Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2025 11:53 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/einar Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög væru komnar á endastöð, þær strönduðu á kröfum um miklar launahækkanir og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands kveðst ekki vilja bregðast sérstaklega við ummælum Ingu. „Hún talar fyrir sitt fólk greinilega. Staðan hjá okkur er sú að við ákváðum að boða til fundar samninganefndir allra aðildarfélaganna sjö hjá Kennarasambandinu og hann mun fara fram í okkar húsakynnum í dag eftir hádegi, þar ætlum við að fara yfir síðustu daga, þar á meðal svona millileik sem við höfðum lagt fram síðustu helgi. Eftir þann fund vitum við sennilega betur hvar okkar afstaða liggur,“ segir Magnús. Greint verður frá vendingum á fundinum að honum loknum. Magnús reiknar með að um fimmtíu manns verði þar viðstaddir. Heldurðu að sé vilji fyrir því hjá þínu félagsfólki að slá eitthvað af kröfunum? „Við erum bara í dag að fara yfir þær leiðir sem við höfum verið að lyfta upp hjá okkar vólki. Við erum á þeim stað að markmiðið er það að sérfræðingar í kennarastéttinni séu á þeim stað í launum sem störfum þeirra ber og það markmið hefur ekkert breyst,“ segir Magnús. Fréttastofa greindi frá því í gær að foreldrar leikskólabarna í fjórum verkfallsleikskólum hafi stefnt Kennarasambandinu á grundvelli þess að börnum hafi verið mismunað í verkfallinu. „Við teljum að farið hafi verið að öllum lögum sem gilda um verkföll og það á eftir að koma í ljós í dómskerfinu hvar sú niðurstaða liggur.“ Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. 22. janúar 2025 13:03 Mest lesið Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu Sjá meira
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög væru komnar á endastöð, þær strönduðu á kröfum um miklar launahækkanir og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands kveðst ekki vilja bregðast sérstaklega við ummælum Ingu. „Hún talar fyrir sitt fólk greinilega. Staðan hjá okkur er sú að við ákváðum að boða til fundar samninganefndir allra aðildarfélaganna sjö hjá Kennarasambandinu og hann mun fara fram í okkar húsakynnum í dag eftir hádegi, þar ætlum við að fara yfir síðustu daga, þar á meðal svona millileik sem við höfðum lagt fram síðustu helgi. Eftir þann fund vitum við sennilega betur hvar okkar afstaða liggur,“ segir Magnús. Greint verður frá vendingum á fundinum að honum loknum. Magnús reiknar með að um fimmtíu manns verði þar viðstaddir. Heldurðu að sé vilji fyrir því hjá þínu félagsfólki að slá eitthvað af kröfunum? „Við erum bara í dag að fara yfir þær leiðir sem við höfum verið að lyfta upp hjá okkar vólki. Við erum á þeim stað að markmiðið er það að sérfræðingar í kennarastéttinni séu á þeim stað í launum sem störfum þeirra ber og það markmið hefur ekkert breyst,“ segir Magnús. Fréttastofa greindi frá því í gær að foreldrar leikskólabarna í fjórum verkfallsleikskólum hafi stefnt Kennarasambandinu á grundvelli þess að börnum hafi verið mismunað í verkfallinu. „Við teljum að farið hafi verið að öllum lögum sem gilda um verkföll og það á eftir að koma í ljós í dómskerfinu hvar sú niðurstaða liggur.“
Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. 22. janúar 2025 13:03 Mest lesið Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu Sjá meira
„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12
Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. 22. janúar 2025 13:03