Einhver heimili enn keyrð á varaafli Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2025 16:57 Nokkur fjöldi rafmagnsstaura brotnaði í óveðrinu. RARIK Nokkrir viðskiptavinir RARIK á Austurlandi fá sem stendur afhent rafmagn með smærri varaflsvélum meðan verið er að gera við rafmagnslínur sem skemmdust í óveðrinu sem hófst á sunnudag. Í fréttatilkynningu frá RARIK segir að tugir staura hafi brotnað og nokkrar skemmdir hafi orðið á línum víðsvegar á Austfjörðum í miklu óveðri sem hófst sunnudaginn 19. janúar. Verra en búist var við Framkvæmdaflokkar fyrirtækisins hafi verið í viðbragsstöðu og aukamannskapur hafi verið kallaður út vegna veðurspár frá sunnudeginum en vegna mikillar ofankomu með tilheyrandi ófærð og slæmu skyggni hafi þeim ekki orðið hægt um vik þegar mikil ísing fór að fella línur og staura. Veðurspá hefði gert ráð fyrir að ísing yrði mun ofar en raunin varð. RARIK hafi verið í nánu samstarfi við almannavarnir og Vegagerðina um að koma starfsfólki örugglega milli svæða eftir því sem þörf krafði og björgunarsveitir og verktakar hafi einnig aðstoðað. Sex bilanir hafi orðið á Austurlandi í þessu áhlaupi og allar hafi þær orðið á stöðum sem treysta á afhendingu rafmagns um loftlínur. Mega búast við truflunum Nokkrir viðskiptavinir fái sem stendur afhent rafmagn með smærri varaflsvélum meðan verið er að gera við þær línur sem fóru. Þetta eigi við í dreifbýli í sunnanverðum Fáskrúðsfirði, Berufirði, Stöðvarfirði og Lóni. Nokkrir afhendingarstaðir þar sem ekki er föst búseta séu án rafmagns og það sé samkvæmt samkomulagi við þá viðskiptavini. Viðskiptavinir sem fá rafmagn með varaafli geti búist við smávægilegum truflunum þegar viðgerðum líkur og þeir verða tengdir dreifikerfinu aftur. „RARIK vill þakka öllum íbúum og fyrirtækjum á svæðinu fyrir þolinmæði og skilning og senda sérstakar þakkir til verktaka og björgunarsveita sem aðstoðuðu okkur í þessu verkefni.“ Orkumál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá RARIK segir að tugir staura hafi brotnað og nokkrar skemmdir hafi orðið á línum víðsvegar á Austfjörðum í miklu óveðri sem hófst sunnudaginn 19. janúar. Verra en búist var við Framkvæmdaflokkar fyrirtækisins hafi verið í viðbragsstöðu og aukamannskapur hafi verið kallaður út vegna veðurspár frá sunnudeginum en vegna mikillar ofankomu með tilheyrandi ófærð og slæmu skyggni hafi þeim ekki orðið hægt um vik þegar mikil ísing fór að fella línur og staura. Veðurspá hefði gert ráð fyrir að ísing yrði mun ofar en raunin varð. RARIK hafi verið í nánu samstarfi við almannavarnir og Vegagerðina um að koma starfsfólki örugglega milli svæða eftir því sem þörf krafði og björgunarsveitir og verktakar hafi einnig aðstoðað. Sex bilanir hafi orðið á Austurlandi í þessu áhlaupi og allar hafi þær orðið á stöðum sem treysta á afhendingu rafmagns um loftlínur. Mega búast við truflunum Nokkrir viðskiptavinir fái sem stendur afhent rafmagn með smærri varaflsvélum meðan verið er að gera við þær línur sem fóru. Þetta eigi við í dreifbýli í sunnanverðum Fáskrúðsfirði, Berufirði, Stöðvarfirði og Lóni. Nokkrir afhendingarstaðir þar sem ekki er föst búseta séu án rafmagns og það sé samkvæmt samkomulagi við þá viðskiptavini. Viðskiptavinir sem fá rafmagn með varaafli geti búist við smávægilegum truflunum þegar viðgerðum líkur og þeir verða tengdir dreifikerfinu aftur. „RARIK vill þakka öllum íbúum og fyrirtækjum á svæðinu fyrir þolinmæði og skilning og senda sérstakar þakkir til verktaka og björgunarsveita sem aðstoðuðu okkur í þessu verkefni.“
Orkumál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira