Á vef Veðurstofunnar segir að annars verði hæglætis veður og fer hægt kólnandi.
„Hæg breytileg átt á morgun, en suðaustan 10-18 suðvestantil, hvassast á annesjum. Skýjað og stöku él, en bjartviðri um landið norðan- og austanvert.
Frostlaust við suðvesturströndina, annars 1 til 13 stiga frost, kaldast inn til landsins á Norðausturlandi,“ segir á vef Veðrurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Suðaustan 3-10 m/s, víða bjartviðri og kalt, en 8-15 við suðvestur- og vesturströndina, dálítil él og hiti um eða yfir frostmarki.
Á fimmtudag: Austan og suðaustan 5-15, hvassast syðst. Slydda, rigning eða snjókoma með köflum sunnan- og vestantil og hiti kringum frostmark. Að mestu þurrt fyrir norðan og frost víða 0 til 5 stig.
Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt með snjó- eða slydduéljum í flestum landshlutum, en úrkomumeira um tíma norðan- og austantil. Frost 2 til 8 stig, en hiti nálægt frostmarki austanlands.
Á laugardag og sunnudag: Norðaustanátt, fremur hæg. Dálítil él norðan- og austanlands, annars yfirleitt þurrt. Frost 2 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á mánudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt með smáéljum á víð og dreif. Frost um allt land.