Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2025 12:32 Domenico Ebner er ein af óvæntari stjörnum heimsmeistaramótsins í handbolta. getty/Soeren Stache Ítalir hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þeir hafa komið á óvart á heimsmeistaramótinu og eiga möguleika á að komast í átta liða úrslit. Það er ekki síst markverðinum Domenico Ebner að þakka. Ítalía mætir Þýskalandi í milliriðli 1 klukkan 17:00 í dag. Leikurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir Ebner en hann er fæddur í Freiburg og hefur búið í Þýskalandi alla sína ævi. En hvernig endaði hann í marki Ítala á HM? Fyrir átta árum sá aðstoðarþjálfari ítalska landsliðsins, Jürgen Prantner, nafn Ebners í tímaritinu. Hann staldraði við skírnarnafn hans, Domenico. Prantner fór í kjölfarið á Facebook, hafði upp á Ebner og sendi honum skilaboð. Ebner tjáði honum að hann ætti ítalska móður og væri tilbúinn að spila fyrir heimaland hennar. Og nú blómstrar Ebner með ítalska liðinu á stærsta sviði handboltans. Ebner talar ekki mikla ítölsku en er búinn að læra þjóðsönginn.getty/Soeren Stache Ítalir unnu tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu Tékka, þekkta handboltaþjóð, í fyrradag, 18-25. Ebner varði fjórtán skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Komnir í Gazzettuna „Það er erfitt að koma þessu í orð en þegar þú færð heila síðu í Gazzetta dello Sport, þar sem við vorum bara með smá horn, er það mesta viðurkenning sem þér getur hlotnast á Ítalíu,“ sagði Ebner um áhrifin sem framganga ítalska liðsins á HM hefur haft heima fyrir. „Við erum með unga leikmenn, gamla leikmenn, þykka, granna, litla og stóra. Þegar þú sérð þetta lið bráðnar hjarta mitt. Við upplifun einhvers konar Dolce Vita tilfinningu hér með stuðningsmönnunum okkar. Við erum eins og fjölskylda og þetta er gaman.“ Ebner og félagar hafa unnið Túnis, Alsír og Tékkland á HM en tapað fyrir heimaliði Danmerkur.getty/Soeren Stache Ebner hefur alls varið 42 skot á HM, eða 36 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Aðeins níu markverðir eru með betri hlutfallsmarkvörslu en hann á HM. Hinn þrítugi Ebner leikur undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar hjá Leipzig. Hann er samherji Andra Más Rúnarssonar og var samherji Viggós Kristjánssonar sem er markahæsti leikmaður Íslands á HM. Ítala bíður erfitt verkefni í dag en þeir mæta silfurliðinu frá síðustu Ólympíuleikum, Þjóðverjunum hans Alfreðs Gíslasonar. Líklegast fylgir sigurvegari leiksins Dönum upp úr milliriðli 1 og í átta liða úrslit. Bæði Þýskaland og Ítalía eru með fjögur stig. HM karla í handbolta 2025 Ítalía Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Ítalía mætir Þýskalandi í milliriðli 1 klukkan 17:00 í dag. Leikurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir Ebner en hann er fæddur í Freiburg og hefur búið í Þýskalandi alla sína ævi. En hvernig endaði hann í marki Ítala á HM? Fyrir átta árum sá aðstoðarþjálfari ítalska landsliðsins, Jürgen Prantner, nafn Ebners í tímaritinu. Hann staldraði við skírnarnafn hans, Domenico. Prantner fór í kjölfarið á Facebook, hafði upp á Ebner og sendi honum skilaboð. Ebner tjáði honum að hann ætti ítalska móður og væri tilbúinn að spila fyrir heimaland hennar. Og nú blómstrar Ebner með ítalska liðinu á stærsta sviði handboltans. Ebner talar ekki mikla ítölsku en er búinn að læra þjóðsönginn.getty/Soeren Stache Ítalir unnu tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu Tékka, þekkta handboltaþjóð, í fyrradag, 18-25. Ebner varði fjórtán skot, eða 44 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Komnir í Gazzettuna „Það er erfitt að koma þessu í orð en þegar þú færð heila síðu í Gazzetta dello Sport, þar sem við vorum bara með smá horn, er það mesta viðurkenning sem þér getur hlotnast á Ítalíu,“ sagði Ebner um áhrifin sem framganga ítalska liðsins á HM hefur haft heima fyrir. „Við erum með unga leikmenn, gamla leikmenn, þykka, granna, litla og stóra. Þegar þú sérð þetta lið bráðnar hjarta mitt. Við upplifun einhvers konar Dolce Vita tilfinningu hér með stuðningsmönnunum okkar. Við erum eins og fjölskylda og þetta er gaman.“ Ebner og félagar hafa unnið Túnis, Alsír og Tékkland á HM en tapað fyrir heimaliði Danmerkur.getty/Soeren Stache Ebner hefur alls varið 42 skot á HM, eða 36 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Aðeins níu markverðir eru með betri hlutfallsmarkvörslu en hann á HM. Hinn þrítugi Ebner leikur undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar hjá Leipzig. Hann er samherji Andra Más Rúnarssonar og var samherji Viggós Kristjánssonar sem er markahæsti leikmaður Íslands á HM. Ítala bíður erfitt verkefni í dag en þeir mæta silfurliðinu frá síðustu Ólympíuleikum, Þjóðverjunum hans Alfreðs Gíslasonar. Líklegast fylgir sigurvegari leiksins Dönum upp úr milliriðli 1 og í átta liða úrslit. Bæði Þýskaland og Ítalía eru með fjögur stig.
HM karla í handbolta 2025 Ítalía Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira