Líkt og greint var frá í þætti dagsins af HM í dag var Þorgerður Katrín á ferð og flugi um keppnishöllina í gær. Sagan segir að Hassan Moustafa hafi verið á leiknum og krafist þess að Þorgerður veitti verðlaun fyrir mann leiksins þegar hann frétti að viðveru ráðherrans.
Aðspurður um hvort hann viti hvað hafi gengið á milli þeirra Þorgerðar og Moustafa í viðtali á liðshóteli landsliðsins í dag segir Gísli:
„Já, ég var einmitt að koma úr kaffi með mömmu og fjölskyldunni. Auðvitað er gaman að vita af því fyrir leik að fjölskyldan kæmi og yrði í stúkunni. Maður fær alltaf gott í hjartað við að vita af þeim að styðja við mann. En ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli en bara flott skilurðu.“
Rætt var við Gísla um leik gærkvöldsins, stöðuna fyrir framhaldið, komandi leik við Egypta og fleira til.
Viðtalið má sjá í heild í spilaranum.
Ísland og Egyptaland mætast klukkan 19:30 annað kvöld í Zagreb. Um er að ræða fyrsta leik strákanna okkar í milliriðli og toppsæti hans undir. Liðinu verður fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.