Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2025 09:40 Max Verstappen er ríkjandi heimsmeistari en hann var dæmdur til samfélagsþjónustu fyrir brot á reglum í fyrra. Nú gætu ítrekuð brot kostað hann eða aðra ökumenn mánaðarbann og stórar sektir. Getty/Vince Mignott Ökumenn í formúlu 1 eiga það á hættu að fá harðari refsingar á komandi tímabili. Þeir þurfa að passa vel upp á framkomu sína og orðanotkun á opinberum vettvangi. Hér er verið að tala um það að ef þeir brjóta reglurnar gætu þeir misst stig, fengið háar sektir eða verið settir í bann. Allt mögulegar refsingar verði þeir uppvísir að slæmri hegðun. Alþjóða bílasambandið, FIA, gaf út nýjar viðmiðunarreglur þar sem tekið er mun harðar á ýmsum málum eins og það að skaða orðspor FIA eða nota óviðeigandi orðalag eins og blótsyrði í viðtölum. Heimsmeistarinn Max Verstappen var meðal annars skipað að skila samfélagsþjónustu sem refsingu fyrir að nota blótsyrði á blaðamannafundi á síðustu leiktíð. Framkoma gagnvart starfsmönnum brautanna er einn af þessum þáttum þar sem ökumenn þurfa nú að passa sig. Ítrekuð brot verða þeim líka mjög dýr. Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, hefur hafið herferð gegn blótsyrðum á vettvangi formúlunnar en ökumenn telja að sambandið sé að ganga allt of langt. Það er því ljóst að þessar harðari reglur verða ekki vinsælar hjá ökumönnunum. Ökumaður þarf að greiða fjörutíu þúsund evrur í sekt fyrir að brjóta eina af þessum reglum og svo hækkar refsingin við hvert brot. Áttatíu þúsund evrur fyrir annað brot og 120 þúsund evrur fyrir það þriðja. Við þriðja brot fá ökumenn einnig eins mánaðar bann og missa auk þess stig í keppni ökumanna. Þessar sektir samsvara 5,8 milljónum, 11,7 milljónum og 17,6 milljónum króna. Martin has his say on the FIA's updated misconduct rules 🗣️ pic.twitter.com/zIoajbcdzJ— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) January 23, 2025 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hér er verið að tala um það að ef þeir brjóta reglurnar gætu þeir misst stig, fengið háar sektir eða verið settir í bann. Allt mögulegar refsingar verði þeir uppvísir að slæmri hegðun. Alþjóða bílasambandið, FIA, gaf út nýjar viðmiðunarreglur þar sem tekið er mun harðar á ýmsum málum eins og það að skaða orðspor FIA eða nota óviðeigandi orðalag eins og blótsyrði í viðtölum. Heimsmeistarinn Max Verstappen var meðal annars skipað að skila samfélagsþjónustu sem refsingu fyrir að nota blótsyrði á blaðamannafundi á síðustu leiktíð. Framkoma gagnvart starfsmönnum brautanna er einn af þessum þáttum þar sem ökumenn þurfa nú að passa sig. Ítrekuð brot verða þeim líka mjög dýr. Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, hefur hafið herferð gegn blótsyrðum á vettvangi formúlunnar en ökumenn telja að sambandið sé að ganga allt of langt. Það er því ljóst að þessar harðari reglur verða ekki vinsælar hjá ökumönnunum. Ökumaður þarf að greiða fjörutíu þúsund evrur í sekt fyrir að brjóta eina af þessum reglum og svo hækkar refsingin við hvert brot. Áttatíu þúsund evrur fyrir annað brot og 120 þúsund evrur fyrir það þriðja. Við þriðja brot fá ökumenn einnig eins mánaðar bann og missa auk þess stig í keppni ökumanna. Þessar sektir samsvara 5,8 milljónum, 11,7 milljónum og 17,6 milljónum króna. Martin has his say on the FIA's updated misconduct rules 🗣️ pic.twitter.com/zIoajbcdzJ— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) January 23, 2025
Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira