Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 10:30 Orri Freyr Þorkelsson hefur nýtt færin sín frábærlega á mótinu til þessa og fékk líka mikið hrós í Besta sætinu. Vísir/Vilhelm Einn leikmaður hefur sprungið út á HM í handbolta í ár og það er vinstri hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson sem hefur eignað sér stöðuna og hjálpað mikið til við draumabyrjun Íslands á heimsmeistaramótinu. Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. „Orri Freyr Þorkelsson er búinn að vera æðislegur á mótinu. Þrjú mörk úr þremur skotum í þessum leik. Það er eitt móment þar sem hann tekur markvörðinn þeirra,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er erfitt að lýsa þessu í hlaupvarpi. Það er þegar hann vindur upp á úlnliðinn og leggur boltann yfir höfuðið á markverðinum. Þarna ertu svolítið á handboltamáli að segja fokkaðu þér,“ sagði Stefán. Gaurinn er með svo mikið sjálfstraust „Þetta sýnir það bara að gaurinn er með svo mikið sjálfstraust að það er hrein unun að sjá hann. Mér finnst svo fallegt, af því ég þjálfað þennan strák og veit að hann ógeðslega duglegur og flottur strákur. Hann er að taka þetta allt á vinnuseminni og trúnni,“ sagði Bjarni Fritzson. „Hann er valinn fyrst í landsliðið hjá Gumma og fær þar einhverjar mínútur. Hann fékk að byrja þegar Bjarki fór í sóttkví. Svo dettur hann í kjölfarið út. Þið sjáið hvað gaurinn hefur gert síðan. Hann hefur spýtt í lófana og lagt harðar að sér,“ sagði Bjarni. „Nú er hann kominn aftur í landsliðið og núna er hann að grípa mómentið,“ sagði Bjarni. „Hann er þarna til Elverum frá Haukum. Elverum er flottur klúbbur og norska deildin er fín. Hann spilar varla mínútu þar nema einhverjar ruslmínútur. Elverum er í Meistaradeildinni,“ sagði Einar. Hann er geggjaður „Svo ákveður hann að fara til Sporting. Ég horfði á hann með Haukum áður en hann fór út og hugsaði: Hann er geggjaður,“ sagði Einar en Orri hefur staðið sig mjög vel í portúgölsku deildinni og kemur inn í mótið í góðum gír. „Hann er með geðveika hendi,“ sagði Einar. „Með öll skotin í bókinni,“ skaut Bjarni inn. „Hann er flottur íþróttamaður líka og hoppar vel. Hann hefur allt. Við erum með þrjá heimsklassa A plús leikmenn. Aron Pálmarsson er þar. Mér finnst Viktor [Gísli Hallgrímsson, markvörður] vera að komast í þennan flokk. Aron er þar og búinn að vera þar í einhver ár. Orri er bara að rúlla þarna inn,“ sagði Einar. Það má finna alla umræðuna um Orra og íslenska landsliðið í þættinum sem er allur hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. „Orri Freyr Þorkelsson er búinn að vera æðislegur á mótinu. Þrjú mörk úr þremur skotum í þessum leik. Það er eitt móment þar sem hann tekur markvörðinn þeirra,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er erfitt að lýsa þessu í hlaupvarpi. Það er þegar hann vindur upp á úlnliðinn og leggur boltann yfir höfuðið á markverðinum. Þarna ertu svolítið á handboltamáli að segja fokkaðu þér,“ sagði Stefán. Gaurinn er með svo mikið sjálfstraust „Þetta sýnir það bara að gaurinn er með svo mikið sjálfstraust að það er hrein unun að sjá hann. Mér finnst svo fallegt, af því ég þjálfað þennan strák og veit að hann ógeðslega duglegur og flottur strákur. Hann er að taka þetta allt á vinnuseminni og trúnni,“ sagði Bjarni Fritzson. „Hann er valinn fyrst í landsliðið hjá Gumma og fær þar einhverjar mínútur. Hann fékk að byrja þegar Bjarki fór í sóttkví. Svo dettur hann í kjölfarið út. Þið sjáið hvað gaurinn hefur gert síðan. Hann hefur spýtt í lófana og lagt harðar að sér,“ sagði Bjarni. „Nú er hann kominn aftur í landsliðið og núna er hann að grípa mómentið,“ sagði Bjarni. „Hann er þarna til Elverum frá Haukum. Elverum er flottur klúbbur og norska deildin er fín. Hann spilar varla mínútu þar nema einhverjar ruslmínútur. Elverum er í Meistaradeildinni,“ sagði Einar. Hann er geggjaður „Svo ákveður hann að fara til Sporting. Ég horfði á hann með Haukum áður en hann fór út og hugsaði: Hann er geggjaður,“ sagði Einar en Orri hefur staðið sig mjög vel í portúgölsku deildinni og kemur inn í mótið í góðum gír. „Hann er með geðveika hendi,“ sagði Einar. „Með öll skotin í bókinni,“ skaut Bjarni inn. „Hann er flottur íþróttamaður líka og hoppar vel. Hann hefur allt. Við erum með þrjá heimsklassa A plús leikmenn. Aron Pálmarsson er þar. Mér finnst Viktor [Gísli Hallgrímsson, markvörður] vera að komast í þennan flokk. Aron er þar og búinn að vera þar í einhver ár. Orri er bara að rúlla þarna inn,“ sagði Einar. Það má finna alla umræðuna um Orra og íslenska landsliðið í þættinum sem er allur hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira