Börsungar skoruðu sjö

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gátu leyft sér að fagna í kvöld.
Gátu leyft sér að fagna í kvöld. EPA-EFE/Enric Fontcuberta

Börsungar skoruðu sjö

Barcelona vann gríðarlega sannfærandi sigur á Valencia í La Liga, efstu deild spænska fótboltans. Eftir aðeins 14 mínútur var staðan 3-0 en leiknum lauk með 7-1 sigri Börsunga.

Frenkie de Jong kom Barcelona yfir á 3. mínútu. Fimm mínútum síðar tvöfaldaði Ferrán Torees forystuna og Raphinha bætti við þriðja markinu á 14. mínútu. Tíu mínútum síðar bætti Fermín López við fjórða markinu og hann var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik 5-0.

Hugo Duro minnkaði muninn á 59. mínútu en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum áður en leik lauk. Robert Lewandowski kom inn af bekknum og skoraði sjötta mark Barcelona á 66. mínútu áður en Cesar Tarrega setti boltann í eigið net.

Lokatölur í Katalóníu 7-1 heimamönnum í vil. Barcelona nú með 42 stig, sjö minna en topplið Real Madríd þegar 21 umferð er búin. Valencia er í 19. sæti með 16 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira