Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2025 11:53 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/einar Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög væru komnar á endastöð, þær strönduðu á kröfum um miklar launahækkanir og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands kveðst ekki vilja bregðast sérstaklega við ummælum Ingu. „Hún talar fyrir sitt fólk greinilega. Staðan hjá okkur er sú að við ákváðum að boða til fundar samninganefndir allra aðildarfélaganna sjö hjá Kennarasambandinu og hann mun fara fram í okkar húsakynnum í dag eftir hádegi, þar ætlum við að fara yfir síðustu daga, þar á meðal svona millileik sem við höfðum lagt fram síðustu helgi. Eftir þann fund vitum við sennilega betur hvar okkar afstaða liggur,“ segir Magnús. Greint verður frá vendingum á fundinum að honum loknum. Magnús reiknar með að um fimmtíu manns verði þar viðstaddir. Heldurðu að sé vilji fyrir því hjá þínu félagsfólki að slá eitthvað af kröfunum? „Við erum bara í dag að fara yfir þær leiðir sem við höfum verið að lyfta upp hjá okkar vólki. Við erum á þeim stað að markmiðið er það að sérfræðingar í kennarastéttinni séu á þeim stað í launum sem störfum þeirra ber og það markmið hefur ekkert breyst,“ segir Magnús. Fréttastofa greindi frá því í gær að foreldrar leikskólabarna í fjórum verkfallsleikskólum hafi stefnt Kennarasambandinu á grundvelli þess að börnum hafi verið mismunað í verkfallinu. „Við teljum að farið hafi verið að öllum lögum sem gilda um verkföll og það á eftir að koma í ljós í dómskerfinu hvar sú niðurstaða liggur.“ Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. 22. janúar 2025 13:03 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög væru komnar á endastöð, þær strönduðu á kröfum um miklar launahækkanir og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands kveðst ekki vilja bregðast sérstaklega við ummælum Ingu. „Hún talar fyrir sitt fólk greinilega. Staðan hjá okkur er sú að við ákváðum að boða til fundar samninganefndir allra aðildarfélaganna sjö hjá Kennarasambandinu og hann mun fara fram í okkar húsakynnum í dag eftir hádegi, þar ætlum við að fara yfir síðustu daga, þar á meðal svona millileik sem við höfðum lagt fram síðustu helgi. Eftir þann fund vitum við sennilega betur hvar okkar afstaða liggur,“ segir Magnús. Greint verður frá vendingum á fundinum að honum loknum. Magnús reiknar með að um fimmtíu manns verði þar viðstaddir. Heldurðu að sé vilji fyrir því hjá þínu félagsfólki að slá eitthvað af kröfunum? „Við erum bara í dag að fara yfir þær leiðir sem við höfum verið að lyfta upp hjá okkar vólki. Við erum á þeim stað að markmiðið er það að sérfræðingar í kennarastéttinni séu á þeim stað í launum sem störfum þeirra ber og það markmið hefur ekkert breyst,“ segir Magnús. Fréttastofa greindi frá því í gær að foreldrar leikskólabarna í fjórum verkfallsleikskólum hafi stefnt Kennarasambandinu á grundvelli þess að börnum hafi verið mismunað í verkfallinu. „Við teljum að farið hafi verið að öllum lögum sem gilda um verkföll og það á eftir að koma í ljós í dómskerfinu hvar sú niðurstaða liggur.“
Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. 22. janúar 2025 13:03 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12
Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. 22. janúar 2025 13:03