„Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 09:00 Viktor Gísli Hallgrímsson fagnar einni af fjölmörgum markvörslum sínum í gær. Vísir/Vilhelm Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórkostlegan leik í marki Íslands og hann fékk líka hrós fyrir sína mögnuðu frammistöðu. Sérfræðingarnir eru á því að íslenski markvörðurinn sé einn sá besti í heimi að verja frá mönnum úr dauðafærum. „Ég held að allir séu í skýjunum með þetta. Þetta var hreint út sagt bara stórkostleg frammistaða. Strákarnir, þjálfararnir og allir eiga heiður skilinn fyrir það hvernig þetta var lagt upp og hvernig þetta var framkvæmt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Ég verð bara að segja fyrir mitt leyti. Aðra eins markmanns- og varnarframmistöðu hef ég ekki séð í helvíti langan tíma,“ sagði Ásgeir. „Þegar frammistaðan er svona þá er ekki hægt að setja út á eitt eða neitt,“ sagði Ásgeir. Íslenska liðið komst í 11-4 í leiknum og þeir slóvensku aðeins búnir að skora fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútunum í leiknum. Viktor var mikið að verja bolta úr mjög góðum færum. Einn sá besti í heiminum „Viktor Gísli er einn af bestu markvörðum í heiminum. Ég held að hann sé einn af tveimur, þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum,“ sagði Einar Jónsson og á þá við að verja frá mönnum í návígi. „Svo sér maður stundum sjónarhornið þegar myndavélarnar eru þannig. Þegar leikmennirnir eru að fara inn og vinkillinn hjá þeim með hann fyrir framan sig. Maður skilur alveg að það sér erfitt að koma tuðrunni fram hjá honum,“ sagði Einar. Hann á fimmtán ár eftir „Þetta er ekkert smá stykki, faðmurinn á honum og allt þetta. Hann er alltaf að verða betri og betri leikmaður. Það má ekki gleyma því að Viktor Gísli er bara 25 ára gamall,“ sagði Einar. „Hann á ekkert eðlilega mikið eftir,“ sagði Einar. „Hann á fimmtán ár eftir,“ skaut Ásgeir Örn inn. „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því. Þetta er enginn smá gullmoli sem við eigum. Ég er búinn að segja það þrjú, fjögur síðustu mót. Mér finnst markvarslan vera búin að vera fín á öllum þessum mótum,“ sagði Einar. „Þetta var líka stöðug markvarsla yfir sextíu mínútur. Þetta var ekki eins og maður sér svo rosalega oft hjá markvörðum sem detta í stuð og eiga einhverja svakalega kafla. Maður hugsar kannski: Hann er bara búinn með kvótann í fyrri hálfleik. Þetta var bara stöðugt, áfram, áfram og áfram,“ sagði Ásgeir. „Alltaf þegar þeir eru aðeins líklegir þá tekur hann skot. Það voru þessi móment. Hann slökkti í þeim,“ sagði Ásgeir. Hér fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn þar sem strákarnir fóru vel yfir leikinn á móti Slóvenum. HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórkostlegan leik í marki Íslands og hann fékk líka hrós fyrir sína mögnuðu frammistöðu. Sérfræðingarnir eru á því að íslenski markvörðurinn sé einn sá besti í heimi að verja frá mönnum úr dauðafærum. „Ég held að allir séu í skýjunum með þetta. Þetta var hreint út sagt bara stórkostleg frammistaða. Strákarnir, þjálfararnir og allir eiga heiður skilinn fyrir það hvernig þetta var lagt upp og hvernig þetta var framkvæmt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Ég verð bara að segja fyrir mitt leyti. Aðra eins markmanns- og varnarframmistöðu hef ég ekki séð í helvíti langan tíma,“ sagði Ásgeir. „Þegar frammistaðan er svona þá er ekki hægt að setja út á eitt eða neitt,“ sagði Ásgeir. Íslenska liðið komst í 11-4 í leiknum og þeir slóvensku aðeins búnir að skora fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútunum í leiknum. Viktor var mikið að verja bolta úr mjög góðum færum. Einn sá besti í heiminum „Viktor Gísli er einn af bestu markvörðum í heiminum. Ég held að hann sé einn af tveimur, þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum,“ sagði Einar Jónsson og á þá við að verja frá mönnum í návígi. „Svo sér maður stundum sjónarhornið þegar myndavélarnar eru þannig. Þegar leikmennirnir eru að fara inn og vinkillinn hjá þeim með hann fyrir framan sig. Maður skilur alveg að það sér erfitt að koma tuðrunni fram hjá honum,“ sagði Einar. Hann á fimmtán ár eftir „Þetta er ekkert smá stykki, faðmurinn á honum og allt þetta. Hann er alltaf að verða betri og betri leikmaður. Það má ekki gleyma því að Viktor Gísli er bara 25 ára gamall,“ sagði Einar. „Hann á ekkert eðlilega mikið eftir,“ sagði Einar. „Hann á fimmtán ár eftir,“ skaut Ásgeir Örn inn. „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því. Þetta er enginn smá gullmoli sem við eigum. Ég er búinn að segja það þrjú, fjögur síðustu mót. Mér finnst markvarslan vera búin að vera fín á öllum þessum mótum,“ sagði Einar. „Þetta var líka stöðug markvarsla yfir sextíu mínútur. Þetta var ekki eins og maður sér svo rosalega oft hjá markvörðum sem detta í stuð og eiga einhverja svakalega kafla. Maður hugsar kannski: Hann er bara búinn með kvótann í fyrri hálfleik. Þetta var bara stöðugt, áfram, áfram og áfram,“ sagði Ásgeir. „Alltaf þegar þeir eru aðeins líklegir þá tekur hann skot. Það voru þessi móment. Hann slökkti í þeim,“ sagði Ásgeir. Hér fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn þar sem strákarnir fóru vel yfir leikinn á móti Slóvenum.
HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira