar voru sjálfum sér verstir í leiknum en þeir gerðu gríðarlega mörg mistök og fóru oft og iðulega illa að ráði sínu í sókninni. Alls tapaði slóvenska liðið boltanum tuttugu sinnum í leiknum. Abdelrahman Abdou kom Egyptum í 26-22 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Það reyndist síðasta mark egypska liðsins í leiknum. Slóvenar skoruðu næstu þrjú mörk og fengu lokasóknina. En þar var dæmd leiktöf á þá og Egyptar fögnuðu sigri. Blaz Janc og Aleks Vlah voru langatkvæðamestir hjá Slóveníu en þeir skoruðu átta og sjö mörk. Seif El-Deraa skoraði sex mörk fyrir Egyptaland og Ahmed Adel og Yahia Omar fimm mörk hvor. Í milliriðli 3 gerði Brasilía sér lítið fyrir og vann Svíþjóð, 24-27. Eftir tapið er ljóst að Svíar komast ekki í átta liða úrslit en Brassar eru hins vegar komnir þangað, öllum að óvörum. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti „Eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til“ Sport Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Sjá meira
Þetta voru ekki draumaúrslit fyrir Íslendinga en okkar menn eru samt enn í kjörstöðu og með örlögin í sínum höndum. Vinni Ísland Króatíu í kvöld er liðið komið áfram og sleppur við að mæta Evrópumeisturum Frakklands í átta liða úrslitum. Íslendingum dugir einnig að vinna Argentínumenn til að komast þangað, að því gefnu að þeir tapi ekki með fjögurra marka mun eða meira fyrir Króötum. Þá getur Slóvenía enn rétt Íslandi hjálparhönd með því að taka stig af Króatíu á sunnudaginn. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu Egyptar frumkvæðinu gegn Slóvenum með því að skora fjögur mörk í röð og breyta stöðunni úr 5-5 í 9-5. Tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 16-14. Slóvenar voru sjálfum sér verstir í leiknum en þeir gerðu gríðarlega mörg mistök og fóru oft og iðulega illa að ráði sínu í sókninni. Alls tapaði slóvenska liðið boltanum tuttugu sinnum í leiknum. Abdelrahman Abdou kom Egyptum í 26-22 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Það reyndist síðasta mark egypska liðsins í leiknum. Slóvenar skoruðu næstu þrjú mörk og fengu lokasóknina. En þar var dæmd leiktöf á þá og Egyptar fögnuðu sigri. Blaz Janc og Aleks Vlah voru langatkvæðamestir hjá Slóveníu en þeir skoruðu átta og sjö mörk. Seif El-Deraa skoraði sex mörk fyrir Egyptaland og Ahmed Adel og Yahia Omar fimm mörk hvor. Í milliriðli 3 gerði Brasilía sér lítið fyrir og vann Svíþjóð, 24-27. Eftir tapið er ljóst að Svíar komast ekki í átta liða úrslit en Brassar eru hins vegar komnir þangað, öllum að óvörum.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti „Eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til“ Sport Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Sjá meira