Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Valur Páll Eiríksson skrifar 22. janúar 2025 09:33 Snorri Steinn Guðjónsson segir íslenska liðið þurfa að gleyma Slóvenaleiknum en byggja á frammistöðuna gegn Egyptum. Vísir/Vilhelm „Það versta sem við gerum er að staldra við þennan leik og fara að hrósa okkur of mikið,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, og á þar við sigur Íslands á Slóveníu í fyrrakvöld. Öll einbeiting er á Egyptum sem strákarnir mæta í kvöld. „Þú getur ekki verið uppi í hæstu hæðum. Þetta var nú bara riðillinn sko, það er nóg eftir og ekkert búið að gerast nema að við erum með fjögur stig. Mikið fram undan og erfiðir leikir,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Búast má við töluvert frábrugðnum leik en þeim sem strákarnir spiluðu við Slóvena. Egyptar eru allt öðruvísi lið, en að sama skapi vill Snorri halda í einkenni íslenska liðsins. „Auðvitað þurfum við að hafa okkar identity á hreinu en við þurfum líka að geta aðlagað það að öðrum. Það er alveg rétt að þetta er öðruvísi lið. Töluvert frábrugðið því sem Slóvenar gera. Það er gríðarleg vigt í þessu, þeir eru þungir, stórir og sterkir. Þeir geta skotið fyrir utan og eru með frábæran línumann sem er mjög erfitt að eiga við,“ segir Snorri og bætir við: „Við þurfum að fara yfir eitt og annað og vera tilbúnir í það. En á sama tíma, það sem þarf að vera eins, er að við þurfum að spila okkar varnarleik, helst, á okkar forsendum. Að við séum að sækja hlutina frekar en að vera að bíða eftir því sem Egyptarnir ætli að gera,“ segir Snorri Steinn. Líkt og greint var frá á Vísi í fyrradag gáfu Egyptar það út að stórskyttan Dodo yrði ekki með í milliriðlinum. Það munar um minna en þegar eru tveir í hans stöðu frá. Snorri segir þó geta verið að Egyptar séu að setja upp leikþátt og geti verið að Dodo verði klár í slaginn. „Alveg örugglega. Þetta er frábær leikmaður og einn af þeirra lykilmönnum. Það hefur eflaust einhver áhrif. Kannski er þetta einhver póker, ég veit það ekki, við þurfum líka að gera ráð fyrir honum. Þetta er bæði gott og slæmt hvað undirbúninginn varðar. En þeir eru með fullt af leikmönnum, sem kannski ekki allir þekkja,“ segir Snorri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Það er leikdagur á HM í Zagreb og ýmislegt sem þurfti að fara yfir í HM í dag. 22. janúar 2025 11:03 „Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00 „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32 Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Óhapp varð á æfingu íslenska landsliðsins í Zagreb nú síðdegis. 21. janúar 2025 16:47 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
„Þú getur ekki verið uppi í hæstu hæðum. Þetta var nú bara riðillinn sko, það er nóg eftir og ekkert búið að gerast nema að við erum með fjögur stig. Mikið fram undan og erfiðir leikir,“ segir Snorri Steinn. Klippa: Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Búast má við töluvert frábrugðnum leik en þeim sem strákarnir spiluðu við Slóvena. Egyptar eru allt öðruvísi lið, en að sama skapi vill Snorri halda í einkenni íslenska liðsins. „Auðvitað þurfum við að hafa okkar identity á hreinu en við þurfum líka að geta aðlagað það að öðrum. Það er alveg rétt að þetta er öðruvísi lið. Töluvert frábrugðið því sem Slóvenar gera. Það er gríðarleg vigt í þessu, þeir eru þungir, stórir og sterkir. Þeir geta skotið fyrir utan og eru með frábæran línumann sem er mjög erfitt að eiga við,“ segir Snorri og bætir við: „Við þurfum að fara yfir eitt og annað og vera tilbúnir í það. En á sama tíma, það sem þarf að vera eins, er að við þurfum að spila okkar varnarleik, helst, á okkar forsendum. Að við séum að sækja hlutina frekar en að vera að bíða eftir því sem Egyptarnir ætli að gera,“ segir Snorri Steinn. Líkt og greint var frá á Vísi í fyrradag gáfu Egyptar það út að stórskyttan Dodo yrði ekki með í milliriðlinum. Það munar um minna en þegar eru tveir í hans stöðu frá. Snorri segir þó geta verið að Egyptar séu að setja upp leikþátt og geti verið að Dodo verði klár í slaginn. „Alveg örugglega. Þetta er frábær leikmaður og einn af þeirra lykilmönnum. Það hefur eflaust einhver áhrif. Kannski er þetta einhver póker, ég veit það ekki, við þurfum líka að gera ráð fyrir honum. Þetta er bæði gott og slæmt hvað undirbúninginn varðar. En þeir eru með fullt af leikmönnum, sem kannski ekki allir þekkja,“ segir Snorri Steinn. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Það er leikdagur á HM í Zagreb og ýmislegt sem þurfti að fara yfir í HM í dag. 22. janúar 2025 11:03 „Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00 „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32 Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Óhapp varð á æfingu íslenska landsliðsins í Zagreb nú síðdegis. 21. janúar 2025 16:47 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Það er leikdagur á HM í Zagreb og ýmislegt sem þurfti að fara yfir í HM í dag. 22. janúar 2025 11:03
„Það er einhver ára yfir liðinu“ Aron Pálmarsson missti af fyrsta leik Íslands á HM vegna meiðsla og í fyrstu átti hann ekkert að spila fyrr en í milliriðlinum. Sem betur fer náði hann heilsu fyrr og hefur verið frábær. 22. janúar 2025 08:00
„Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21. janúar 2025 20:32
Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Óhapp varð á æfingu íslenska landsliðsins í Zagreb nú síðdegis. 21. janúar 2025 16:47