Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 10:01 Miklar framkvæmdir standa nú yfir við þjóðarleikvanginn í Laugardal. Eftir þær verður völlurinn upphitaður og þolir mun betur leiki yfir vetrartímann. Vísir/Arnar Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að breyta fyrirkomulagi á framlagi UEFA til KSÍ vegna þróunar- og fjárfestingaverkefna til að fjármagna framkvæmdir við Laugardalsvöll. Á fundi stjórnar KSÍ 15. janúar síðastliðinn tók stjórn KSÍ ákvörðun um annað fyrirkomulag á hluta framlags UEFA til KSÍ vegna þróunar- og fjárfestingaverkefna fyrir árin 2024-2028. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Heildarfjárframlag UEFA til KSÍ í þessum málaflokki er alls fimm milljónir evra, 732 milljónir króna, og dreifist yfir tímabilið 1. júlí 2024 til 30. júní 2028. Á undanförnum árum hefur um það bil fimmtungshlutur af umræddu fjárframlagi verið veitt í mannvirkjasjóð KSÍ og úthlutað til styrkhæfra verkefna aðildarfélaga í samræmi við reglugerð sjóðsins. Mannvirkjasjóður KSÍ hefur verið starfræktur frá því í janúar 2008. Í júní sl. var auglýst sérstaklega eftir umsóknum frá aðildarfélögum um styrki úr mannvirkjasjóði og var vakin sérstök athygli á að um væri að ræða umsóknir og úthlutanir fyrir árið 2024 eingöngu. Í Hattrick reglugerð UEFA er það gert að skilyrði að KSÍ nýti framangreint fjárframlag til verkefna sem þjóna sameiginlegum hagsmunum fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild og hafi m.a. skýran þróunar- og knattspyrnulegan tilgang. Meðal verkefna sem geti fallið þar undir í flokki knattspyrnumannvirkja (Football infrastructure) er vegna leikvangs á yfirráðasvæði aðildarsambands UEFA og er ætlað að uppfylla lágmarkskröfur reglugerða UEFA til að halda leiki í öllum UEFA keppnum (landslið og félagslið). Hefur stjórn KSÍ ákveðið að hluti framlags UEFA, sem áður hefur verið tileinkað mannvirkjasjóði KSÍ, sem nú kemur til vegna áranna 2024-2028, verði nýtt í uppbyggingu á núverandi þjóðarleikvangi á Laugardalsvelli. Ákvörðun stjórnar KSÍ er tekin m.a. með eftirfarandi atriði í huga: Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA til halda leiki í Evrópukeppnum félagsliða. Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA og FIFA til að leika landsleiki í alþjóðlegum keppnum. KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13. desember 2024 12:45 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30 Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1. nóvember 2024 16:22 Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega. 15. nóvember 2024 16:49 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira
Á fundi stjórnar KSÍ 15. janúar síðastliðinn tók stjórn KSÍ ákvörðun um annað fyrirkomulag á hluta framlags UEFA til KSÍ vegna þróunar- og fjárfestingaverkefna fyrir árin 2024-2028. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu sambandsins. Heildarfjárframlag UEFA til KSÍ í þessum málaflokki er alls fimm milljónir evra, 732 milljónir króna, og dreifist yfir tímabilið 1. júlí 2024 til 30. júní 2028. Á undanförnum árum hefur um það bil fimmtungshlutur af umræddu fjárframlagi verið veitt í mannvirkjasjóð KSÍ og úthlutað til styrkhæfra verkefna aðildarfélaga í samræmi við reglugerð sjóðsins. Mannvirkjasjóður KSÍ hefur verið starfræktur frá því í janúar 2008. Í júní sl. var auglýst sérstaklega eftir umsóknum frá aðildarfélögum um styrki úr mannvirkjasjóði og var vakin sérstök athygli á að um væri að ræða umsóknir og úthlutanir fyrir árið 2024 eingöngu. Í Hattrick reglugerð UEFA er það gert að skilyrði að KSÍ nýti framangreint fjárframlag til verkefna sem þjóna sameiginlegum hagsmunum fyrir knattspyrnuhreyfinguna í heild og hafi m.a. skýran þróunar- og knattspyrnulegan tilgang. Meðal verkefna sem geti fallið þar undir í flokki knattspyrnumannvirkja (Football infrastructure) er vegna leikvangs á yfirráðasvæði aðildarsambands UEFA og er ætlað að uppfylla lágmarkskröfur reglugerða UEFA til að halda leiki í öllum UEFA keppnum (landslið og félagslið). Hefur stjórn KSÍ ákveðið að hluti framlags UEFA, sem áður hefur verið tileinkað mannvirkjasjóði KSÍ, sem nú kemur til vegna áranna 2024-2028, verði nýtt í uppbyggingu á núverandi þjóðarleikvangi á Laugardalsvelli. Ákvörðun stjórnar KSÍ er tekin m.a. með eftirfarandi atriði í huga: Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA til halda leiki í Evrópukeppnum félagsliða. Svo tryggt verði að á Íslandi sé knattspyrnuleikvangur sem uppfylli a.m.k. lágmarkskröfur í reglugerðum UEFA og FIFA til að leika landsleiki í alþjóðlegum keppnum.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13. desember 2024 12:45 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30 Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1. nóvember 2024 16:22 Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega. 15. nóvember 2024 16:49 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira
The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Breska götublaðið The Sun hefur veitt því athygli líkt og fleiri hve snemma dags Víkingar neyðast til að spila sína leiki í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. 13. desember 2024 12:45
Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30
Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1. nóvember 2024 16:22
Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega. 15. nóvember 2024 16:49