Sindri grunaður um fjárdrátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2025 11:58 Sindri Þór Sigríðarson gæti þurft að endurnýja kynni sín við Héraðsdóm Reykjavíkur fari málið á borð lögreglu. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. Tjarnarbíó er án framkvæmdastjóra sem stendur eftir að Sindra Þór Sigríðarsyni var nýlega sagt upp störfum eftir nokkurra ára starf hjá bíóinu, fyrst sem markaðsstjóri en svo framkvæmdastjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu kviknaði grunur um fjárdrátt eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. Málið er viðkvæmt eins og gefur að skilja en starfsmenn Tjarnarbíós má telja á fingrum annarrar handar og eru eftir brotthvarf Sindra Þórs fjórir. Snæbjörn Brynjarsson, sem tók við starfi leikhússtjóra í haust, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins að svo stöddu. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem stykir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Sindri Þór hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Hann hefur meðfram störfum sínum fyrir Tjarnarbíó undanfarin ár staðið í málferlum vegna orða sem hann lét falla um tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson „veðurguð“ á samfélagsmiðlum. Þeirri deilu lauk með sigri Ingólfs fyrir Landsrétti í nóvember í fyrra. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull bauðst til að greiða allan lögfræðikostnað fólks sem Ingólfur kynni að lögsækja vegna ummæla um framkomu hans við konur. Uppfært klukkan 14:02 Snæbjörn hefur tjáð sig um málið og staðfest að Sindri verði kærður til lögreglu. Leikhús Lögreglumál Efnahagsbrot Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. 11. nóvember 2023 16:23 „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. 11. október 2023 09:01 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Tjarnarbíó er án framkvæmdastjóra sem stendur eftir að Sindra Þór Sigríðarsyni var nýlega sagt upp störfum eftir nokkurra ára starf hjá bíóinu, fyrst sem markaðsstjóri en svo framkvæmdastjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu kviknaði grunur um fjárdrátt eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. Málið er viðkvæmt eins og gefur að skilja en starfsmenn Tjarnarbíós má telja á fingrum annarrar handar og eru eftir brotthvarf Sindra Þórs fjórir. Snæbjörn Brynjarsson, sem tók við starfi leikhússtjóra í haust, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins að svo stöddu. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem stykir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Sindri Þór hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Hann hefur meðfram störfum sínum fyrir Tjarnarbíó undanfarin ár staðið í málferlum vegna orða sem hann lét falla um tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson „veðurguð“ á samfélagsmiðlum. Þeirri deilu lauk með sigri Ingólfs fyrir Landsrétti í nóvember í fyrra. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull bauðst til að greiða allan lögfræðikostnað fólks sem Ingólfur kynni að lögsækja vegna ummæla um framkomu hans við konur. Uppfært klukkan 14:02 Snæbjörn hefur tjáð sig um málið og staðfest að Sindri verði kærður til lögreglu.
Leikhús Lögreglumál Efnahagsbrot Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. 11. nóvember 2023 16:23 „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. 11. október 2023 09:01 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. 11. nóvember 2023 16:23
„Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35
Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. 11. október 2023 09:01