Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. janúar 2025 13:53 Ægir snyrtir hár Þorsteins Leó á hóteli landsliðsins í gær. Þorsteinn er einn átta sem mæta nýklipptir til leiks gegn Króötum. Aðsend/Skjáskot Ægir Líndal var með skærin á lofti á Westin-hótelinu í Zagreb og snyrti hár strákanna okkar fyrir leik kvöldsins við Króatíu. Athygli vakti þegar Viktor Gísli Hallgrímsson óskaði eftir klippingu á samfélagsmiðlum í vikunni. „Ef einhver barber/klippari er að fara að mæta á milliriðlana máttu endilega senda mér skilaboð,“ segir Viktor í sögu sinni á Instagram fyrir þremur dögum síðan. Það stóð ekki á svörum og segir sagan að þónokkrir hafi boðið fram krafta sína. Ægir Líndal var hins vegar þegar mættur til borgarinnar og með hárgreiðslusettið með sér. „Ég var alltaf að fara að klippa Þorstein Leó uppi á hóteli, hann er góður vinur minn, það var alltaf planið. Svo setti Viktor þetta í story hjá sér á Instagram og ég fékk svona 70 skilaboð frá fólki að ég ætti að klippa hann,“ segir Ægir í samtali við Vísi. Hann klippti einhverja í liðinu einnig í Munchen í fyrra. „Svo ég svaraði Viktori og sagði honum að ég gæti klippt hann þegar ég kæmi að hitta Þorstein,“ segir Ægir. Þeir voru alls átta sem fengu klippingu á hóteli landsliðsins í gær. Auk Þorsteins Leó og Viktors Gísla munu þeir Orri Freyr Þorkelsson, Elliði Snær Viðarsson, Ýmir Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Óðinn Þór Ríkharðsson og Viggó Kristjánsson mæta nýklipptir og spengilegir til leiks gegn Króötum í kvöld. Ægir spilaði lengi handbolta með Aftureldingu en þjálfar nú yngri flokka liðsins, venslaliðið Hvíta riddarann og heldur auk þess utan um samfélagsmiðlaefni handboltaliðsins. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, starfar sem leikgreinandi fyrir Dag Sigurðsson hjá króatíska landsliðinu. Ægir segir það muni ekki hafa áhrif. „Það hefur ekki áhrif á strákana. Þeir vinna þetta með fjórum,“ spáir Ægir fyrir kvöldið. Ísland mætir Króatíu klukkan 19:30 í kvöld fyrir fullri höll í Zagreb en uppselt er á leikinn. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir fram að leik og honum lýst beint á Vísi. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Brugðið var út af vananum í þætti dagsins af HM í dag í Zagreb. Sérlega góður gestur lét sjá sig og þá urðu sögulegar sættir. 24. janúar 2025 11:01 Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Íslenska karlalandsliðið í handbolta þarf á öllum sínum kröftum að halda í kvöld til að vinna Króata á heimavelli þeirra í Zagreb, í afar mikilvægum leik á HM. Í liði Króata má finna frábæra leikmenn og þjálfarinn Dagur Sigurðsson veit sjálfsagt allt sem hægt er að vita um íslenska liðið. 24. janúar 2025 12:02 Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Leigutaki í Stóru-Laxá í Hreppum hefur heitið því að bjóða öllu karlalandsliði Íslands í handbolta í fjögurra daga veiðiholl í ánni, komist liðið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins sem nú stendur yfir. Strákarnir eru í dauðafæri til þess að tryggja sér ferðina. 24. janúar 2025 12:21 Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur neyðst til að draga sig úr íslenska landsliðshópnum á HM í handbolta, vegna meiðsla. 24. janúar 2025 10:07 „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Fátt hefur glatt meira á heimsmeistaramótinu í Zagreb en frammistaða Arons Pálmarssonar. Hann hefur gengið í endurnýjun lífdaga í landsliðsbúningnum og leikið við hvurn sinn fingur. 24. janúar 2025 08:01 Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í ár og jafnar bæði og slær met með sigri í fimmta leiknum í röð í kvöld. 24. janúar 2025 09:22 Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sjá meira
„Ef einhver barber/klippari er að fara að mæta á milliriðlana máttu endilega senda mér skilaboð,“ segir Viktor í sögu sinni á Instagram fyrir þremur dögum síðan. Það stóð ekki á svörum og segir sagan að þónokkrir hafi boðið fram krafta sína. Ægir Líndal var hins vegar þegar mættur til borgarinnar og með hárgreiðslusettið með sér. „Ég var alltaf að fara að klippa Þorstein Leó uppi á hóteli, hann er góður vinur minn, það var alltaf planið. Svo setti Viktor þetta í story hjá sér á Instagram og ég fékk svona 70 skilaboð frá fólki að ég ætti að klippa hann,“ segir Ægir í samtali við Vísi. Hann klippti einhverja í liðinu einnig í Munchen í fyrra. „Svo ég svaraði Viktori og sagði honum að ég gæti klippt hann þegar ég kæmi að hitta Þorstein,“ segir Ægir. Þeir voru alls átta sem fengu klippingu á hóteli landsliðsins í gær. Auk Þorsteins Leó og Viktors Gísla munu þeir Orri Freyr Þorkelsson, Elliði Snær Viðarsson, Ýmir Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson, Óðinn Þór Ríkharðsson og Viggó Kristjánsson mæta nýklipptir og spengilegir til leiks gegn Króötum í kvöld. Ægir spilaði lengi handbolta með Aftureldingu en þjálfar nú yngri flokka liðsins, venslaliðið Hvíta riddarann og heldur auk þess utan um samfélagsmiðlaefni handboltaliðsins. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, starfar sem leikgreinandi fyrir Dag Sigurðsson hjá króatíska landsliðinu. Ægir segir það muni ekki hafa áhrif. „Það hefur ekki áhrif á strákana. Þeir vinna þetta með fjórum,“ spáir Ægir fyrir kvöldið. Ísland mætir Króatíu klukkan 19:30 í kvöld fyrir fullri höll í Zagreb en uppselt er á leikinn. Strákunum okkar verður fylgt vel eftir fram að leik og honum lýst beint á Vísi.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Brugðið var út af vananum í þætti dagsins af HM í dag í Zagreb. Sérlega góður gestur lét sjá sig og þá urðu sögulegar sættir. 24. janúar 2025 11:01 Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Íslenska karlalandsliðið í handbolta þarf á öllum sínum kröftum að halda í kvöld til að vinna Króata á heimavelli þeirra í Zagreb, í afar mikilvægum leik á HM. Í liði Króata má finna frábæra leikmenn og þjálfarinn Dagur Sigurðsson veit sjálfsagt allt sem hægt er að vita um íslenska liðið. 24. janúar 2025 12:02 Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Leigutaki í Stóru-Laxá í Hreppum hefur heitið því að bjóða öllu karlalandsliði Íslands í handbolta í fjögurra daga veiðiholl í ánni, komist liðið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins sem nú stendur yfir. Strákarnir eru í dauðafæri til þess að tryggja sér ferðina. 24. janúar 2025 12:21 Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur neyðst til að draga sig úr íslenska landsliðshópnum á HM í handbolta, vegna meiðsla. 24. janúar 2025 10:07 „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Fátt hefur glatt meira á heimsmeistaramótinu í Zagreb en frammistaða Arons Pálmarssonar. Hann hefur gengið í endurnýjun lífdaga í landsliðsbúningnum og leikið við hvurn sinn fingur. 24. janúar 2025 08:01 Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í ár og jafnar bæði og slær met með sigri í fimmta leiknum í röð í kvöld. 24. janúar 2025 09:22 Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Fleiri fréttir „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sjá meira
HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Brugðið var út af vananum í þætti dagsins af HM í dag í Zagreb. Sérlega góður gestur lét sjá sig og þá urðu sögulegar sættir. 24. janúar 2025 11:01
Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Íslenska karlalandsliðið í handbolta þarf á öllum sínum kröftum að halda í kvöld til að vinna Króata á heimavelli þeirra í Zagreb, í afar mikilvægum leik á HM. Í liði Króata má finna frábæra leikmenn og þjálfarinn Dagur Sigurðsson veit sjálfsagt allt sem hægt er að vita um íslenska liðið. 24. janúar 2025 12:02
Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Leigutaki í Stóru-Laxá í Hreppum hefur heitið því að bjóða öllu karlalandsliði Íslands í handbolta í fjögurra daga veiðiholl í ánni, komist liðið í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins sem nú stendur yfir. Strákarnir eru í dauðafæri til þess að tryggja sér ferðina. 24. janúar 2025 12:21
Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Vinstri hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hefur neyðst til að draga sig úr íslenska landsliðshópnum á HM í handbolta, vegna meiðsla. 24. janúar 2025 10:07
„Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Fátt hefur glatt meira á heimsmeistaramótinu í Zagreb en frammistaða Arons Pálmarssonar. Hann hefur gengið í endurnýjun lífdaga í landsliðsbúningnum og leikið við hvurn sinn fingur. 24. janúar 2025 08:01
Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í ár og jafnar bæði og slær met með sigri í fimmta leiknum í röð í kvöld. 24. janúar 2025 09:22
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik