Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. janúar 2025 16:47 Hildur Georgsdóttir, Gylfi Ólafsson, Björn Ingi Victorsson sem mun gegna embætti formanns hópsins og Oddný Árnadóttir. Fjögurra manna starfshópur hefur verið skipaður til að vinna úr þeim hagræðingartillögum sem borist hafa nýrri ríkisstjórn í Samráðsgátt stjórnvalda. Úrvinnslan er enn ekki hafin en verður snörp, að sögn eins meðlimsins. Þau sem skipa hópinn eru Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara. Björn Ingi verður formaður hópsins. Eins og fram hefur komið hefur sparnaðarráðum svoleiðis snjóað inn á samráðsgáttina eftir að Kristrún Frostadóttir auglýsti eftir þeim í upphafi árs. Fresturinn til að leggja til slíkt ráð rennur út á miðnætti en þegar hafa borist hátt á fjórða þúsund tillagna. Fjölmargar tillögur borist Meðal þess sem helst hefur verið nefnt er hagræðing í rekstri Ríkisútvarpsins, með því að minnka umfang þess eða leggja það niður, loka og sameina sendiráð og styrkveitingar til stjórnmálaflokkanna. Á því síðastnefnda hefur borið undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós hafi komið að Flokkur fólksins hefði þegið á þriðja hundrað milljóna í styrki þrátt fyrir að vera ekki skráður stjórnmálaflokkur í fyrirtækjaskrá. Sjá einnig: Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Einnig hefur verið lagt til að leggja niður ráðherrabíla, fækka aðstoðarfólki ráðherra eða hætta að veita áfengi í opinberum veislum og móttökum. Það hefur einnig komið fram að tillögurnar verði fyrst greindar með hjálp gervigreindar í fyrsta fasa og þeim verði síðan komið grysjuðum áfram til úrvinnsluhópsins fyrrnefnda. Tillögum skilað í lok febrúar Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að tillögum verði skilað þann 28. febrúar og að einhverjar þeirra muni nýtast strax í vor en að fjármálaáætlun muni einnig taka mið af vinnu hópsins. „Ég vil þakka þjóðinni fyrir áhugann og aðstoðina í samráðinu. Við í ríkisstjórninni höfum mikla trú á þessari vinnu og hlökkum til að fá í hendur tillögur hagræðingarhópsins. Þetta er öflugur hópur með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífi og opinberum rekstri,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. Björn Ingi Victorsson mun vera formaður hagræðingarhópsins og talsmaður þó að ekki sé gert ráð fyrir að hópurinn sýni á spilin fyrr en niðurstöðum verði skilað. „Ég er fyrst og fremst rekstrarmaður og kem inn í þetta sem slíkur en mér líst mjög vel á verkefnið og nálgun nýrrar ríkisstjórnar. Það eru víða tækifæri til að gera betur og við hlökkum til að taka þennan sprett,“ er haft eftir Birni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Þau sem skipa hópinn eru Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara. Björn Ingi verður formaður hópsins. Eins og fram hefur komið hefur sparnaðarráðum svoleiðis snjóað inn á samráðsgáttina eftir að Kristrún Frostadóttir auglýsti eftir þeim í upphafi árs. Fresturinn til að leggja til slíkt ráð rennur út á miðnætti en þegar hafa borist hátt á fjórða þúsund tillagna. Fjölmargar tillögur borist Meðal þess sem helst hefur verið nefnt er hagræðing í rekstri Ríkisútvarpsins, með því að minnka umfang þess eða leggja það niður, loka og sameina sendiráð og styrkveitingar til stjórnmálaflokkanna. Á því síðastnefnda hefur borið undanfarna daga í kjölfar þess að í ljós hafi komið að Flokkur fólksins hefði þegið á þriðja hundrað milljóna í styrki þrátt fyrir að vera ekki skráður stjórnmálaflokkur í fyrirtækjaskrá. Sjá einnig: Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Einnig hefur verið lagt til að leggja niður ráðherrabíla, fækka aðstoðarfólki ráðherra eða hætta að veita áfengi í opinberum veislum og móttökum. Það hefur einnig komið fram að tillögurnar verði fyrst greindar með hjálp gervigreindar í fyrsta fasa og þeim verði síðan komið grysjuðum áfram til úrvinnsluhópsins fyrrnefnda. Tillögum skilað í lok febrúar Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að tillögum verði skilað þann 28. febrúar og að einhverjar þeirra muni nýtast strax í vor en að fjármálaáætlun muni einnig taka mið af vinnu hópsins. „Ég vil þakka þjóðinni fyrir áhugann og aðstoðina í samráðinu. Við í ríkisstjórninni höfum mikla trú á þessari vinnu og hlökkum til að fá í hendur tillögur hagræðingarhópsins. Þetta er öflugur hópur með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífi og opinberum rekstri,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í tilkynningu ráðuneytisins. Björn Ingi Victorsson mun vera formaður hagræðingarhópsins og talsmaður þó að ekki sé gert ráð fyrir að hópurinn sýni á spilin fyrr en niðurstöðum verði skilað. „Ég er fyrst og fremst rekstrarmaður og kem inn í þetta sem slíkur en mér líst mjög vel á verkefnið og nálgun nýrrar ríkisstjórnar. Það eru víða tækifæri til að gera betur og við hlökkum til að taka þennan sprett,“ er haft eftir Birni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira