Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 16:12 Milan Lazarevski frá Norður-Makedóníu og Elias Kofler frá Austurríki í átökum í Varazdin í Króatíu í dag. Getty/Vjeran Zganec Filip Kuzmanovski tryggði Norður-Makedóníu stig gegn Austurríki í dag með mögnuðu langskoti á síðustu stundu, í 29-29 jafntefli á HM í handbolta. Sviss vann stórsigur á Túnis. Austurríki er því með þrjú stig í milliriðli II og þar ríkir mikil spenna, en tvö efstu liðin úr þeim milliriðli mæta svo liðum úr milliriðli Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Frakkar eru efstir með 4 stig og mæta Ungverjalandi (3 stig) í kvöld. Holland er með 2 stig líkt og Norður-Makedónía, en Katar með 0 stig, en Holland og Katar mætast í dag. Ljóst er að allt þarf að ganga upp hjá N-Makedóníumönnum og þeir að vinna Katar og Frakkland í síðustu leikjum sínum, til að eygja von um 2. sæti riðilsins, en markið frá Kuzmanovski heldur þeim á lífi. Austurríki var 14-13 yfir í hálfleik gegn Norður-Makedóníu í dag, eftir 6-2 kafla á lokamínútum fyrri hálfleiks, en liðið skoraði lokamark fyrri hálfleiksins á síðustu sekúndu. Gríðarleg spenna var í leiknum í seinni hálfleik og jafnt á öllum tölum. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Florian Kaiper vítakast fyrir Austurríki, frá Kuzmanovski, og í staðinn kom Eric Damböck Austurríki yfir, 28-27, með vítakasti á hinum enda vallarins. Marko Mitev náði að jafna metin 40 sekúndum fyrir leikslok, með sínu sjötta marki í leiknum, en Austurríki tók svo leikhlé til að undirbúa lokasókn sína. Lukas Hutecek lyfti sér svo upp og skoraði þegar örfáar sekúndur voru eftir, skoraði sitt sjötta mark og virtist hafa tryggt Austurríki sigur, en svo fór ekki því Kuzmanovski tókst einhvern veginn að jafna metin á síðustu stundu. Sviss fikrar sig nær Þýskalandi og Danmörku Sviss vann Túnis af miklu öryggi, 37-26, og var í raun búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, en staðan að honum loknum var 20-11. Svisslendingar eru því með í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum en þeir eru með þrjú stig í milliriðli I, á meðan að Túnis er enn án stiga. Danmörk og Þýskaland eru efst í þessum milliriðli með fjögur stig hvort, og mætast í kvöld. Fyrst mætast þó Tékkland og Ítalía, en Tékkar eru með eitt stig og Ítalir tvö. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Austurríki er því með þrjú stig í milliriðli II og þar ríkir mikil spenna, en tvö efstu liðin úr þeim milliriðli mæta svo liðum úr milliriðli Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Frakkar eru efstir með 4 stig og mæta Ungverjalandi (3 stig) í kvöld. Holland er með 2 stig líkt og Norður-Makedónía, en Katar með 0 stig, en Holland og Katar mætast í dag. Ljóst er að allt þarf að ganga upp hjá N-Makedóníumönnum og þeir að vinna Katar og Frakkland í síðustu leikjum sínum, til að eygja von um 2. sæti riðilsins, en markið frá Kuzmanovski heldur þeim á lífi. Austurríki var 14-13 yfir í hálfleik gegn Norður-Makedóníu í dag, eftir 6-2 kafla á lokamínútum fyrri hálfleiks, en liðið skoraði lokamark fyrri hálfleiksins á síðustu sekúndu. Gríðarleg spenna var í leiknum í seinni hálfleik og jafnt á öllum tölum. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Florian Kaiper vítakast fyrir Austurríki, frá Kuzmanovski, og í staðinn kom Eric Damböck Austurríki yfir, 28-27, með vítakasti á hinum enda vallarins. Marko Mitev náði að jafna metin 40 sekúndum fyrir leikslok, með sínu sjötta marki í leiknum, en Austurríki tók svo leikhlé til að undirbúa lokasókn sína. Lukas Hutecek lyfti sér svo upp og skoraði þegar örfáar sekúndur voru eftir, skoraði sitt sjötta mark og virtist hafa tryggt Austurríki sigur, en svo fór ekki því Kuzmanovski tókst einhvern veginn að jafna metin á síðustu stundu. Sviss fikrar sig nær Þýskalandi og Danmörku Sviss vann Túnis af miklu öryggi, 37-26, og var í raun búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, en staðan að honum loknum var 20-11. Svisslendingar eru því með í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum en þeir eru með þrjú stig í milliriðli I, á meðan að Túnis er enn án stiga. Danmörk og Þýskaland eru efst í þessum milliriðli með fjögur stig hvort, og mætast í kvöld. Fyrst mætast þó Tékkland og Ítalía, en Tékkar eru með eitt stig og Ítalir tvö.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira