Handbolti

Ís­land byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki

Sindri Sverrisson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson í hörðum slag gegn Slóvenum í kvöld.
Gísli Þorgeir Kristjánsson í hörðum slag gegn Slóvenum í kvöld. VÍSIR/VILHELM

Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld.

Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðill IV, þar sem bíða leikir við Egyptaland, Króatana hans Dags Sigurðssonar og við Argentínu. Áfram verður leikið í Zagreb, þar sem Ísland vann Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjar.

Ísland tekur með sér stigin fjögur úr leikjunum við Slóveníu og Grænhöfðaeyjar, og er því efst í milliriðlinum ásamt Egyptalandi sem vann leiki sína við Króatíu og Argentínu. Fyrsti leikur í milliriðlinum er því toppslagur, á miðvikudagskvöld.

Leikir Íslands í milliriðli:

Miðvikudagur kl. 19.30: Egyptaland - Ísland

Föstudagur kl. 19.30: Króatía - Ísland

Sunnudagur kl. 14.30: Argentína - Ísland

Tvö efstu lið milliriðilsins komast áfram í 8-liða úrslit mótsins og mæta andstæðingum úr milliriðli II, þar sem Frakkland og Ungverjaland eru efst sem stendur.


Tengdar fréttir

„Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“

„Ég er mjög glaður, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir sinn glæstasta sigur í því starfi, 23-18 gegn sterku liði Slóvena í Zagreb í kvöld.

„Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“

„Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×