„Kannski er ég orðinn frekur“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2025 21:20 Snorri Steinn Guðjónsson fylgist einbeittur með. VÍSIR/VILHELM „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. Ísland er enn með fullt hús stiga á mótinu og komið í afar góða stöðu upp á að komast í 8-liða úrslit mótsins, en þangað fara tvö efstu lið milliriðilsins. Snorri hefði þó alveg þegið enn stærri sigur, með það í huga að innbyrðis markatala gæti ráðið úrslitum ef Ísland tapar gegn Króatíu á föstudag. Íslenska liðið passaði að hleypa Egyptalandi aldrei of nálægt sér í kvöld, og hélt „þægilegri“ 3-5 marka forystu mestan hluta leiksins: „Mér fannst hún ekki vera þægileg. Ég hefði viljað vinna stærra, með 5-6 mörkum. Það getur orðið mikilvægt. En kannski er ég orðinn frekur. Ég er fyrst og fremst gríðarlega ánægður með hugarfarið og einbeitinguna í strákunum. Að fara ekki of hátt eftir góðan leik, ná sér niður og gíra sig svona vel inn í þetta. Frábær frammistaða,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn á Egyptum Eru það þroskamerki á liðinu að hleypa leiknum aldrei í meiri spennu? „Gæðamerki. Við erum að spila á móti góðu liði sem við berum mikla virðingu fyrir. Það eru alls konar þroskamerki og eitthvað sem við gerðum betur en í síðasta leik. En eflaust eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Snorri. En er eitthvað sem angrar hann eftir svona leik? „Að hafa ekki unnið stærra,“ sagði Snorri sem er ekki að fara fram úr sjálfum sér frekar en fyrri daginn: „Ég held við þurfum fleiri stig og því fleiri sem við fáum, og því fyrr, því betra. Það er ekkert í hendi og við eigum gríðarlega erfiðan leik fram undan við Króata á heimavelli.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Ísland er enn með fullt hús stiga á mótinu og komið í afar góða stöðu upp á að komast í 8-liða úrslit mótsins, en þangað fara tvö efstu lið milliriðilsins. Snorri hefði þó alveg þegið enn stærri sigur, með það í huga að innbyrðis markatala gæti ráðið úrslitum ef Ísland tapar gegn Króatíu á föstudag. Íslenska liðið passaði að hleypa Egyptalandi aldrei of nálægt sér í kvöld, og hélt „þægilegri“ 3-5 marka forystu mestan hluta leiksins: „Mér fannst hún ekki vera þægileg. Ég hefði viljað vinna stærra, með 5-6 mörkum. Það getur orðið mikilvægt. En kannski er ég orðinn frekur. Ég er fyrst og fremst gríðarlega ánægður með hugarfarið og einbeitinguna í strákunum. Að fara ekki of hátt eftir góðan leik, ná sér niður og gíra sig svona vel inn í þetta. Frábær frammistaða,“ sagði Snorri. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn á Egyptum Eru það þroskamerki á liðinu að hleypa leiknum aldrei í meiri spennu? „Gæðamerki. Við erum að spila á móti góðu liði sem við berum mikla virðingu fyrir. Það eru alls konar þroskamerki og eitthvað sem við gerðum betur en í síðasta leik. En eflaust eitthvað sem við þurfum að laga,“ sagði Snorri. En er eitthvað sem angrar hann eftir svona leik? „Að hafa ekki unnið stærra,“ sagði Snorri sem er ekki að fara fram úr sjálfum sér frekar en fyrri daginn: „Ég held við þurfum fleiri stig og því fleiri sem við fáum, og því fyrr, því betra. Það er ekkert í hendi og við eigum gríðarlega erfiðan leik fram undan við Króata á heimavelli.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira