Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2025 14:22 Maðurinn réðst að drengnum á ótilgreindum veitingastað í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast að barni á veitingastað í Mosfellsbæ. Hann hélt því fram fyrir dómi að milda ætti refsingu hans vegna þess að barnið hafi átt upptök að átökunum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á mánudag, segir að maðurinn hafi tekið í hnakka drengs, ýtt honum áfram og gengið nokkur skref með hann í því taki og í kjölfarið eftir að drengurinn náði að losa sig tekið hann hálstaki, hrist hann til og öskrað á hann. Af þessu hafi drengurinn hlotið yfirborðsáverka á hálsi og maðurinn hafi sýnt honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist þess að honum yrði ekki gerð refsins, til vara að hann yrði einungis dæmdur til greiðslu sektar en til þrautavara að hann yrði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá hafi hann játað bótaskyldu en krafist þess að bótakrafa sem móðir drengsins lagði fram fyrir hans hönd, upp á eina milljón króna, yrði lækkuð. Drengurinn var með læti Við ákvörðun refsingar hafi dómurinn litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir að af málsgögnum yrði ráðið að drengurinn hafi verið með læti áður en maðurinn veittist að honum, væru ekki skilyrði til að líta til ákvæðis almennra hegningarlaga, sem maðurinn vísaði til, við ákvörðun refsingar. Ákvæðið mælir fyrir um að refsingu megi færa niður úr lágmarki þegar maður hefur framið brot í mikilli reiði eða geðæsingu, sem sá, er fyrir brotinu verður, hefur vakið hjá honum með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun. Refsing mannsins væri því hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá skyldi hann greiða móður drengins 250 þúsund krónur og 150 þúsund krónur í málskostnað. Þá greiði maðurinn allan sakarkostnað, rétt tæplega hálfa milljón króna. Mosfellsbær Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp á mánudag, segir að maðurinn hafi tekið í hnakka drengs, ýtt honum áfram og gengið nokkur skref með hann í því taki og í kjölfarið eftir að drengurinn náði að losa sig tekið hann hálstaki, hrist hann til og öskrað á hann. Af þessu hafi drengurinn hlotið yfirborðsáverka á hálsi og maðurinn hafi sýnt honum vanvirðandi hegðun, yfirgang og ruddalegt athæfi. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi játað brot sín skýlaust samkvæmt ákæru og krafist þess að honum yrði ekki gerð refsins, til vara að hann yrði einungis dæmdur til greiðslu sektar en til þrautavara að hann yrði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá hafi hann játað bótaskyldu en krafist þess að bótakrafa sem móðir drengsins lagði fram fyrir hans hönd, upp á eina milljón króna, yrði lækkuð. Drengurinn var með læti Við ákvörðun refsingar hafi dómurinn litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þrátt fyrir að af málsgögnum yrði ráðið að drengurinn hafi verið með læti áður en maðurinn veittist að honum, væru ekki skilyrði til að líta til ákvæðis almennra hegningarlaga, sem maðurinn vísaði til, við ákvörðun refsingar. Ákvæðið mælir fyrir um að refsingu megi færa niður úr lágmarki þegar maður hefur framið brot í mikilli reiði eða geðæsingu, sem sá, er fyrir brotinu verður, hefur vakið hjá honum með ólögmætri árás eða stórfelldri móðgun. Refsing mannsins væri því hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá skyldi hann greiða móður drengins 250 þúsund krónur og 150 þúsund krónur í málskostnað. Þá greiði maðurinn allan sakarkostnað, rétt tæplega hálfa milljón króna.
Mosfellsbær Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira