„Þetta er svona svindlmaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2025 08:31 Viktor Gísli Hallgrímsson hefur verið einn besti markvörður heimsmeistaramótins til þessa. Hér fagnar hann einu af þeim fjölmörgu skotum sem hann hefur varið. Vísir/Vilhelm Viktor Gísli Hallgrímsson hefur átt magnað heimsmeistaramót til þessa enda hefur hann átt stórleiki í íslenska markinu leik eftir leik. Strákarnir í Besta sætinu spöruðu ekki stóru orðin um einn besta markvörðinn á heimsmeistaramótinu. Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Viktor Gísli byrjar leikinn eins og það hafi verið að framlengja síðasta leik. Hann var rosalegur til að byrja með,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvað er að gerast með gaurinn? Hann er rosalegur,“ sagði Bjarni Fritzson. „Viktor Gísli er að verða einn af bestu markvörðum í heimi. Hann er besti eða einn af þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Einar Jónsson. „Vörnin okkar er þannig að við náum að pressa menn í þannig skot að honum líður vel með það. Við getum ekki búist við svona frammistöðu frá honum leik eftir leik. Auðvitað fengum við ekki sömu frammistöðu í sextíu mínútur í þessum leik en í þrjátíu mínútur þá hékk hann í fimmtíu prósent markvörslu,“ sagði Einar. „Að koma eftir síðasta leik og í raun og veru að halda áfram er stórkostlegt. Það er meira en að segja það,“ sagði Einar. „Við höfum beðið svo ótrúlega lengi eftir svona markverði. Þetta er svona svindlmaður,“ sagði Bjarni. „Við höfum verið með fullt af fínum markvörðum og allt það. En svona svindlmaður eins og Landin í Danmörku eða Omeyer í Frakklandi. Einhverjir gaurar sem unnu bara leiki og unnu bara mót, ekki alveg einir en smá. Slátruðu leikjum á svona rosalega háu leveli,“ sagði Bjarni. Það má hlusta á meira um frammistöðu Viktors Gísla og landsliðsins í þættinum sem er í heild sinni hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00 „Þeir voru pottþétt að spara“ „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. 23. janúar 2025 18:01 Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Ef Slóvenía réttir ekki fram hjálparhönd myndi fjögurra marka tap gegn Króatíu annað kvöld fella Ísland úr keppni á HM í handbolta, þrátt fyrir að strákarnir okkar hafi unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og séu efstir í milliriðli IV með sex stig. 23. janúar 2025 09:18 Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. 22. janúar 2025 23:01 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Viktor Gísli byrjar leikinn eins og það hafi verið að framlengja síðasta leik. Hann var rosalegur til að byrja með,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Hvað er að gerast með gaurinn? Hann er rosalegur,“ sagði Bjarni Fritzson. „Viktor Gísli er að verða einn af bestu markvörðum í heimi. Hann er besti eða einn af þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Einar Jónsson. „Vörnin okkar er þannig að við náum að pressa menn í þannig skot að honum líður vel með það. Við getum ekki búist við svona frammistöðu frá honum leik eftir leik. Auðvitað fengum við ekki sömu frammistöðu í sextíu mínútur í þessum leik en í þrjátíu mínútur þá hékk hann í fimmtíu prósent markvörslu,“ sagði Einar. „Að koma eftir síðasta leik og í raun og veru að halda áfram er stórkostlegt. Það er meira en að segja það,“ sagði Einar. „Við höfum beðið svo ótrúlega lengi eftir svona markverði. Þetta er svona svindlmaður,“ sagði Bjarni. „Við höfum verið með fullt af fínum markvörðum og allt það. En svona svindlmaður eins og Landin í Danmörku eða Omeyer í Frakklandi. Einhverjir gaurar sem unnu bara leiki og unnu bara mót, ekki alveg einir en smá. Slátruðu leikjum á svona rosalega háu leveli,“ sagði Bjarni. Það má hlusta á meira um frammistöðu Viktors Gísla og landsliðsins í þættinum sem er í heild sinni hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00 „Þeir voru pottþétt að spara“ „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. 23. janúar 2025 18:01 Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Ef Slóvenía réttir ekki fram hjálparhönd myndi fjögurra marka tap gegn Króatíu annað kvöld fella Ísland úr keppni á HM í handbolta, þrátt fyrir að strákarnir okkar hafi unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og séu efstir í milliriðli IV með sex stig. 23. janúar 2025 09:18 Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. 22. janúar 2025 23:01 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Íslenskur virkisveggur var reistur í Zagreb í kvöld sem stóðst allar árásir Slóvena. Svo sterkar voru stoðirnar að byggingin dró úr þeim allan mátt. 20. janúar 2025 23:00
„Þeir voru pottþétt að spara“ „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. 23. janúar 2025 18:01
Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Ef Slóvenía réttir ekki fram hjálparhönd myndi fjögurra marka tap gegn Króatíu annað kvöld fella Ísland úr keppni á HM í handbolta, þrátt fyrir að strákarnir okkar hafi unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og séu efstir í milliriðli IV með sex stig. 23. janúar 2025 09:18
Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. 22. janúar 2025 23:01