Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2025 23:01 Strákarnir okkar. Þvílíkt lið. vísir/vilhelm Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. Það var töfrandi að vera í stúkunni í kvöld. Íslendingum fjölgaði mikið í stúkunni og þar erum við frábær ár eftir ár. Þetta hljómaði eins og tíu þúsund manna kór. Það er svo fallegt að búa til heimavöll fjarri Íslandi. Það kom strax í ljós að það var sami eldur og hundur í strákunum sem var gegn Slóveníu. Ótrúlegur andi og allir að fórna sér fyrir næsta mann. Dauðasynd að svindla. Frumkvæðið tekið strax og því var aldrei skilað. Það gaf aldrei almennilega á bátinn. Hvar var slæmi kaflinn? Blessunarlega var hann víðsfjarri í kvöld. Trúin er botnlaus hjá þessu magnaða liði okkar. Ég er eiginlega orðlaus að fylgjast með Aroni Pálmarssyni á þessu móti. Þvílíkt hungur og kraftur í manninum. Hann er eiginlega endurfæddur í þessu landsliði og tekur liðið á bakið hvað eftir annað. Algjörlega geggjaður og það ekki síður í vörn en sókn. Svo er það Viggó Kristjánsson. Fékk það stóra hlutverk að vera aðalmaðurinn hægra megin þar sem Ómar Ingi meiddist. Hann veldur því og rúmlega það. Þvílíkur töffari sem þessi gæi er og svægið hreinlega lekur af honum. Hann er óttalaus. Það má samt aðeins fara að hvíla hann. Verra að hann springi strax. Sérstaklega þar sem þjálfarinn virðist ekki hafa nokkra trú á manninum sem á að bakka Viggó upp. Að sjálfsögðu verður svo að nefna Viktor Gísla. Ekki láta þetta fallega, saklausa bros blekkja ykkur. Drengurinn er algjör „killer“ á vellinum. Maður er eiginlega orðinn uppiskroppa með lýsingarorð fyrir strákinn eftir fjóra leiki. Hann er augljóslega á frábærum stað og unun að fylgjast með honum blómstra. Það er algjörlega galið að gæinn sé bara vel yfir 50 prósent í markvörslu nánast alla leiki. Það er loksins að gerast að þessir frábæru leikmenn eru orðnir að liði. Heimsklassaliði. Þjálfararnir Snorri og Arnór fá mikið hrós fyrir það. Þeir eru á hraðferð með liðið í efsta klassa. Það eru allir að koma með eitthvað að borðinu og stríðsmennirnir sem fara fyrir vörninni virðast vera gerðir úr stáli. Liðið er svo gott sem komið í átta liða úrslit á mótinu eftir þennan sigur en með svona spilamennsku getur liðið gert mikinn usla á þessu móti. Aron sagði við mig um daginn að það væri sérstök ára í kringum þetta lið. Þar var engu logið. Það liggur svo sannarlega eitthvað í loftinu. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira
Það var töfrandi að vera í stúkunni í kvöld. Íslendingum fjölgaði mikið í stúkunni og þar erum við frábær ár eftir ár. Þetta hljómaði eins og tíu þúsund manna kór. Það er svo fallegt að búa til heimavöll fjarri Íslandi. Það kom strax í ljós að það var sami eldur og hundur í strákunum sem var gegn Slóveníu. Ótrúlegur andi og allir að fórna sér fyrir næsta mann. Dauðasynd að svindla. Frumkvæðið tekið strax og því var aldrei skilað. Það gaf aldrei almennilega á bátinn. Hvar var slæmi kaflinn? Blessunarlega var hann víðsfjarri í kvöld. Trúin er botnlaus hjá þessu magnaða liði okkar. Ég er eiginlega orðlaus að fylgjast með Aroni Pálmarssyni á þessu móti. Þvílíkt hungur og kraftur í manninum. Hann er eiginlega endurfæddur í þessu landsliði og tekur liðið á bakið hvað eftir annað. Algjörlega geggjaður og það ekki síður í vörn en sókn. Svo er það Viggó Kristjánsson. Fékk það stóra hlutverk að vera aðalmaðurinn hægra megin þar sem Ómar Ingi meiddist. Hann veldur því og rúmlega það. Þvílíkur töffari sem þessi gæi er og svægið hreinlega lekur af honum. Hann er óttalaus. Það má samt aðeins fara að hvíla hann. Verra að hann springi strax. Sérstaklega þar sem þjálfarinn virðist ekki hafa nokkra trú á manninum sem á að bakka Viggó upp. Að sjálfsögðu verður svo að nefna Viktor Gísla. Ekki láta þetta fallega, saklausa bros blekkja ykkur. Drengurinn er algjör „killer“ á vellinum. Maður er eiginlega orðinn uppiskroppa með lýsingarorð fyrir strákinn eftir fjóra leiki. Hann er augljóslega á frábærum stað og unun að fylgjast með honum blómstra. Það er algjörlega galið að gæinn sé bara vel yfir 50 prósent í markvörslu nánast alla leiki. Það er loksins að gerast að þessir frábæru leikmenn eru orðnir að liði. Heimsklassaliði. Þjálfararnir Snorri og Arnór fá mikið hrós fyrir það. Þeir eru á hraðferð með liðið í efsta klassa. Það eru allir að koma með eitthvað að borðinu og stríðsmennirnir sem fara fyrir vörninni virðast vera gerðir úr stáli. Liðið er svo gott sem komið í átta liða úrslit á mótinu eftir þennan sigur en með svona spilamennsku getur liðið gert mikinn usla á þessu móti. Aron sagði við mig um daginn að það væri sérstök ára í kringum þetta lið. Þar var engu logið. Það liggur svo sannarlega eitthvað í loftinu.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Sjá meira