Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 16:12 Milan Lazarevski frá Norður-Makedóníu og Elias Kofler frá Austurríki í átökum í Varazdin í Króatíu í dag. Getty/Vjeran Zganec Filip Kuzmanovski tryggði Norður-Makedóníu stig gegn Austurríki í dag með mögnuðu langskoti á síðustu stundu, í 29-29 jafntefli á HM í handbolta. Sviss vann stórsigur á Túnis. Austurríki er því með þrjú stig í milliriðli II og þar ríkir mikil spenna, en tvö efstu liðin úr þeim milliriðli mæta svo liðum úr milliriðli Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Frakkar eru efstir með 4 stig og mæta Ungverjalandi (3 stig) í kvöld. Holland er með 2 stig líkt og Norður-Makedónía, en Katar með 0 stig, en Holland og Katar mætast í dag. Ljóst er að allt þarf að ganga upp hjá N-Makedóníumönnum og þeir að vinna Katar og Frakkland í síðustu leikjum sínum, til að eygja von um 2. sæti riðilsins, en markið frá Kuzmanovski heldur þeim á lífi. Austurríki var 14-13 yfir í hálfleik gegn Norður-Makedóníu í dag, eftir 6-2 kafla á lokamínútum fyrri hálfleiks, en liðið skoraði lokamark fyrri hálfleiksins á síðustu sekúndu. Gríðarleg spenna var í leiknum í seinni hálfleik og jafnt á öllum tölum. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Florian Kaiper vítakast fyrir Austurríki, frá Kuzmanovski, og í staðinn kom Eric Damböck Austurríki yfir, 28-27, með vítakasti á hinum enda vallarins. Marko Mitev náði að jafna metin 40 sekúndum fyrir leikslok, með sínu sjötta marki í leiknum, en Austurríki tók svo leikhlé til að undirbúa lokasókn sína. Lukas Hutecek lyfti sér svo upp og skoraði þegar örfáar sekúndur voru eftir, skoraði sitt sjötta mark og virtist hafa tryggt Austurríki sigur, en svo fór ekki því Kuzmanovski tókst einhvern veginn að jafna metin á síðustu stundu. Sviss fikrar sig nær Þýskalandi og Danmörku Sviss vann Túnis af miklu öryggi, 37-26, og var í raun búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, en staðan að honum loknum var 20-11. Svisslendingar eru því með í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum en þeir eru með þrjú stig í milliriðli I, á meðan að Túnis er enn án stiga. Danmörk og Þýskaland eru efst í þessum milliriðli með fjögur stig hvort, og mætast í kvöld. Fyrst mætast þó Tékkland og Ítalía, en Tékkar eru með eitt stig og Ítalir tvö. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira
Austurríki er því með þrjú stig í milliriðli II og þar ríkir mikil spenna, en tvö efstu liðin úr þeim milliriðli mæta svo liðum úr milliriðli Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Frakkar eru efstir með 4 stig og mæta Ungverjalandi (3 stig) í kvöld. Holland er með 2 stig líkt og Norður-Makedónía, en Katar með 0 stig, en Holland og Katar mætast í dag. Ljóst er að allt þarf að ganga upp hjá N-Makedóníumönnum og þeir að vinna Katar og Frakkland í síðustu leikjum sínum, til að eygja von um 2. sæti riðilsins, en markið frá Kuzmanovski heldur þeim á lífi. Austurríki var 14-13 yfir í hálfleik gegn Norður-Makedóníu í dag, eftir 6-2 kafla á lokamínútum fyrri hálfleiks, en liðið skoraði lokamark fyrri hálfleiksins á síðustu sekúndu. Gríðarleg spenna var í leiknum í seinni hálfleik og jafnt á öllum tölum. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Florian Kaiper vítakast fyrir Austurríki, frá Kuzmanovski, og í staðinn kom Eric Damböck Austurríki yfir, 28-27, með vítakasti á hinum enda vallarins. Marko Mitev náði að jafna metin 40 sekúndum fyrir leikslok, með sínu sjötta marki í leiknum, en Austurríki tók svo leikhlé til að undirbúa lokasókn sína. Lukas Hutecek lyfti sér svo upp og skoraði þegar örfáar sekúndur voru eftir, skoraði sitt sjötta mark og virtist hafa tryggt Austurríki sigur, en svo fór ekki því Kuzmanovski tókst einhvern veginn að jafna metin á síðustu stundu. Sviss fikrar sig nær Þýskalandi og Danmörku Sviss vann Túnis af miklu öryggi, 37-26, og var í raun búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, en staðan að honum loknum var 20-11. Svisslendingar eru því með í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum en þeir eru með þrjú stig í milliriðli I, á meðan að Túnis er enn án stiga. Danmörk og Þýskaland eru efst í þessum milliriðli með fjögur stig hvort, og mætast í kvöld. Fyrst mætast þó Tékkland og Ítalía, en Tékkar eru með eitt stig og Ítalir tvö.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Sjá meira