„Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2025 21:34 Snorri Steinn Guðjónsson var á tánum í kvöld, og greinilega búinn að undirbúa íslenska liðið frábærlega. VÍSIR/VILHELM „Ég er mjög glaður, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir sinn glæstasta sigur í því starfi, 23-18 gegn sterku liði Slóvena í Zagreb í kvöld. Ísland stakk af í upphafi leiks og hleypti Slóvenum aldrei nærri sér eftir það. Vörn og markvarsla var í hæsta gæðaflokki og sigurinn gefur afar góð fyrirheit fyrir framhaldið í milliriðli þar sem keppni hefst á miðvikudaginn. „Auðvitað getum við alltaf týnt eitthvað til, dauðafæri og við skoruðum ekki mikið af mörkum. En leikurinn var bara þess eðlis. Gríðarleg ákefð og mikil barátta, eins og mátti reikna með. Mér fannst ég sjá strax í hvaða gír strákarnir voru. Risahrós á þá,“ sagði Snorri við Henry Birgi Gunnarsson strax eftir leik, og bætti við: „Það var mikið að fara yfir. Margt í gangi og frábært sóknarlið sem við lögðum mikla áherslu á að kortleggja. Ég lagði heimavinnu fyrir strákana og fékk mjög gott svar. Svo var Viktor náttúrulega ótrúlegur í markinu.“ Viðtalið má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn á Slóvenum En hvaðan kom þessi varnarleikur eiginlega? „Þetta er að gerjast einhvern veginn. Frá því að við hittumst þá hef ég kallað eftir þessum látum og einbeitingu. Að það sé eitthvað að frétta í rauninni. Ég fékk það og rúmlega það í þessum leik. Þetta er okkar leikur, og við erum ekkert frábærir ef við erum ekki svona. Auðvitað er kúnst að kalla það fram en við gerðum það,“ sagði Snorri. „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk“ Hann fékk það sem hann vildi frá mönnum í varnarleiknum í kvöld: „Engin spurning. Þegar þú spilar vörn þá áttu ekki að vera skemmtilegur. Það hentar illa. Það er ekki nóg að 1-2 séu klárir. Þetta gildir frá hornamanni til hornamanns. En þetta var bara riðillinn. Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar, þú kannski gerir það. Við þurfum að ná okkur niður og einbeita okkur að framhaldinu. Þó við séum í góðri stöðu þá getur hún verið fljót að fara,“ sagði Snorri sem var ekkert allt of sammála því að í kvöld hefði Ísland spilað nákvæmlega eins og hann vill sjá: „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk hjá okkur. En þessi leikur þróaðist svona. Það voru alveg tækifæri til að skora meira. Hann ver fullt af dauðafærum. Ef við ætlum að vera frekir þá þurfum við að gera þetta betur.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sjá meira
Ísland stakk af í upphafi leiks og hleypti Slóvenum aldrei nærri sér eftir það. Vörn og markvarsla var í hæsta gæðaflokki og sigurinn gefur afar góð fyrirheit fyrir framhaldið í milliriðli þar sem keppni hefst á miðvikudaginn. „Auðvitað getum við alltaf týnt eitthvað til, dauðafæri og við skoruðum ekki mikið af mörkum. En leikurinn var bara þess eðlis. Gríðarleg ákefð og mikil barátta, eins og mátti reikna með. Mér fannst ég sjá strax í hvaða gír strákarnir voru. Risahrós á þá,“ sagði Snorri við Henry Birgi Gunnarsson strax eftir leik, og bætti við: „Það var mikið að fara yfir. Margt í gangi og frábært sóknarlið sem við lögðum mikla áherslu á að kortleggja. Ég lagði heimavinnu fyrir strákana og fékk mjög gott svar. Svo var Viktor náttúrulega ótrúlegur í markinu.“ Viðtalið má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn á Slóvenum En hvaðan kom þessi varnarleikur eiginlega? „Þetta er að gerjast einhvern veginn. Frá því að við hittumst þá hef ég kallað eftir þessum látum og einbeitingu. Að það sé eitthvað að frétta í rauninni. Ég fékk það og rúmlega það í þessum leik. Þetta er okkar leikur, og við erum ekkert frábærir ef við erum ekki svona. Auðvitað er kúnst að kalla það fram en við gerðum það,“ sagði Snorri. „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk“ Hann fékk það sem hann vildi frá mönnum í varnarleiknum í kvöld: „Engin spurning. Þegar þú spilar vörn þá áttu ekki að vera skemmtilegur. Það hentar illa. Það er ekki nóg að 1-2 séu klárir. Þetta gildir frá hornamanni til hornamanns. En þetta var bara riðillinn. Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar, þú kannski gerir það. Við þurfum að ná okkur niður og einbeita okkur að framhaldinu. Þó við séum í góðri stöðu þá getur hún verið fljót að fara,“ sagði Snorri sem var ekkert allt of sammála því að í kvöld hefði Ísland spilað nákvæmlega eins og hann vill sjá: „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk hjá okkur. En þessi leikur þróaðist svona. Það voru alveg tækifæri til að skora meira. Hann ver fullt af dauðafærum. Ef við ætlum að vera frekir þá þurfum við að gera þetta betur.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Sjá meira
„Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28
„Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21