Vatnsbúskapurinn fer batnandi Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 11:53 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Fannar Landsvirkjun hefur ákveðið að hætta endurkaupum raforku af járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Ástæðan er sú að vatnsbúskapur Landsvirkjunar hefur batnað. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að þrír blotakaflar í vetur og vatnssparandi aðgerðir sem gripið hafi verið til hafaibætt vatnsbúskap Landsvirkjunar. Nú sé svo komið að staða Þórisvatns er ívið betri en á sama tíma í fyrra, en vatnsárið hafi byrjað í sögulegu lágmarki. Staðan sé enn vel undir meðallagi, en hafi þó skánað það mikið að ekki teljist ástæða til að halda áfram endurkaupum af járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga, eins og heimild sé til í samningi fyrirtækisins við Landsvirkjun. Halda skerðingum áfram Í desember hafi verið ákveðið að virkja endurkaupaákvæði í samningum Elkem og þá hafi verið reiknað með að endurkaup stæðu fram í byrjun febrúar hið skemmsta. Það hafi verið síðasta vatnssparandi úrræði sem Landsvirkjun hafði yfir að ráða og jafnframt það kostnaðarsamasta. Það sé því ánægjulegt að geta nú hætt þeim kaupum. Landsvirkjun hafi hafið skerðingar til stórnotenda á suðvesturhluta landsins hinn 24. október síðastliðinn. Þær verði óbreyttar áfram, enda vatnsbúskapur syðra enn með þeim hætti að skerðinga sé þörf. Blöndulón og Hálslón yfir meðallagi Staða bæði Blöndulóns og Hálslóns sé með ágætum, þau séu bæði yfir meðallagi og ekki þörf á skerðingum á Norður- og Austurlandi að svo stöddu. Miðlunarstaða sé því betri á Norður- og Austurlandi en syðra, líkt og undanfarin ár. Þetta ójafnvægi í miðlunarstöðu á milli landshluta verði til vegna mismunandi veðurfars en einnig vegna takmarkana í flutningskerfi Landsnets. Landsvirkjun geti ekki flutt eins mikla orku að norðaustan og fyrirtækið vildi til að styðja við raforkuafhendingu sunnanlands og ná jafnvægi í miðlunarstöðu á milli landshluta. Landsvirkjun Orkumál Stóriðja Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að þrír blotakaflar í vetur og vatnssparandi aðgerðir sem gripið hafi verið til hafaibætt vatnsbúskap Landsvirkjunar. Nú sé svo komið að staða Þórisvatns er ívið betri en á sama tíma í fyrra, en vatnsárið hafi byrjað í sögulegu lágmarki. Staðan sé enn vel undir meðallagi, en hafi þó skánað það mikið að ekki teljist ástæða til að halda áfram endurkaupum af járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga, eins og heimild sé til í samningi fyrirtækisins við Landsvirkjun. Halda skerðingum áfram Í desember hafi verið ákveðið að virkja endurkaupaákvæði í samningum Elkem og þá hafi verið reiknað með að endurkaup stæðu fram í byrjun febrúar hið skemmsta. Það hafi verið síðasta vatnssparandi úrræði sem Landsvirkjun hafði yfir að ráða og jafnframt það kostnaðarsamasta. Það sé því ánægjulegt að geta nú hætt þeim kaupum. Landsvirkjun hafi hafið skerðingar til stórnotenda á suðvesturhluta landsins hinn 24. október síðastliðinn. Þær verði óbreyttar áfram, enda vatnsbúskapur syðra enn með þeim hætti að skerðinga sé þörf. Blöndulón og Hálslón yfir meðallagi Staða bæði Blöndulóns og Hálslóns sé með ágætum, þau séu bæði yfir meðallagi og ekki þörf á skerðingum á Norður- og Austurlandi að svo stöddu. Miðlunarstaða sé því betri á Norður- og Austurlandi en syðra, líkt og undanfarin ár. Þetta ójafnvægi í miðlunarstöðu á milli landshluta verði til vegna mismunandi veðurfars en einnig vegna takmarkana í flutningskerfi Landsnets. Landsvirkjun geti ekki flutt eins mikla orku að norðaustan og fyrirtækið vildi til að styðja við raforkuafhendingu sunnanlands og ná jafnvægi í miðlunarstöðu á milli landshluta.
Landsvirkjun Orkumál Stóriðja Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Sjá meira