Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2025 09:40 Max Verstappen er ríkjandi heimsmeistari en hann var dæmdur til samfélagsþjónustu fyrir brot á reglum í fyrra. Nú gætu ítrekuð brot kostað hann eða aðra ökumenn mánaðarbann og stórar sektir. Getty/Vince Mignott Ökumenn í formúlu 1 eiga það á hættu að fá harðari refsingar á komandi tímabili. Þeir þurfa að passa vel upp á framkomu sína og orðanotkun á opinberum vettvangi. Hér er verið að tala um það að ef þeir brjóta reglurnar gætu þeir misst stig, fengið háar sektir eða verið settir í bann. Allt mögulegar refsingar verði þeir uppvísir að slæmri hegðun. Alþjóða bílasambandið, FIA, gaf út nýjar viðmiðunarreglur þar sem tekið er mun harðar á ýmsum málum eins og það að skaða orðspor FIA eða nota óviðeigandi orðalag eins og blótsyrði í viðtölum. Heimsmeistarinn Max Verstappen var meðal annars skipað að skila samfélagsþjónustu sem refsingu fyrir að nota blótsyrði á blaðamannafundi á síðustu leiktíð. Framkoma gagnvart starfsmönnum brautanna er einn af þessum þáttum þar sem ökumenn þurfa nú að passa sig. Ítrekuð brot verða þeim líka mjög dýr. Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, hefur hafið herferð gegn blótsyrðum á vettvangi formúlunnar en ökumenn telja að sambandið sé að ganga allt of langt. Það er því ljóst að þessar harðari reglur verða ekki vinsælar hjá ökumönnunum. Ökumaður þarf að greiða fjörutíu þúsund evrur í sekt fyrir að brjóta eina af þessum reglum og svo hækkar refsingin við hvert brot. Áttatíu þúsund evrur fyrir annað brot og 120 þúsund evrur fyrir það þriðja. Við þriðja brot fá ökumenn einnig eins mánaðar bann og missa auk þess stig í keppni ökumanna. Þessar sektir samsvara 5,8 milljónum, 11,7 milljónum og 17,6 milljónum króna. Martin has his say on the FIA's updated misconduct rules 🗣️ pic.twitter.com/zIoajbcdzJ— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) January 23, 2025 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Hér er verið að tala um það að ef þeir brjóta reglurnar gætu þeir misst stig, fengið háar sektir eða verið settir í bann. Allt mögulegar refsingar verði þeir uppvísir að slæmri hegðun. Alþjóða bílasambandið, FIA, gaf út nýjar viðmiðunarreglur þar sem tekið er mun harðar á ýmsum málum eins og það að skaða orðspor FIA eða nota óviðeigandi orðalag eins og blótsyrði í viðtölum. Heimsmeistarinn Max Verstappen var meðal annars skipað að skila samfélagsþjónustu sem refsingu fyrir að nota blótsyrði á blaðamannafundi á síðustu leiktíð. Framkoma gagnvart starfsmönnum brautanna er einn af þessum þáttum þar sem ökumenn þurfa nú að passa sig. Ítrekuð brot verða þeim líka mjög dýr. Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, hefur hafið herferð gegn blótsyrðum á vettvangi formúlunnar en ökumenn telja að sambandið sé að ganga allt of langt. Það er því ljóst að þessar harðari reglur verða ekki vinsælar hjá ökumönnunum. Ökumaður þarf að greiða fjörutíu þúsund evrur í sekt fyrir að brjóta eina af þessum reglum og svo hækkar refsingin við hvert brot. Áttatíu þúsund evrur fyrir annað brot og 120 þúsund evrur fyrir það þriðja. Við þriðja brot fá ökumenn einnig eins mánaðar bann og missa auk þess stig í keppni ökumanna. Þessar sektir samsvara 5,8 milljónum, 11,7 milljónum og 17,6 milljónum króna. Martin has his say on the FIA's updated misconduct rules 🗣️ pic.twitter.com/zIoajbcdzJ— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) January 23, 2025
Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira