Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 09:01 Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn með Lille á Anfield í gærkvöldi en hér reynir Liverpool maðurinn Alexis Mac Allister að stoppa hann. Getty/Richard Sellers Það var nóg af mörgum í leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta og nú má sjá þessi mörk hér inn á Vísi. Liverpool og Barcelona urðu í gærkvöldi fyrstu liðin til að tryggja sig formlega inn í sextán liða úrslitin. Það þýðir að þau eru í hópi þeirra átta sem sitja hjá í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Liverpool hefur unnið alla sjö leiki sína í Meistaradeildinni á tímabilinu en liðið vann 2-1 sigur á Hákoni Haraldssyni og félögum í Lille á Anfield í gær. Lille jafnaði leikinn eftir að fylgt var eftir skoti frá íslenska landsliðsmanninum. Mohamed Salah og Harvey Elliott skoruðu mörk Liverpool en þetta var fimmtugasta Evrópumark Salah fyrir Liverpool. Jonathan David skoraði mark Lille þegar hann fylgdi eftir skoti Hákons í varnarmann. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Lille Barcelona hefur unnið sex af sjö leikjum en liðið vann dramatískan 5-4 sigur á Benfica í miklum markaleik í Lissabon í gærkvöldi. Raphinha skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu í uppbótartíma en hann skoraði tvö mörk í gærkvöldi. Hin mörk Barcelona skoruðu Robert Lewandowski úr tveimur vítaspyrnum og Eric Garcia. Vangelis Pavlidis skoraði þrennu fyrir Benfica í fyrri hálfleiknum en fjórða markið var sjálfsmark. Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Barcelona Julián Álvarez skoraði bæði mörk Atletico Madrid í 2-1 endurkomusigri á Bayer Leverkusen. Atalanta vann 5-0 stórsigur á Sturm Graz, Bologna vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og Aston Villa tapaði 1-0 á útivelli á móti Mónakó. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Klippa: Mörkin úr leik Atletico og Leverkusen Klippa: Mörkin úr leik Atalanta og Sturm Graz Klippa: Markið úr leik Mónakó og Aston Villa Klippa: Mörkin úr leik Bologna og Dortmund Klippa: Mörkin úr leik Rauðu Stjörnunnar og PSV Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Liverpool og Barcelona urðu í gærkvöldi fyrstu liðin til að tryggja sig formlega inn í sextán liða úrslitin. Það þýðir að þau eru í hópi þeirra átta sem sitja hjá í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Liverpool hefur unnið alla sjö leiki sína í Meistaradeildinni á tímabilinu en liðið vann 2-1 sigur á Hákoni Haraldssyni og félögum í Lille á Anfield í gær. Lille jafnaði leikinn eftir að fylgt var eftir skoti frá íslenska landsliðsmanninum. Mohamed Salah og Harvey Elliott skoruðu mörk Liverpool en þetta var fimmtugasta Evrópumark Salah fyrir Liverpool. Jonathan David skoraði mark Lille þegar hann fylgdi eftir skoti Hákons í varnarmann. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Lille Barcelona hefur unnið sex af sjö leikjum en liðið vann dramatískan 5-4 sigur á Benfica í miklum markaleik í Lissabon í gærkvöldi. Raphinha skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu í uppbótartíma en hann skoraði tvö mörk í gærkvöldi. Hin mörk Barcelona skoruðu Robert Lewandowski úr tveimur vítaspyrnum og Eric Garcia. Vangelis Pavlidis skoraði þrennu fyrir Benfica í fyrri hálfleiknum en fjórða markið var sjálfsmark. Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Barcelona Julián Álvarez skoraði bæði mörk Atletico Madrid í 2-1 endurkomusigri á Bayer Leverkusen. Atalanta vann 5-0 stórsigur á Sturm Graz, Bologna vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og Aston Villa tapaði 1-0 á útivelli á móti Mónakó. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Klippa: Mörkin úr leik Atletico og Leverkusen Klippa: Mörkin úr leik Atalanta og Sturm Graz Klippa: Markið úr leik Mónakó og Aston Villa Klippa: Mörkin úr leik Bologna og Dortmund Klippa: Mörkin úr leik Rauðu Stjörnunnar og PSV
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira